Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 25
17. október
mánudagur
n Systur ásamt gestum kl. 10.30
Harpa
Systur fá til liðs við sig portú-
gölsku tónlistarkonuna Maro
sem þær kynntust í Eurovision,
og hina virtu íslensku tónlistar-
konu og lagahöfund Lay Low.
18. október
þriðjudagur
n Afró kl. 19.35
Kramhúsið
Byrjendanámskeið í afró hefst í
kvöld. Lifandi trommusláttur og
hreyfing sem bjargar skamm-
deginu.
n Karaoke kl. 20.00
Gaukurinn, Tryggvagötu 22
Hver man ekki eftir lagi Tví-
höfða um þriðjudagskvöld?
Þetta kvöld stendur undir öllum
væntingum þriðjudagskvölds.
19. október
miðvikudagur
n Hálendishátíð
Gamla bíó
Tónlistarveisla til styrktar og
heiðurs hálendi Íslands og
einstakri náttúru landsins.
Fram koma: JFDR, Sóley, Moses
Hightower, Snorri Helgason og
Of Monsters and Men.
20. október
fimmtudagur
n Andri Ívars, grín og gítarspil
Græni hatturinn, Akureyri
Í bland við hefðbundið uppi-
stand mun Andri gera hinum
ýmsu stílum tónlistar góð skil
með gítarinn að vopni.
n The Alternative Assembly
Gaukurinn, Tryggvagötu 22
Hin óútreiknanlega Linda kemur
furðulegum fjöllistaverum á
svið. Sýningin fer fram á ensku.
Hvað er um að vera í næstu viku?
Sæljón eru sérlega músíkölsk
og eru eina dýrið sem getur
klappað í takt. Ætli það sé samt
ekki svipað hlutfall þeirra sem
geta það ekki og mannsins.
Þetta er ekki öllum gefið.
n Skrítin staðreynd vikunnar
Föstudagurinn 14. október 2022 er
Bleiki dagurinn. Þá er upplagt að
skipuleggja bleikt kaffi í vinnunni
eða heima.
Einnig er tilvalið að klæðast
bleikum fötum í tilefni dagsins og
lífga upp á tilveruna. Síðastliðin
ár hefur skapast sú hefð að heimili
og vinnustaðir hafa verið dugleg
við að smella einhverju góðgæti í
ofninn og skreyta í tilefni bleika
dagsins.
Sé tíminn naumur má líka leita
til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem
leggja Bleiku slaufunni lið með
bleiku góðgæti – hér eru nokkur
dæmi:
n Brauð & Co gefa allan ágóða
af sölu á chilli-ostaslaufum á
bleika daginn.
n Bakarameistarinn styrkir
Bleiku slaufuna. Auk þess
renna 15% af hverjum
seldum Bleikum skúffufleka
til Bleiku slaufunnar.
n Castello gefur allan ágóða
af ostastöngum á bleika
daginn.
n Gulli Arnar bakarí selur
bleikan eftirrétt 15. október
og rennur salan á honum
óskipt til Bleiku slaufunnar.
Bleikur dagur 14. október
Gulli Arnar
bakari selur
bleikan eftir-
rétt á morgun,
laugardag,
og rennur allt
söluandvirðið
beint til Bleiku
slaufunnar.
SÆTA SVÍNIÐ Borðapantanir á saetasvinid.is
LAMBA ROAST 8.900 kr. fyrir 2-3
NAUTA ROAST 10.900 kr. fyrir 2-3
n Kjötbúrið Selfossi styrkir
Bleiku slaufuna um 10% af sölu
á lambakjöti á Bleika daginn.
n Monkeys veitingastaður
gefur allan ágóða af mand-
arín-eftirréttinum á bleika
daginn.
n Mosfellsbakarí gefur 15%
af bleikum vörum á bleika
daginn.
n Myllan/Tertugallerí gefur 10%
af verði bleikra kaka í október.
n Sælgætisgerðin Nói Sírí-
us gefur 20% af söluverði
bleikra smástykkja sem eru
tilvalin með bleika kaffinu
fyrir starfsmenn og við-
skiptavini.
n Sætar syndir gefa 20% af
verði bleikrar köku og bolla-
kökum á Bleika daginn.
n 17 sortir gefa hluta af ágóða
af sölu á bleikum kökum og
bollakökum.
ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 14. október 2022