Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Undanfarin ár hafa ekki verið auðveld hjá Valgerði sem er 38 ára. Að takast á við alvarleg veikindi maka getur tekið mikið á andlegt þrek og algengt er að fólk viti ekki hvert það á að snúa sér til að fá svör við þeim ótal spurningum sem vakna. „Það fór vægast sagt allt á hvolf í lífinu þegar Elias greindist í október 2019 með krabbamein í gallgöngum og lifur,“ segir Val- gerður. „Þetta er frekar sjaldgæft krabbamein og erfitt að eiga við,“ bætir hún við. Kynntust í Belís Elias var frá Belís í Mið-Ameríku og þau Valgerður kynntust þegar hún starfaði sem sjálfboðaliði í dýra- garði þar í landi árið 2017. „Ég var á ferðalagi í Belís, fékk vinnu í dýra- garðinum og hann var að vinna á hóteli þar skammt frá þegar við kynntumst,“ segir Valgerður og neitar því ekki að það hafi verið ást við fyrstu sýn. „Hann flutti til Íslands í janúar 2019 en þá var ég orðin ólétt og við vildum hefja líf okkar sem fjölskylda hér.“ Því miður hafði hann aðeins verið hér í níu mánuði þegar hann greindist. Það var gríðarlegt áfall fyrir okkur og erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Draumur okkar var að byggja upp fjöl- skyldulíf á Íslandi en í staðinn tók við erfið sjúkraganga,“ segir Valgerður og bætir við að Elias hafi fengið mjög góða læknisþjónustu hér á landi og miklu betri en hann hefði fengið í sínu heimalandi. „Elias var sem betur fer kominn með dvalarleyfi og þar af leiðandi sjúkratryggður á Íslandi. Þetta var að gerast í miðjum heimsfaraldri sem gerði hlutina enn flóknari. Covid kom sér þó vel að mörgu leyti því ég fékk að vinna heima og þannig fengum við meiri tíma saman. Á meðan á veikindunum stóð þurfti ég líka að bakka út úr vinnunni þar sem álagið var ein- faldlega of mikið og eitthvað þurfti að gefa eftir, “ segir Valgerður sem starfaði á Lyfjastofnun. „Eftir áfallið að missa Elias hélt ég svo áfram í veikindaleyfi til að átta mig á orðnum hlut og vinna með sjálfa mig. Þetta tók meira á en ég hafði gert mér grein fyrir,“ bætir hún við. Aðstoð fyrir hreina tilviljun „Ég vissi eiginlega ekki hvert ég ætti að snúa mér til að taka við þessu verkefni sem veikindin og missirinn í framhaldinu er. Allar upplýsingar sem við fengum voru fyrir sjúklinginn en nánast ekkert fyrir aðstandendur. Það var síðan fyrir einskæra tilviljun að ég rakst á litla tilkynningu uppi á vegg á Heilbrigðisstofnun Suðurlands um að ráðgjafarþjónusta Krabba- meinsfélagsins yrði með viðtals- tíma á Selfossi og aðstandendur væru hvattir til að mæta, sem ég gerði. Við hjónin fórum fyrst saman og það gerði okkur mjög gott. Ráðgjafinn hjálpaði okkur að skilja betur þær aðstæður sem við vorum komin í. Hann veitti okkur einnig rödd í samskiptum okkar við spítalann. Þessi auka tenging var okkur ótrúlega mikilsverð og reyndist okkur vel. Við vorum heppin að geta nýtt heilbrigðis- þjónustu og sjúkrahús á Selfossi, það sparaði ferðir til Reykjavíkur,“ segir Valgerður sem býr í Flóanum. Stoð og stytta „Ráðgjafi frá Krabbameinsfélag- inu er á Selfossi einu sinni í viku og ég hef farið reglulega frá okkar fyrsta fundi og nýti mér það enn. Þetta er ómetanleg þjónusta og ég er afar þakklát fyrir hana. Ég þekkti lítið sem ekkert til krabbameins og fékk mjög góða útskýringu á sjúkdómnum í gegnum ráðgjafann og hef notið mikils stuðnings. Eftir að Elias lést hefur þessi þjónusta Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is verið bjargvættur minn,“ segir Val- gerður. „Ráðgjafinn er manneskja sem ég kynnist vel og get treyst fyrir öllum mínum áhyggjum og hugrenningum sem ég tala ekki um við aðra,“ segir Valgerður og viður- kennir að lífið hafi breyst mikið eftir makamissinn. „Það fór allt á hvolf,“ segir hún. „Eftir missinn tók við kafli þar sem ég átti í fullu fangi með það eitt að reyna að vera til, að vera til staðar fyrir barnið mitt, komast í gegnum daginn og vita ekkert hvað verður næst,“ and- varpar hún hugsi. „Ég er á betri stað núna en fyrst eftir fráfallið, en ég er ekki komin yfir áfallið. Ég hélt á tímabili að ég væri komin á beinu brautina og taldi mig geta útskrifað sjálfa mig en ráðgjafinn vildi að ég héldi áfram sem reyndist vera rétt því ég klessti á vegg andlega og er að vinna í því núna. Krabbameinsfélagið hefur verið mín stoð og stytta. Með hjálp er hægt að komast áfram, taka nokkur skref hægt fram á við. Þetta er langhlaup,“ segir hún. „Foreldrar mínir hafa sömuleiðis verið mér mikill stuðningur og þau standa með mér eins og klettur. Það eru samt ýmsir hlutir sem koma upp í þessu ferli og leita ég frekar til ráðgjafa með meira íþyngjandi mál, þetta er nógu erfitt fyrir alla í kringum okkur. Ráðgjafinn hefur reynsluna, getur skilið aðstæður og beint mér áfram. Föðurfjölskylda sonarins, Gunn- ars Vito, er erlendis og ég legg mig fram um að halda góðu sambandi við hana. Ég vil að Gunnar viti hvaðan hann kemur og þekki upp- runa föður síns. Við höfum verið í góðu sambandi við ömmu, afa og systkini hans. Það er á planinu að fara einhvern tíma í framtíðinni í heimsókn til Belís,“ segir Val- gerður. Söknuður sem ekki hverfur Valgerður segir að söknuðurinn hverfi aldrei og hún sé að læra að lifa með sorginni og horfir bjartsýn til framtíðar. „Mér finnst dásamlegt að búa hér í sveitinni og get hvergi annars staðar hugsað mér að vera. Ég er alin upp í Reykjavík en var í sveit á sumrin. Sveitalífið á mjög vel við mig.“ Þegar Valgerður er spurð hvort hún gæti mælt með ráðgjafarþjón- ustu Krabbameinsfélagsins við aðra í hennar stöðu, svarar hún: „Já, klárlega. Ég veit ekki hvar ég væri stödd núna ef ekki væri fyrir aðstoðina þaðan. Skilningurinn, aðstoðin og kærleikurinn sem ég finn fyrir frá þeim, allt er þetta ómetanlegt. Að fá þjónustuna á Selfossi, í heimabyggð, er mjög mikils virði og léttir á byrðinni sem veikindum og andláti fylgir. Nærveran við ráðgjafann gefur svo mikið, umhyggjan og skilningur- inn er mun áþreifanlegri þegar þið sitjið saman í herbergi. Möguleik- inn á fjarfundaþjónustu er frábær en tíminn gefur ekki eins mikið. Þess vegna skiptir persónuleg þjónusta fyrir aðstandendur mjög miklu máli. Það tekur virkilega mikið á mann að sjá ástina sína þjást og geta ekkert gert.“ n Ég þekkti lítið sem ekkert til krabba- meins og fékk mjög góða útskýringu á sjúk- dómnum í gegnum ráðgjafann og hef notið mikils stuðnings. Valgerður og sonurinn, Gunnar Vító, eru samrýmd og hún leggur sig alla fram um að vera honum stoð og stytta í föðurmissinum. Sjálf er hún búin að eiga mjög erfiðan tíma í sorg og söknuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 14. október 2022 FÖSTUDAGURBLEIK A SLAUFAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.