Heimar - 01.02.1935, Page 10

Heimar - 01.02.1935, Page 10
H E I M A R alveg eins og ég hafði séð það í draumnum eftir bendingu Eggerts sáluga. Síðan þetta gerðist eru nú liðin mörg ár, en Eggert hefir mig ekki dreymt siðan. lír oðrum heimi. Stainton Moses hét enskur prestur — og mið- ill. Hann ritaði ósjálfiátt bókina „Spirit Teach- ings“, sem er alþekt rit og enn í dag talin bezta bók um fræðslu að handan í andlegum efnum, sem á þann hátt hefir verið rituð. Ég set hór stutt sýnishorn. Líklegast vel ég það vegna þess að það lýtur að því starfi, sem ég hefi með höndum. Þið eruð blindir og fáfróðir hvernig þið farið með þá, sem hafa brotið gegn lögum ykkar . . . . í stað þess að halda þeim burtu frá slæmum áhrifum...........látið þið þá í félagsskap manna af sama tæi og þeir eru sjálfir, þar sem jafn vel loftið sjáltt sem þeir draga andann i er fullt af spillingu.........hvilík vítaverð skammsýni og hugsunarleysi. Yið getum ekki komist inn í fanga- stíur þær, sem glæpameun ykkar eru settir í. Hir.ir góðu englar gráta af að hitta fyrir og móti sér jafn mikla mannlega vonzku og andlega ill- mensku vegna heimsku og fáfræði mannanna . . . . . . þið ættuð að veita glæpamönnum ykkar þarf- legt uppeldi og hegna þeim á sama hát.t og þeim mun refsað hér hjá okkur. Refsað með því að sýna þeim hvernig þeir geri sjálfum sér skaða og tefji fyrir þrozka sjálfs sín með yfirtroðslum sín- um. Þið ættuð að fara með þá þangað sem hin- ir þrozkameiri meðal ykkar gætu haft áhrif á þá til þess að hverfa frá villu síns vegar og taka framförum í þekking og kunnáttu. Þangað, sem hersveitir hinna heílögu gætu hjálpað og æðri andar veitt aðstoð sina. í stað þess hópið þið þessum mönnum saman..................Blindir, blind- ir. Þið vitið ekki hvað þið gjörið..............þið eigið eDn eftir að læra frumstæðustu orsakir hinnar guðdómlegu mildi og samúðar...........þið hafið sjálfir búið ykkur til guð, sem er í samræmi við tilhneigingar ykkar. Þið hafið logið þeirri skrök- sögu að hann sitji í sínu dýrðarhásæti án þess að hirða um sköpunaiverk sitt ...... þið hafið búr ið ykkur til ófreskju, sem hetir yndi af að skaða, kvelja og drepa. Guð hvers ánægja sé að refsa mönnum með grimmum, endalausum og óaftur- kallanlegum hegningum. Guð — okkar góði, mildi og ástriki Guð — honum ætti að vera það hugð- næmt að hegna börnum sínum, sem syndga af fáfiæði sinni. Viðbjóðsleg bábilja......Enginn slíkur Guð er til. Enginn. Það er enginn staðu- fyrir hanu hjá oss, enginn staður til nema í van- þekkíngarmyrkum hugum mannanna. Almáttugi faðir. Opinberaðu big þessum blindu vegfarendum og láttu þá fá fræðslu um þig, Segðu þeim að þá dreymi vonda drauma um þig og að þeir þekki þig ekki og fái ekki þekt þig fyr en þeir verpa burtu rangsnúnum hugmyndum sinum um eðli þitt. og kærleika þinn ..... “ Þegar það er athugað að þetta er skrifað fyrir 60 árum verða menn að minsta kosti að kannast við að það er allmikið „á undan tímanum“. Það er lögð rík áhersla á að engin tiu hafi öll sann- indi að geyma heldur allar nokkur. Til saman- burðar um þenna hugsunarhfítt, og þann, sem ríkti hér á landi um svjpað leyti skulu hór sett nokkur orð ur ámínningarræðu þeirri, sem lesa á fyrir þeim mönnurn, sem tekinn er eiður af og sem löggjöfin telur rétt að þylja yfir mönnum þann dag í dag, þó að sú ræða hafi að inníhalda eitthverr viðbjóðslegasta guðlast, sem er unnt að koma fyiir í fáum orðum. Svo ég færi orðum mínum stað skal hér tekin ein klausan orðrótt: „Sverji hann alt að einu rangan eið, þá hefur hann hrundið frá sór guðs föðurs náð, varðveizlu og blessun. Hann hefur þá afneitað heimsins enduilausn og getur eigi flúið á hans naðir í hörmungum þessa Iifs eða á degi dómsins. Hann hefir og bygt sjálfum sér út úr samfélagi kristi—

x

Heimar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimar
https://timarit.is/publication/1704

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.