Heimar - 01.02.1935, Síða 8
H E I M A R
framhjá vegvísum. Á miðjum sandi eru tvær smá
ár eða kvíslar með mjög stuttu millibili, og falla
þær saman spölkorn fyrir sunnan veginn, þær fi jósa
mjög sjaldan því að í þeim er „kaldavermsl8. Þeir
félagar koma nú að þessu kvislum og komast. taf-
arlítið yfir þá vestri, en er þeir koma að þeirri
eystri, „Blautukvísl”, þá er hún kæfð af snjó og
frosin nokkuð. Þeir reyndu ísinn og fundu að hann
var ótraustur, en héldu þó að fært mundí yfir. Þeir
höfðu meðferðis tvo hesta og fisk á þeim. Lögðu
þeir svo útá kvíslina, en er miust varbi fór annar
hesturinn ofaní, þó tókst þeim að ná honum upp,
en á meðan mistu þeir hinn hestinn út í bylinn og
vissu ógjörla hvað um hann varð. Þeir fóru nú
að reyna að finna hatm, en við það týndu þeir
hvor öðrum og hittust ekki aftur. Peir hröktust
ákaflega við að ná hestinum upp úr kvíslinni og
frusu því föt þeirra brátt.
Á laugardag um kl. 2 koin Jón að Mýium í
Álftaveri, nær dauða en lífi og tæpast með fullri rænu,
gengmn inn í bein á öðrum fætí, kalinn á fótum,
höndum og andliti. enda var hann þá buinn að
berjast uti í grimdar norðan gaddi í 30 kl.st.,
allslaus á berangri þar sem ekkert skjól var að
finna. Að hann skyldi lífi halda allan þann tíma,
virðist óskiljanlegt, en ferðasaga sú er hér fer á
undan er eins og hann sagði mér hana.
Þegar Jón kom til bæja var veður farið að
lægja svo að sást ofaná bæi, en ver mun hafa
sést á mann upp úr byikófinu, samt var þegar
safnað nokkrum mönnum til þess að gera leit að
Porsteini og hestunum, og fundu þeir hestana á
tungunni á rnillí áðurnefndra kvísla, en hvorki
fundu þeir Þorstein eða flutning þann sem á hest-
unuin hafði verið.
Árla sunnudagsmorgun, var enn hafin leit. Ég
var þá með leitarmönnunum, þá var komið þið-
viðri og gott veður og er við komum að Blautu-
kvisl var hún ófær á veginum, vatnið svall yfir
ísinn, sem hún var nú byrjuð að bijóta af sér.
Við fórum því langt upp með henni til að komast
yfir, en er við komum á vestri bakkann og ég
horfði niður með kvíslinni sá ég nákvæmilega
sama landslag og mér birtist í draumnum. Við
héldum svo niður með kvíslinni þar til ég var
kominn á möts við þar sem mér í drauminum
þótti selurinn liggja, þá vorum við nú staddir á
margra metra háum geysilóngum snjóskafli. Ég
rendi mér á stöng niður skaflimi, niður að vatni
og bað samleitarmenn mína að renna til min
skóflu. Ég byrjaði aö moka í skaflinn niður með
vatni, og er ég tók á skófluna í þriðja sinn sá ég
á skóflunni þveng, en bann var fastur í skó á fæti
Éorsteins sáluga. Éar lá hann á beium sandi und-
ir hinni gríða stóru fönn, er vel hefði getað hulið
þúsundir manna.
Ég er ekki í neinum vafa um að það var
eingöngu draumnum að þakka að ég var svona
einkennilega fundvís, enda hefir seladráp í draumi
ætið verið mér fyrir vofeiflegum mannadauða.
Jón lagðist af kalsárum, og dó af drepi eftir
8 eða 10 daga og votu þeir félagar báðir lagðir í
sömu gröf. Jön þessi var afi Oskars prófasts Por-
lákssonar á Siðu og faðir frú Sigríðar á Hofi hér.
Margir menn lifa. enn er uppi votu í Álftaveri
er atbntður þessi gerðist.
Tilvísun í draumi.
Eftir Jón Sverrisson.
Bærinn „Sandar" í Meðallandi i Vestur-
Skaftafellssýslu stendur eins og kunnugt er á
hólma í miðju Kúðafljóti, en það er eitt með
allra stærstu vatnsföllum hér sunnanlands.
Hólmi sá er bærinn stendur á er nefndur bæj-
arhólmi, og stendur bærinn austan á honum
og því örskamt að vátninu, sem rennur oftast
alveg við túnið.
Eins og að líkindum lætur verður það oft-
ast hlutskifti þeirra er á Söndum búa, að leið—
beina ferðamönnum yfir Kúðafljót, ýmist á hest-
um, ferju eða ís, eftir því sem á stendur, og
hafa af því vinnutöf og hrakninga, oftast án
endurgjalds. — Þegar sá atburður gerðist er
í
i