Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 20
Árlegt árvekni- og fjáröflun- arátak Krabbameinsfélags- ins, Bleika slaufan, undir slag- orðinu „SÝNUM LIT“. Átakið er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum og stendur yfir allan október- mánuð. Málið er brýnt og varðar okkur öll því einn af hverjum þremur getur vænst þess að greinast með krabba- mein einhvern tímann á lífsleiðinni og flestir aðrir eru einhvern tíma í hlutverki aðstandenda. Krabba- meinsfélagið lætur sig allt varða þegar krabbamein eru annars vegar og sinnir öflugri hagsmunagæslu, rannsóknum, ráðgjöf og stuðningi, fræðslu og forvörnum. Krabba- meinsfélagið nýtur ekki opinberra styrkja og starfsemi þess er nánast alfarið kostuð af sjálfsaflafé, í gegnum stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Krabba- meinsfélagið vinnur alla daga að því að koma í veg fyrir krabbamein, fækka þeim sem deyja af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra. Enginn á að þurfa að vera einn með krabbamein. Krabbameinsfélagið vill ná enn betri árangri varðandi krabbamein og markmið Krabbameinsfélags- ins eru skýr: Að fækka þeim sem fá krabbamein, að fjölga þeim sem lifa af og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda þeirra. Í fjölbreyttu starfi félagsins og aðildarfélaga þess er unnið að þessum markmiðum. Ágóða af Bleiku slaufunni nýtir Krabbameinsfélagið til að ná betri árangri í baráttunni gegn krabba- meinum. Þinn stuðningur skiptir máli. Saga Ásdísar Í árveknisátaki Bleiku slaufunnar í ár segjum við sögu Ásdísar Ingólfs- dóttur, framhaldsskólakennara og rithöfundar, sem greindist með brjóstakrabbamein í tvígang með fimm ára millibili. Reynslu sinni lýsti hún í ljóðinu „Dregið verður um röð atburða“ en línur úr ljóðinu skapa þráðinn í auglýsingu Bleiku slaufunnar. Saga Ásdísar er einstök og sýnir okkur að lífið heldur áfram, hvað sem á dynur. Ásdís segist vona að það verði þeim sem eru að glíma við brjóstakrabbamein í dag hvatning að sjá að það er von. Rétt eins og hún upplifði von við að heyra um konur sem höfðu glímt við brjóstakrabbamein og lifðu góðu lífi. Ásdís segir að það ylji að sjá einstaklinga bera Bleiku slaufuna því það sýni að viðkomandi hafi lagt Krabbameinsfélaginu lið í baráttunni við krabbamein og hún viti af eigin raun hversu miklu máli sá stuðningur skiptir fyrir þá sem þurfa á þjónustu félagsins að halda. Bleika slaufan – hönnuð af Orrifinn Hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár eru þau Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hjá Orrifinn Skartgripum. Slaufan er fléttuð úr þráðum þar sem hver þráður gæti táknað hvert og eitt okkar og hvernig við leggjum málstaðnum lið. Fléttan táknar vináttu og sam- einingu og þræðir hennar varð- veita minningar um kærleika og ást. Við erum sterkust saman. n Bleika slaufan er til sölu hjá Krabbameinsfélaginu, Orrifinn og fjölmörgum söluaðilum um allt land. Sölu slaufunnar lýkur þann 20. október. Sýnum lit – kaupum og berum Bleiku slaufuna. Bleika slaufan – SÝNUM LIT Hönnuðir Bleiku slaufunnar í ár eru þau Helga Friðriksdóttir og Orri Finnbogason hjá Orrifinn Skartgripum. MYND/AÐSEND Bleika slaufan 2022 er falleg flétta. Í átaki Bleiku slaufunnar í ár vill Krabbameinsfélagið minna á mikilvægi forvarna og benda á hvað fólk getur gert til að draga úr líkum á krabbameini. Góðar lífsvenj- ur skipta máli og skimanir fyrir krabbameini bjarga lífum. sandragudrun@frettabladid.is „Svo til allir vita að reykingar og tóbaksnotkun auka líkur á krabba- meinum og langflestir þekkja mikilvægi sólarvarna til að draga úr líkum á húðkrabbameini en það er langt í frá að allir viti að offita og áfengisneysla tengist auknum líkum, að regluleg líkamleg hreyf- ing sé verndandi og að mataræði skipti máli. Til dæmis er af hinu góða að borða mikið af grænmeti og ávöxtum, heilkorna vörum og trefjaríkum mat ,“ segir Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabba- meinsfélaginu „Góðar lífsvenjur geta dregið úr líkum hvers og eins á að fá krabbamein. Það er margt í dag- legu lífi sem fólk getur gert til að draga úr líkunum og það er ekki spurning um allt eða ekkert, lítil skref í góðar áttir eru jákvæð. Öll hreyfing er til dæmis jákvæð jafnvel þó að viðmiðinu um að minnsta kosti hálftíma á dag af meðalákefð sé ekki náð. Það á líka við um hina þættina eins og til dæmis áfengisneyslu. Best væri vissulega að sleppa henni alveg en það hefur líka jákvæð áhrif á krabbameinslíkur að draga úr henni. Litlu skrefin telja líka.“ Sigrún Elva leggur áherslu á að áhrifaríkast sé þegar ytra umhverfi auðveldi fólki að taka heilsusam- legar ákvarðanir í daglegu lífi og í því tilliti geti stjórnvöld haft afgerandi áhrif. „Það er eitt að segja fólki hvað það þarf að gera og halda fólki upplýstu, en stjórnvöld geta með ýmsum aðgerðum auðveldað fólki að lifa heilsusamlegu líferni. Þar má til dæmis nefna hvernig hægt er að auðvelda fólki að stunda hreyfingu, svo sem með lagningu göngustíga og hjólastíga. Varðandi mataræði er hægt að nefna sykur- skatt eða einhvern skatt á óhollari vörur og niðurgreiðslu á hollari vörur.“ Framtaksleysi oft skýringin Sigrún Elva segir að í tengslum við forvarnir snúi áherslan í Bleiku slaufunni í ár þó mest að þeim skipulögðu hópskimunum sem eru í boði. „Konum býðst að koma í skim- anir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini og við viljum minna á mikilvægi þeirra og minna allar konur á að taka þátt þegar þær fá boð. Því miður mæta alls ekki allar konur í skimun, þátttakan mætti vera umtalsvert betri. Skimanirnar bjarga lífi fjölda kvenna en við vitum að þær gætu bjargað fleirum. Þúsundir kvenna mæta óreglulega eða alls ekki. Jafn- vel þó þær vilji og ætli sér að taka þátt þá virðast margar fresta því að bóka tíma,“ segir hún. „Í könnun Krabbameinsfélags- ins frá árinu 2019 voru konur sem mættu ekki í skimanir spurðar um ástæðu þess. Rúmlega 60% sögðu að skýringin væri framtaks- leysi, aðrar sögðu skýringuna vera tímaskort, sumar voru hræddar við að greinast, sumar óttuðust að skimunin væri sársaukafull og svo var hópur sem nefndi að kostnaður væri fyrirstaða,“ segir hún. „Ég vil minna á að þó að líklega finnist engum þessar skimanir þægilegar þá eru afskaplega fáar konur sem upplifa raunverulega sársauka. Ef einhverjar konur eru hræddar og eru ekki að bóka tíma vegna þess, þá ráðlegg ég þeim að hafa samband við þá sem eru að skima. Annað hvort Brjóstamiðstöð eða heilsugæsluna og útskýra það, í staðinn fyrir að sleppa því að bóka tímann og vonandi þá fá aukinn stuðning í aðstæðunum. Varðandi kostnaðinn er afskap- lega gleðilegt að gjaldið hefur næstum því verið fellt niður fyrir leghálsskoðun sem núna kostar aðeins 500 krónur. Krabbameinsfé- lagið hvetur stjórnvöld til að fella hann líka niður eða minnka umtalsvert fyrir brjóstaskimun.“ Ekki bíða með að bóka Hlutfallslega mæta umtals- vert færri konur í skimanir fyrir brjóstakrabbameinum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. „Oft finna konur ekki fyrir ein- kennum fyrr en krabbameinið er lengra á veg komið en hefði verið, hefði það uppgötvast í skimun. Eðli skimana fyrir brjóstakrabba- meini er að leita að vísbendingum um mein áður en einkenna verður vart. Því fyrr sem krabbamein í brjósti finnst því betri eru horfurnar. Þær konur sem mæta reglulega í skimun fyrir brjósta- krabbameini eru í minni hættu á að deyja úr slíku meini. Aðalmark- mið leghálsskimana er að koma í veg fyrir krabbamein með því að greina forstigsbreytingar, þá er hægt að grípa inn í áður en þær verða að krabbameini. Í þessum skoðunum finnast líka mein sem eru skammt á veg komin og hefðu annars ekki fundist svo snemma. Ávinningurinn af leghálsskimun- um fyrir konur er því annars vegar að minnka líkurnar á að krabba- mein nái að myndast í leghálsi og hins vegar að draga úr hættunni á dauða af völdum leghálskrabba- meins. Krabbameinsskimanir eru ekki í boði í öllum löndum heimsins. Sigrún Elva segir leghálskrabba- mein vera fjórða algengasta krabbamein kvenna í heiminum, en í löndum þar sem skimun hefur verið lengi við lýði sé staðan önnur og hérlendis sé það 14. algengasta meinið, þökk sé að stærstu leyti skimunum undanfarinna áratuga. „Annað framfaraskref sem við hvetjum stjórnvöld til að taka upp sem allra fyrst, fyrir utan að lækka kostnað, er að koma upp bók- unarkerfi eins og þekkist m.a. á Norðurlöndunum, þar sem konur fá sjálfkrafa úthlutað tíma. Þá ætti framtaksleysi síður að vera ástæða þess að mæta ekki í skimun. Við hvetjum þær konur sem eiga boð í skimun sem þær hafa ekki brugðist við að drífa í að bóka tíma.“ n Skimanir bjarga lífum Sigrún Elva Einarsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabba- meinsfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Því miður mæta alls ekki allar konur í skimun, þátt- takan mætti vera umtals- vert betri. Skimanirnar bjarga lífi fjölda kvenna en við vitum að þær gætu bjargað fleirum. 4 14. október 2022 FÖSTUDAGURBLEIK A SLAUFAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.