Fréttablaðið - 14.10.2022, Blaðsíða 36
Mig langar að byggja
upp hliðarferil sam-
hliða akademíunni,
eitthvað sem snýr að
matargerð þar sem ég
elda fyrir fólk og gef út
matreiðslubækur með
þessum ítölsku vegan-
uppskriftum.
Giorgia Sottotetti
Grænkeraútgáfur af klass-
ískum ítölskum réttum eru
aðaláhugamál og ástríða forn-
leifafræðings frá Norður-Ítal-
íu sem býr og starfar í Reykja-
vík. Með fram doktors námi í
fræðigreininni er matreiðslu-
bók fyrir íslenska grænkera á
dagskránni.
ninarichter@frettabladid.is
Ít alsk i for nleifaf ræðing ur inn
Giorgia Sottotetti f luttist til Íslands
árið 2019 til að leggja stund á
meistaranám við Háskóla Íslands. Í
dag er hún í sambúð með íslenskum
manni og hefur nýlokið náminu,
sem gefur henni tíma til að sinna
sínu eftirlætis hugðarefni, ítalskri
vegan-matargerð.
Giorgia starfar í dag við fram-
reiðslu hjá Coocoo’s Nest við
Grandagarð. Starf á veitingahúsi
ætti ekki að koma neinum á óvart
þar sem hún hefur ástríðufullan
áhuga á öllu sem tengist mat, og sér
í lagi grænkeramat.
Vildi engan barnamatseðil
Heimabær Giorgiu er Lodi á Ítalíu,
tæpra fimmtíu þúsund manna smá-
bær skammt frá Mílanó. Giorgia
er fædd árið 1996 og er einkabarn
mikils mataráhugafólks. Hún segir
áhugann á matargerð og vönduðu
hráefni hafa kviknað strax í æsku.
„Ég hef alltaf átt ástríðufullt sam-
band við mat,“ segir Giorgia. „For-
eldrar mínir eru bæði flinkir kokkar
og ég varð snemma mjög forvitin
um eldhússtörfin. Ég fór að hjálpa
til strax um sex ára aldur. Þá fékk ég
bara stól til að standa á og var sett í
að skera, blanda og fleira slíkt. For-
eldrar mínir kenndu mér að meta
góðan mat og ég varð snemma mjög
hrifin af mat sem flestum börnum
þykir vondur,“ segir hún og hlær.
„Ég borðaði gráðaost og f leira því
um líkt. Ég fékk aldrei barnamat-
seðil þegar ég fór út að borða með
foreldrum mínum heldur pantaði
ég bara af sama matseðli og þau,“
útskýrir Giorgia.
Missti áhugann á kjöti
Vegan-lífsstíll er eitthvað sem
Giorgia hefur þróað með sér síð-
ustu sjö árin, og hún segist hafa
tekið skrefið til fullnustu og orðið
vegan fyrir tveimur árum eftir að
hafa verið grænmetisæta í nokkur
ár. „Ég er alin upp við hefðbundið
mataræði. Þegar ég varð eldri fór
ég að velta fyrir mér hvernig kjöt
væri framleitt og í framhaldinu
fannst mér erfitt að borða kjöt. Mér
fannst bragðið gott en ég missti
samt áhugann á því,“ segir hún.
„Ég varð alveg vegan fyrir tveimur
árum síðan þegar ég fór að rannsaka
málið aðeins betur. Þetta er ekki
eingöngu spurning um mataræði
heldur er þetta líka siðrænna og
gott fyrir umhverfið þar að auki,“
segir hún.
Ítalski sæl-
kerinn Giorgia
Sottotetti út-
skrifaðist með
meistaragráðu
frá Háskóla Ís-
lands í septem-
ber.
FRÉTTABLAÐIÐ/
NÍNA RICHTER
Kartöflusúpa Giorgiu með íslenskum sjávartrufflum og veganæsað gnocci með hnetuostasósu.Torta salata frá Giorgiu með tófú og íslensku grænkáli.
Grænkeravæðir
ítalska eldhúsið
á Íslandi
Einfaldleiki og löngun lykillinn
Giorgia hefur sérlega gaman af því
að elda ítalska hefðbundna rétti og
útfæra þá án dýraafurða. Hún legg-
ur áherslu á að það mikilvægasta í
hverjum rétti sé hugarfarið, og segir
að hinn fullkomni réttur sé eitthvað
sem kokkinn langar í og honum
finnst gaman að elda. „Ég er síðan
svolítið vandlát af því að ég kem frá
Ítalíu og vil hafa gæði í hráefninu,“
segir hún kímin. „Ég aðhyllist ein-
faldleika í eldhúsinu. Ég ferðast
aftur í tímann og heimsæki góðar
æskuminningar í gegnum ítalska
matargerð. Ég elda mikið og meira
að segja þegar ég bjó ein og var ein-
hleyp var ég gjörn á að elda fínan
mat bara fyrir sjálfa mig. En mér
finnst alltaf skemmtilegra að elda
fyrir aðra, hvort sem það er maki,
fjölskylda eða vinir,“ segir Giorgia.
Elskar pasta og ólífuolíu
Hún segist njóta þess sérlega að
sjá fólk borða mat sem hún hefur
eldað og sjá það gleðjast. „Alveg
sérstaklega ef það er eitthvað sem
er hefðbundið ítalskt en í vegan-
búningi,“ segir hún. „Að geta gert
það rosalega gott og aðeins ögra
hugmyndum fólks um nýtt bragð
og annað slíkt.“
Aðspurð um eftirlætisrétt segist
Giorgia hafa mikið skap og maginn
stýrist gjarnan af því. „Það veltur
því mikið á skapinu sem ég er í
hverju sinni. Ég elska pasta. Ég er
hrifin af máltíðum sem eru í góðu
jafnvægi, með korni og ólífuolíu,
en ég nota mikið af henni. Ég þarf
líka að fara varlega varðandi nær-
inguna og vanda valið og gæta þess
að fá alla næringu og vítamín sem
ég þarf úr fæðunni.“
Matreiðslubók á leiðinni
Líkt og samlandar hennar leggur
Giorgia áherslu á árstíðabundna
matargerð, varðandi hráefni og
aðferðir. „Ég borða heitar súpur á
veturna og er meira í hráu fæði og
salötum á sumrin, einhverju sem
hægt er að borða kalt eða við her-
bergishita,“ segir hún.
Giorgiu dreymir um að deila mat-
arástinni með Íslendingum og flytja
grænkeraboðskapinn um leið, setja
saman vegan-matreiðslubók með
hefðbundnum ítölskum réttum í
frumlegum grænkerabúningi, og
gefa hana út á Íslandi. „Ég elska líka
að para góð vín með mat. Mig langar
að byggja upp hliðarferil samhliða
akademíunni, eitthvað sem snýr að
matargerð þar sem ég elda fyrir fólk
og gef út matreiðslubækur með þess-
um ítölsku vegan-uppskriftum.“ n
ragnarjon@frettabladid.is
Ný tónlistarverslun á vegum Öldu
Music hefur verið opnuð við Eyjar-
slóð 7 á Granda. Verslunarstjóri er
Kristján Kristjánsson eða Kiddi
rokk sem hefur áratuga reynslu af
rekstri plötuverslana og hefur starf-
að í búðum á borð við Smekkleysu,
Japis og Virgin Megastore. Boðið
verður upp á vínylplötur, geisla-
diska og hljómsveitaboli ásamt
öðrum tónlistartengdum varningi.
„Það eru allir gömlu kúnnarnir
búnir að vera að kíkja í heimsókn
og maður er að hitta fólk aftur,“
segir Kiddi en hann snýr nú aftur
í hlutverk sitt sem plötusali eftir
nokkurra ára hlé. „Svo er tölu-
vert af nýju fólki sem er að kaupa
vínylinn,“ segir Kiddi sem telur að
félagslegi þátturinn í plötuversl-
unum sé mikilvægur. „Plötubúðir
almennt eru hálfgerðar félags-
miðstöðvar, þar sem fólk kemur
inn og gramsar og spjallar og fær
ákveðna upplifun úr því að skoða
plötur, hlusta á þær og spjalla um
tónlistina,“ segir hann.
„Grandinn er líka svo skemmti-
legt svæði. Bjart og gott útsýni og
góður andi og þess vegna tókum
við þá stefnu að búa til hlýlega og
þægilega búð með góðu andrúms-
lofti.“ Kristján hefur selt Íslend-
ingum tónlist í meira en þrjátíu ár
og hann telur að tími plötubúðar-
innar sé síður en svo liðinn.
„Við höfum fulla trú á því að það
sé markaður fyrir þetta þar sem
nú er að koma upp kynslóð sem er
að alast upp við að kaupa vínyl og
hlusta á hann. En það er fólk sem
hefur alist upp í þessum stafræna
heimi og kynnist svo hinu og líkar
vel,“ segir hann en úrvalið verður
ekki af verri endanum.
„Við verðum alveg örugglega
með eitt besta úrval af vínyl-
plötum á landinu,“ segir Kiddi en
Alda Music er með réttindi á yfir
áttatíu prósentum af íslenskri tón-
list. „Einnig er Alda með umboð
á erlendum plötum frá Universal
sem þýðir mikið og gott úrval af
efni. Svo munum við taka inn eitt-
hvert magn frá öðrum.“ n
Tónlistaraldan rís á Grandanum
Kiddi rokk verður með eitt besta úrval landsins af vínyl í boði í tónlistarversl-
unar Öldu Music. MYND/TOMASZ URBAN
20 Lífið 14. október 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 14. október 2022 FÖSTUDAGUR