Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 6
Talið er að hver dróni kosti um tuttugu þúsund dali eða um tæplega 2,9 milljónir íslenskra króna. birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Kvenheilsa Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins býður nú upp á hóptíma fyrir konur á breytingaskeiði. Í dag er alþjóða- dagur breytingaskeiðsins. Steinunn Zophoníasdóttir ljós- móðir og Sólrún Ólína Sigurðar- dóttir hjúkrunarfræðingur fara fyrir hóptímunum þar sem fræðslan felst í því að upplýsa konur um þær breytingar sem eiga sér stað í líkama þeirra á breytingaskeiði, einkenni og bjargráð. „Markmiðið er að efla skilning, valdefla konur og stuðla að bættri heilsu og líðan kvenna á breytinga- skeiði,“ segir Steinunn. Einnig er boðið upp á paratíma þar sem makar eru hvattir til að mæta með konum sínum. Stein- unn segir karla sem vita meira um breytingaskeiðið líklegri til að nálg- ast það með virðingu og jákvæðni. Rannsóknir sýni að karlar vilji gjarnan styðja konur sínar á breyt- ingaskeiði en hafi ekki nóga þekk- ingu og viti ekki hvernig þeir eigi að bera sig að. „Við vonum að karlar og aðrir makar taki þátt þegar þetta spyrst betur út. Breytingaskeið getur reynt á sambönd og það er mikilvægt að standa saman á þessum tíma og efla tengslin,“ segir Sólrún. Þá segir Steinunn almenning hingað til ekki vel upplýstan um breytingaskeiðið, síðustu eitt til tvö ár hafi þó orðið mikil vitundar- vakning. „Skömm og tabú hefur fylgt því og umræðan ekki verið tekin nægilega langt,“ segir Stein- unn. „Núna er þó mikið um þetta rætt og frætt á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum og konur opnari fyrir að taka umræðuna,“ bætir Steinunn við. n Karlar vilji styðja konur á breytingaskeiði en skorti þekkingu Steinunn Zoph­ oníasdóttir ljósmóðir og Sólrún Ólína Sigurðardóttir hjúkrunarfræð­ ingur, fara fyrir hóptímunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI odduraevar@frettabladid.is ÚKRAÍNA Bretar og Frakkar segja Írani hafa brotið gegn kjarnorku- samningi sínum við Vesturlönd frá 2015 með sölu á sjálfsmorðsdrónum til Rússa. Drónarnir hafa valdið miklu tjóni og mannskaða í úkra- ínskum borgum undanfarna daga. Úkraínsk stjórnvöld skoruðu í gær á ESB að beita refsiaðgerðum gegn írönskum stjórnvöldum fyrir að útvega Rússum vopnin. Sjálfir þvertaka Íranir fyrir söluna en sér- fræðingar á vegum Úkraínumanna segja augljóst að um sé að ræða íranska tækni. Drónunum var meðal annars flogið inn í íbúðarhús í Kænugarði Íranir brjóti gegn samningum í fyrrinótt. Áður höfðu rússnesk stjórnvöld sagt að ekki yrðu frekari árásir gerðar á úkraínskar borgir eftir eldflaugaárásir í síðustu viku. n Sjálfvirkur kafbátur danska tækniháskólans mun mæla stöðu lífríkisins undir sjókví- um. Verkefnastjóri hjá Matís segir rannsóknina gerða til að auðvelda stýringu á eldis- svæðum. kristinnhaukur@frettabladid.is VÍSINDI Matís hefur brátt viðamikla rannsókn á ástandi sjávarbotnsins undir fiskeldisstöðvum. Er þetta gert með hátæknibúnaði og erfða- fræðilegum aðferðum til þess að sjá hversu mikil áhrif lífrænn úrgangur hefur á lífríkið undir kvíunum. „Við höfum mikinn áhuga á umhverfismálum fiskeldis og erfða- fræðilegum aðferðum til að leysa þau,“ segir doktor Davíð Gíslason, verkefnastjóri hjá fyrirtækinu. Í hverri kví eru yfir 100 þúsund eldisfiskar og á hverri stöð eru oft um tíu kvíar. Þetta þýðir að yfir milljón fiskar eru á hverri eldisstöð en til samanburðar er heildarfjöldi villta íslenska laxins á bilinu 50 til 60 þúsund fiskar. Eldisstöðvar eru því mjög ónáttúrulegt fyrirbæri og skapa mikið magn lífræns úrgangs. Af þeim sökum þarf að hvíla eldis- svæði á milli eldislota til þess að þau nái að komast aftur í sem eðlilegast ástand, ekki ósvipað því þegar bóndi tekur fjóshauginn og ber á túnin. Davíð segir að verkefnið miði að því að geta á nákvæman hátt stjórnað hvíldartíma. Mikil vinna sé fólgin í að safna sýnum og greina dýrategundir til að leggja mat á líf- fræðilega fjölbreytni. Slík vinna hafi því eðlilega verið bæði tíma- og mannaflafrek. „Við ætlum að ein- falda ferlið með erfðatækni,“ segir hann. Matís fékk styrk úr Tækniþró- unarsjóði til rannsóknarinnar og er í samstarfi við íslenska fyrirtækið RORUM og danska tækniháskólann, DTU Aqua. RORUM er rannsókna- og ráð- PCR-próf á ormum á sjávarbotni Vélmennið sem mun safna sýnum undir sjókvíunum. MYND/MCLANELABS gjafarfyrirtæki og hefur mikla reynslu af rannsóknum á lífríki íslenskra fjarða, ekki síst með til- liti til fiskeldis. Davíð segir RORUM eiga gríðarmikla gagnaseríu um lífríki botns við sjókvíar og því sé samstarf fyrirtækjanna mikilvægt því að RORUM hafi mikla þekkingu á því hvernig lífríkið breytist við aukið lífrænt álag, hvaða tegundum fækkar og hverjum fjölgar. Þetta eru einkum tegundir svokallaðra burstaorma, en það eru ormar sem lifa í miklum fjölda á botninum og bregðast við breyttum umhverfis- aðstæðum. „Þegar þetta líffræðilega álag fer að hafa áhrif á botninn breytist samsetning lífveranna, bæði hvað varðar tegundir sem þar lifa ásamt fjölda einstaklinga í hverri tegund. Þessar breytingar viljum við nema hratt og örugglega“ segir Davíð. Í ár verður fyrst unnið að því að byggja upp gagnagrunn með þeim dýrategundum sem lifa á botni nærri sjókvíum og þróa erfða- tæknina. Á næsta ári verður not- aður sjálfvirkur hátæknibúnaður, hálfgert vélmenni, sem er í eigu DTU til að hefja mælingar undir kvíum. Vélmennið síar sjóinn og einangrar erfðaefnið til þess að gera mæling- arnar. „Vélmennið getur gert PCR-próf í sjónum, svipað og prófin sem eru notuð til þess að greina Covid,“ segir Davíð. Verður einkum horft til f imm tegunda burstaorma í rannsókninni. Það sé nægilegur fjöldi til að segja til um ástand sjáv- arbotnsins í heild enda byggir val ormanna á áratugalöngum rann- sóknum og vöktunum RORUM vegna fiskeldis. Eins og áður segir er stefnt að því að rannsóknin taki þrjú ár. Davíð segir að þegar niðurstöðurnar liggi fyrir nýtist þær sem tæki fyrir stjórnvöld til að vakta áhrif fiskeldis og ekki síst fyrir fyrirtækin sem bera ábyrgð á því að stýra fram- leiðslunni. n kristinnpall@frettabladid.is FRAKKLAND Franska lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur einstaklingum í kjölfarið á því að lík tólf ára stúlku, Lolu Daviet, fannst í ferðatösku fyrir utan heimili henn- ar í Parísarborg fyrir helgi. Á upptökum úr eftirlitsmyndavél- um sést manneskja fylgja stúlkunni inn í íbúðarhúsið sem hún bjó í og stuttu síðar sást önnur manneskja koma með ferðatöskuna í húsnæðið. Franska lögreglan segir að líklega eigi einstaklingarnir við geðræn vandamál að stríða. n Tveir í haldi vegna morðsins á Lolu kristinnpall@frettabladid.is SUÐUR-KÓREA Staðfest var í gær að meðlimir suður-kóreska popp- bandsins BTS fái ekki undanþágu frá herskyldu. Þeir þurfa því að taka sér tveggja ára hlé frá tónlist- inni í lok árs þegar elsti meðlimur bandsins, Jin, verður þrítugur. Vonir standa til að þeir geti snúið sér aftur að tónlistinni árið 2025. Um árabil hefur verið deilt um hvort BTS fengi undanþágu líkt og margt af fremsta íþróttafólki Suður- Kóreu en því var synjað. n Poppprinsarnir skikkaðir í herinn BTS er ein vinsælasta hljómsveit heims. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 6 Fréttir 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.