Fréttablaðið - 18.10.2022, Síða 8
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Að taka
upplýs-
ingum sem
yfir okkur
flæða sem
gefnum er
ekki aðeins
heimsku-
legt –
heldur
beinlínis
hættulegt.
Áætlað er
að rúm-
lega tólf
prósent
íslenskra
barna eigi
á hættu að
búa við
fátækt.
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
Halldóra
Mogensen
formaður þing-
flokks Pírata
Við vitum öll hvaða áhrif fátækt hefur á fólk. Líf
fátækra einkennist af miklu álagi, vanlíðan og niður-
lægingu, sem grefur undan andlegri og líkamlegri
heilsu. Fátækt getur einnig haft langvarandi áhrif á
börn, því þroski fyrstu áranna leggur grunninn að
heilsu þeirra til framtíðar. Þess vegna er mikilvægt að
tryggja börnum bestu mögulegu byrjunina í lífinu.
Við vitum að þúsundir barna á Íslandi lifa við
fátækt. Áætlað er að rúmlega tólf prósent íslenskra
barna eigi á hættu að búa við fátækt. Einu af hverjum
tíu börnum í okkar velmegunarsamfélagi er neitað um
lífsskilyrði og tækifæri sem öðrum börnum bjóðast,
bara vegna fjárhagsstöðu foreldranna.
Stærsta orsök fátæktar er að fólk á ekki nægilega
mikla peninga. Besta leiðin til að leysa þetta vanda-
mál er einfaldlega að tryggja að fátækt fólk eigi meiri
peninga. Þetta vitum við. En samt finna stjórnvöld
endalausar réttlætingar fyrir því að viðhalda fátækt
fólks.
Algengasta réttlætingin er að það sé svo dýrt að
afnema skerðingar, hækka bætur og tryggja að fólk
eigi í sig og á – en það sem fylgir sjaldnast umræðunni
er kostnaðurinn sem fylgir því að gera það ekki. Það er
nefnilega afar kostnaðarsamt fyrir samfélagið að leyfa
fátækt að viðgangast.
Nú hef ég fengið skýrslubeiðni samþykkta á Alþingi
þar sem samfélagslegur kostnaður fátæktar verður
kannaður til hlítar. Skýrslubeiðnin verður vonandi
til þess að við hættum að tala um aukið fjármagn til
velferðarmála sem útgjöld. Að uppræta fátækt er fjár-
festing í fólki og samfélaginu sem skilar sér margfalt
til baka.
Við þurfum að tryggja efnahagslegt öryggi fólks
með auknum beinum framlögum og með því að
draga úr skerðingum og skilyrðum í bótakerfinu. Svo
þurfum við að hætta að tala um bætur. Þetta er arður,
sjálfsagður hluti okkar í sameiginlegri velmegun sam-
félagsins. n
Við höfum ekki
efni á fátækt
odduraevar@frettabladid.is
Ný Ekki-Menntamálastofnun
Ásmundur Einar Daðason,
mennta- og barnamálaráðherra,
kynnti í gær að Menntamála-
stofnun yrði lögð niður. Hennar
í stað verður sett á fót önnur
stofnun, sem ekki hefur fengið
nafn. Sú stofnun á að tryggja
gæði menntunar og aðgengi
allra nemenda, foreldra og
starfsfólks skóla að samþættri,
heildstæðri skólaþjónustu á
leik-, grunn- og framhalds-
skólastigi, að sögn Ásmundar.
Öllu starfsfólki er sagt upp enda
er hlutverki stofnunarinnar
gjörbreytt að ráðherrans sögn.
Gárungum hefur þegar dottið í
hug nýtt nafn fyrir stofnunina.
Ekki-Menntamálastofnun. Eða
hvað?
Sinna starfinu
Hrós fá starfsmenn Mennta-
málastofnunar sem svara
fyrirspurnum fjölmiðla um
leshraðakannanir þrátt fyrir að
þeim hafi verið tilkynnt hálf-
tíma áður að þeim verði brátt
sagt upp störfum vegna nýrrar
stofnunar sem senn verður
stofnuð. Blaðið greindi í gær frá
grátandi foreldrum og börnum
með kvíðahnút í maganum
vegna leshraðaprófa. Bráðum
atvinnulaust starfsfólk svaraði
fyrirspurn um hæl. Það er víst
ekki algilt að starfsfólk stofnana
hafi yfir höfuð fyrir því að svara
fyrirspurnum fjölmiðla sem
varða hagsmuni almennings. n
KAUPUM BLEIKU SLAUFUNA
Sýnum lit
á bleikaslaufan.is og á sölustöðum
um allt land 1. – 20. október
LíFIÐ E að LIFA
DAUÐANN AF OG
LÍKA VERKFÖLLIN
Um leið og aðgengi að upplýsingum
hefur aldrei verið betra er upp-
lýsingaóreiða ein stærsta ógnin sem
að okkur steðjar. Þeir sem hafa fjár-
magn til að verja slæman málstað
og eiga hagsmuna að gæta, hika ekki við að setja
hættulegar maskínur af stað.
Í huga margra er hugtakið falsfréttir flokkað í
sama hólf og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
Donald Trump, og samfélagsmiðlar – en það er
engin nýlunda að mikilvægum upplýsingum sé
haldið frá almenningi – og reynt sé að rugla þá
í ríminu svo stórfyrirtæki geti haldið áfram að
maka krókinn.
Í dag er það almenn vitneskja að tóbaksfram-
leiðendur vissu vel um skaðsemi reykinga, þær
staðreyndir voru aftur á móti slæmar fyrir við-
skiptin og því ekki aðeins haldið frá almenningi
heldur hann markvisst afvegaleiddur. Það sama
má jafnvel segja um áfengis- og sykurframleið-
endur í dag og ekki síður þá sem framleiða gervi-
sætu en sífellt fleiri gögn um skaðsemi þessara
efna eru að koma fram, sem og vísbendingar um
þöggun.
Enn alvarlegri fyrir okkur öll, og það sem snýr
ekki aðeins að einstaklingnum, heldur heild-
inni, er umræðan um loftslagsvána sem vísinda-
menn hafa lengi varað við.
Á dögunum kom út bókin Petroleum Papers,
þar sem Geoff Dembicki birtir hundruð trúnað-
arskjala því til sönnunar að olíufyrirtæki hafi
logið að almenningi áratugum saman og þannig
komið í veg fyrir að tekið væri almennilega á
vandanum þá þegar.
Í bókinni er greint frá því hvernig amerísk
olíufyrirtæki virtu að vettugi viðvaranir um
loftslagsvandann allt frá árinu 1959. Fyrirtæki
á við Shell, Exxon og Koch stóðu að herferðum
sem höfðu það markmið að dreifa fölskum upp-
lýsingum, og sá efasemdum um þær alvarlegu
upplýsingar sem fyrir lágu.
Þessi sömu fyrirtæki lögðu gríðarlegt land-
svæði í Alberta-fylki í Kanada undir olíusand-
vinnslu. Svæði sem í dag býr yfir þriðja stærsta
olíuforða heims og gaf olíuráð Bandaríkjanna út
skýrslu fyrir tíu árum þar sem ýmsar áhyggjur
af olíuvinnslu á jarðbikssvæðum eru viðraðar.
Gríðarleg vatnsnotkun er nauðsynleg vinnsl-
unni og röskun á dýralífi og jarðvegseyðing
er áhyggjuefni auk þess sem frárennslisefni
blandast við vatnskerfi svæðisins.
Gagnrýn hugsun hins almenna neytanda
hefur aldrei verið mikilvægari.
Að taka upplýsingum sem yfir okkur flæða
sem gefnum er ekki aðeins heimskulegt – heldur
beinlínis hættulegt. n
Gagnrýn hugsun
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 18. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR