Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.10.2022, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 2022 - 2025 Kristbjargar Þórisdóttur n Bakþankar Fyrir nokkrum árum sat ég áhugaverða fræðslu um tölvu- fíkn unglinga og ungmenna. Sálfræðingurinn sem hélt fræðsluna sagði að sú veröld sem börnin okkar lifa og hrærast í á netinu væri eins og villta vestrið og því þyrftum við að undirbúa börnin vel áður en þau færu inn í þessa veröld. Ég óttast að villta vestur nútímans sé orðið enn villtara og ógeðfelldara. Undanfarið hafa birst fréttir af of beldi ungmenna sem beinst hafa gegn hinsegin ung- mennum og að saklausu fólki í mið bænum. Einu sinni las ég í uppeldisbók að þegar við sem foreldrar erum að ala upp börn okkar sé mikilvægt að leiða hugann að því hvernig mann- eskju við viljum sjá eftir 10–15 ár og byrja strax að vinna út frá því leiðarljósi. Við þurfum frá fyrsta degi að kenna börnum okkar þá hegðun sem við viljum sjá hjá þeim til framtíðar. Ef við viljum að börnin okkar séu þakklát eða góð við aðra þurfum við að kenna þeim það strax. Við þurfum líka að taka mjög ákveð- ið á hegðunarslysum þegar þau sýna óæskilega hegðun. Ekki síst þurfum við öll að líta í eigin barm og leiða hugann að því hvernig fyrirmyndir við erum fyrir unga fólkið í kringum okkur. Erum við að hampa góð- mennsku og góðum dyggðum eða veitum við því neikvæða mikla athygli? Tökum við þátt í eineltismenningu eða virðum sjálf ekki reglur samfélagsins? Erum við tilbúin að samþykkja allt fólk eins og það er? Verum breytingin sem við viljum sjá í börnunum okkar og kennum þeim að lifa sem góðar mann- eskjur í villta vestrinu. n Villta vestrið 30-70% AFSLÁTTUR AF ÖLLU Í OUTLET! 40% AFSLÁTTUR AF SÆNGURVERUM Í OUTLET *Afsláttur á ekki við um vörur í umboðssölu Áb. Sigurður Gunnlaugsson löggiltur fasteignasali 520 9595 Við styrkjum Bleiku slaufuna Stoltur styrktaraðili Bleiku Slaufunnar í 16 ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.