Heimar - 01.02.1935, Síða 2
H E I M A R
því að félagar hans voru langt í burtu. Eu hvernig
það gekk að komast upp veit hann ekki, enda
skilur það enginn og ekki vissi hann af sér frá því
að hann var þarna eirihversstaðar á sillu í berginu,
fyr en hann lág uppi á eynni um 30 faðma frá
brún, lamaður og ósjálfbjarga.
Hannes hafði eftir því, sem síðar reyndist
hrapað nálega Ið faðma niður frá fjalsbrúninni. . .
Ég hefi ekki getað stillt mig um að geta þessa
atburðar úr lífi Hannesar, vegna þess, að svo er
álitið hér að hann hafi komist úr þessum háska á
alveg óskiljanlegan hátt. Sjálfur skilur hann ekk-
ert í því né heldur þeir, sem þetta hafa athugað.
Ber öllum saman um það, að jafnvel flmustu
fjallamönnum ólömuðum mundi þarna aigerlega
ökleift upp að komast“.
Við þessa lýsingu (ö. 0.) ætla ég að bæta ör-
fáum orðum.
Hannes sagði mér eitt sinn sjálfur að hann
hefði raknað fyrst úr öngviti sínu þarna sem hann
hékk á öðrum fætinuin um 80 föðmum fyrir neð-
an bergsbrunina og með grængolandi sjávardjúpið
sjálfsagt helmingi lengra fyrir neðan sig — við
það að fuglar börðu vængjunum í andiit hans. Það
er óhætt að fullyrða að fáir unglingar hafa á jafn
geigvæniegan hátt staðið augliti til auglitis við
dauðann. Enda er efalaust að Hannes hefur þá
fengið það taugaáfall, sem hann hefir borið menj-
ar upp frá því og fram á þenna dag, að hendur
hans titra svo að hann getur ekki t. d. haldið á
pennaskafti án þess að það hristist.
Greindur maður og athugull, Magnús Guð-
mundsson útgerðarmaður og bóndi í Vesturhusum,
hefur komið á silluna, sem Hannes komst upp á
og lýsti þessu þannig fyrir mér. Hann kvaðst
eins og margir aðrir ha’'a vófengt það, sem menn
sögðu, að ökleift væri upp á eyna, þarna sem
Hannes hrapaði. Hafði heldur h6nt gaman að
þessu, að um neitt, „undarlegt" væri að ræða. En
eitfc sinn fyrir mörgum árum fór hann að tilvísun
manns, S9m þekti staðinn (netið hékk á snösinni
fram eftir haustinu og bar órækt vitni um hvar
slysið varð) og sem kunni illa véfengingum hans og
annara um þetta, niður á silluna til þess að at-
huga staðháttu. Sillan (eða bekkurinn) gengur frá
Dulspekismenn.
We are the music — makers
And we are the dreamers of dreams
Wandering by lone sea — breakers
And sitting by desolate streams;
World — losers and world — forsakers,
On whom the pale moon gleams;
Yet we are the movers and shakers
Of the world for ever, it seems.
(Þ ý ð i n g)
Einir vid afskekta strauma,
einmana á sæbardri strönd,
vid erum dreymendur drauma
og drottnar um söngvalönd.
Heim flýdum og heiminn mistum
— hvítfölva máninn sló —
vid erum, sem hrærum og hristum
heiminn um eilífd þó.
norðri til suðurs og er næstum lárétt. Fyrir ofan
er þverhnift bergið og eru á að giska 15 faðmar
upp á brún. Fer sillan mjókkandi er suður dreg-
ur og endar í þröngum krók eða horni, og slútir
bergið frekar fram yflr silluna en hitt. Eru fyrir
manna sjónum allar 'uppgöngur af sillunni algerlega
óhugsandi og ómögulegar á venjulegan hátt, enda
þótt fimasti fjallgöngumaður ætti í hlut, hvað þá
lamaður 13 vetra drengur. Getur Magnús manna
bezt um þetta borið því að hann var sjálfur fræk-
inn fjallamaður á fyrri árum.
Hannes sagði mér svo frá að hann hefði
reynt að mjaka sér suður silluna með því að-