Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 34
Breytt ástand er fyrsta smá- sagnasafn Berglindar Óskar. Bókin fjallar um ungt fólk sem er á skjön við lífið og byggði höfundur að hluta til á eigin reynslu. tsh@frettabladid.is Rithöfundurinn Berglind Ósk sendi nýlega frá sér sitt fyrsta smásagna- safn. Bókin, sem ber titilinn Breytt ástand, hefur að geyma nítján bein- skeyttar sögur sem draga upp djarfa og hispurslausa mynd af íslenskum veruleika. „Þetta byrjaði sem meistara- verkefni í ritlist og svo hélt ég bara áfram með það og bætti við sögum. Ég byrjaði að skrifa skáldsögu sem átti að fjalla um unga konu í start-up heiminum, lauslega byggt á minni eigin reynslu. Það var fyrsta skáld- sagan sem ég hef reynt við en svo bara komst ég einhvern veginn ekki af stað og var að ströggla við hana. Einn kafli úr þeirri bók varð svo að smásögu í bókinni,“ segir Berglind. Ekki sjálfgefið að koma til baka Bókin fjallar að miklu leyti um ungt fólk á jaðrinum sem glímir við vandamál á borð við fíkniefna- neyslu, fátækt, einelti og of beldis- sambönd. „Það voru nokkrar sögur inn- blásnar af minni eigin reynslu og svo hélt ég bara áfram með hvatn- ingu frá leiðbeinandanum mínum Steinari Braga. Þemað myndaðist út frá því og þá fór ég einmitt að pæla í fólki sem hefur einhvern veginn lent á jaðrinum, þar er einmitt oft einmanaleiki og tengslarof, fólk á erfitt með að tengjast öðrum,“ segir Berglind. Höfundur hefur ekki farið leynt með það að sumt í bókinni byggir á hennar eigin reynslu en Berglind glímdi sjálf við neyslu á yngri árum. „Mér finnst þannig séð ekkert mál að segja frá því að ég hafi verið í neyslu og rugli og upplifað alls konar en ég vil samt að fólk lesi þetta sem skáldskap. Þótt sumt sé byggt á mínu lífi þá auðvitað er þetta skáldskapur. Mér finnst samt rosa mikilvægt að segja það en ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er auð- velt að villast á ranga braut og ekkert sjálfgefið endilega að koma til baka heldur,“ segir hún. Eðlilegt að berskjalda sig Þú hefur þá kannski þekkt fólk sem hefur ekkert snúið til baka úr þessu lífi? „Það eru alveg sumir sem komust úr þessu en margir sem ég hef ekkert séð aftur og svo bara margir sem eru að ströggla við þetta allt sitt líf. Það sem mér finnst mjög óhugnanlegt í dag er þessi oxycontin-faraldur, sem betur fer var það ekki komið á þeim tíma þegar ég var í þessu. Fólk er bara deyjandi úr þessu.“ Berglind viðurkennir að sér finnist vissulega berskjaldandi að skrifa um sína eigin reynslu en hún hafi þó fyrri reynslu af því eftir að hafa áður gefið út ljóðabækur, Berorðað (2016) og Loddaralíðan (2021). „Mér f innst alveg eðlilegt að opna á það, ég kem líka úr ljóðun- um þar sem er kannski algengara að fólk byggi á persónulegri reynslu og talar um það. Kannski kemur það svolítið þaðan að mér finnst það bara eðlilegur hlutur að ber- skjalda sig,“ segir hún. Heillandi form Smásagan er svolítið van- metið bókmenntaform, er eitthvað sérstakt sem heillar þig við smásögur? „Mér finnst það mjög heillandi og ég trúi einhvern veginn ekki öðru en að smásögur séu að fara að rísa. Á þessum tímum þar sem við erum alltaf að lesa stutta pistla og athyglin er svo stutt finnst mér eins og smásögur henti vel inn í það. Mér finnst það mjög skemmtilegt form af því það er kannski hægt að leika sér aðeins meira með formið þar en í skáldsög- um. Mér fannst líka bara eitthvað svo heillandi að taka kannski eitt atvik, eina til- finningu, og kafa djúpt ofan í það.“ Berglind seg- ist hafa skrifað Breytt ástand á um það bil þ r e m u r t i l f jórum mán- uðum og þegar hún var komin vel á veg með efnið fór hún að velta fyrir sér titli á verkið. „Það var alveg smá erfitt. Það er þarna ein saga sem heitir Breytt ástand og þá fór ég að fatta að það var svolítið þemað, fólkið þarna er að leita í breytt ástand, stundum bókstaf lega með vímuefnum til að komast úr sínum heimi eða að reyna að umvenda lífi sínu á ein- hvern hátt,“ segir hún. n Auðvelt að villast á ranga braut Berglind Ósk segir það berskjaldandi að skrifa um sína eigin upplifun af því að glíma við neyslu og ógæfu en henni finnst þó mikilvægt að deila reynslunni með lesendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BÆKUR Auðlesin Höfundur: Adolf Smári Unnarsson Fjöldi síðna: 235 Útgefandi: Mál og menning Kristján Jóhann Jónsson Adolf Smári er ungur höfundur, fæddur 1993. Það er alltaf skemmti- legt þegar unga fólkið lætur til sín heyra og tekst á við siðferði og sjálfsmynd sinnar kynslóðar, svo að óbeint sé vitnað í bókarkápuna, því heimurinn er síbreytilegur. Auðlesin er háðsádeila og á köfl- um bæði beitt og skemmtileg. Þeir sem fyrst og fremst eru í skotlínunni eru Bjartur, háttsettur verkefna- stjóri sem annast umhverfismál hjá Reykjavíkurborg, og ungskáldið Nína sem vill segja beittan sann- leika í ljóðum sínum og verða fræg og vinsæl fyrir það. Sannleikur og vinsældir fara þó ekki vel saman. Almenningur er svo mikið ólík- indatól! Hún fær ljóðabókina sína útgefna hjá framsækinni útgáfu sem heitir Hafið og svarar kalli almennings eftir bókmenntum með því að framleiða f lóð- bækur. Þeim bókum sem ekki seljast í útgáfuhóf- inu er svo hent í hafið, á háflóði minnir mig, vegna þess að hafið kallar á skáldskap! Erfitt hlutskipti Strax í fyrsta kafla v i n nu r B j a r t u r dálitla hetjudáð. Hann rekst á slappa hunangsf lugu á gangstétt, gúgglar vanda- málið, gefur henni með umtalsverðri fyrirhöfn sykurvatn úr skeið og deg- inum er bjargað þegar hunangsflug- an tekur flugið! Sagan af Bjarti snýst fyrst og fremst um löngun hans til góðverka sem snýst að lokum gegn honum sjálfum. Það er rosalega erfitt að vera góður! Yndislegasta sagan af manngæsku og félagsþroska Bjarts er þó að mínu mati sagan af fjöru- hreinsuninni sem er sígild. Þetta góða og heiðarlega fólk hefur sannarlega valið sér er f itt hlutskipti. Bjartur stendur f rammi fyrir erfiðu upp- gjöri. Hve miklu þarf að fórna til að geta kallast góður? Bókaútgáfan Auðlesið hefur samband við Nínu og býður henni bókarsamning. Hún á að skrifa bók sem rúmar allt það sem tölfræði- legar athuganir segja að fólk vilji helst heyra. Þar er sann- leikurinn ekki efst á blaði. Hún spyr auðvitað hvort útgefendurnir ætli að skrifa bók í hennar nafni en svarið er að þeir vilji framleiða eftir hana bók! Háðstónninn í söguhöfundi leynir sér ekki. Skáld eru til enda- lausra leiðinda fyrir útgefendur og því minna sem fer fyrir þeim, þeim mun betra. Ekkert heilagt Háðsádeilur eru aldrei sanngjarnar. Persónur í slíkum skáldverkum eru í einni vídd og ekkert sagt þeim til málsbóta til þess að við getum sam- einast í aðhlátrinum. Hið vinsæla „uppistand“ sem margir kannast við er mjög oft samið á þessum skilmál- um. Persónur í háðsádeilum verða oft mishlægilegar. Þeir sem „sleppa best“ eru þeir sem er sama um allt. Sú staða verður sjálfkrafa nokkuð örugg og nálægt þeim sem segir söguna. Skopið beinist að ýmsu sem öðrum er meira eða minna heilagt. n NIÐURSTAÐA: Skemmtileg háðsádeila um löngun mannanna til þess að vera góðir og gáfaðir. Yfirlesari hefur treyst tölvunni fullvel og endirinn er svolítið laus í reipunum en lengst af er þetta vel skrifuð saga. Vonandi hefur af- ganginum af upplaginu ekki verið hent í hafið. Góðar hetjur og venjulegt fólk tsh@frettabladid.is Í dag kemur út bókin Takk fyrir komuna – hótelsögur, sem er sam- starfsverkefni meistaranema í rit- list og hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands. Bókin hefur að geyma texta eftir tíu höfunda sem allir eiga það sameiginlegt að vera innblásnir af Hótel Sögu. „Það var mikil stemning bara frá upphafi, við þekkjumst mjög vel höfundarnir og vorum svo- lítið mikill kjarni. Þannig að það myndaðist mjög góða orka strax í þessum áfanga. Við ákváðum að hafa frekar sterkt þema, það hefur oft verið þema í þessum bókum en við ákváðum að hafa það meira ríkjandi en hefur verið,“ segir Sunneva Kristín Sigurðardóttir, einn höfunda. Hvernig kom til að þið völduð Hótel Sögu sem þema? „Við vorum með fund um þemað og það kom bara mjög mikið steikt og súrt upp úr því. Þetta var einhver svona hálfgerð djók hugmynd en við fundum bara strax að þetta var frekar sterkt þema af því Hótel Saga er dáin í raun og veru. Hótel eru svo ótrúlega kosmísk rými, það er hægt að koma fyrir svo mikilli furðu inni á þeim.“ Hópurinn fékk að fara í vettvangs- ferð í Bændahöllina til að skoða Hótel Sögu. Byggingin stóð þá meira og minna auð en hún var síðar seld til Háskóla Íslands og standa nú yfir umfangsmiklar endurbætur á hús- inu. „Það var svolítið skrýtið því þá var allt bara í niðurníðslu. Þetta var ekki almennilega komið í notkun. Það var frekar mikið millibilsástand á þessu sögulega húsi sem var mjög tákn- rænt. En þetta var líka bara fyndið og við fórum ekki endilega inn í drama- tíkina,“ segir Sunneva. Takk fyrir komuna hefur að geyma bæði sögur og ljóð sem nemendurnir unnu undir leiðsögn Huldars Breið- fjörð og Einars Kára. Allir textarnir eiga það sameiginlegt að Hótel Saga kemur að einhverju leyti fram í þeim. „Það er svolítil furða í þessu og svolítið mikill drungi. Mikið um tímamót líka, í eðli sínu er hótel tímamótastaður. Þar eiga sér stað framhjáhöld, veislur, jarðarfarir og eitthvað þannig,“ segir Sunneva. Í tilefni útgáfu bókarinnar Takk fyrir komuna verður blásið til útgáfuhófs á Hótel Holti í dag klukk- an 17.00. n Hótel er í eðli sínu tímamótastaður Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvað það er auðvelt að villast á ranga braut og ekkert sjálfgefið endi- lega að koma til baka heldur. Bókin Takk fyrir komuna sækir inn- blástur til Hótel Sögu. MYND/AÐSEND 18 Menning 14. október 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 14. október 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.