Heimar - 01.02.1935, Síða 15
H E I M A R
1
5
4
Anuars var dauði Ludvigs Dahls sjálfs einnig
sagður fyrir og hvenær hann bæri að höndum. Er
það mjög vottfast, Retta var einnig fyrir miðlun
frú Ingibjargar. Er mér sagt að eínhverjir bjálfar
í hínni norsku prestastétt hafi kært frúna fyrir að
hafa verið völd að dauða bæjarfógetans með þess-
um spádómi.
Þegar hlutir eru
fluttir á „dulrænan" hátt inn á fundi með miðluin,
er þetta kallað „apport". Stundum vita menn
ekkert hvaðan hlutirnir koma en stundum er hægt
að rekja það. Einn kunnur miðill í þessa átt er
Lajos Pap, Budapest. Hinn 1. desember f. á. komu
flmm gömul skjöl (giftingarvottorð og fjögur skírnar-
vottorð) með þessum hætti á fundinn. Það var
haft uppi á eigendunum. Kom í ijós að skjölin
voru sett í skjalasafn í Budapest árið 1930, en
höfðu síðan horflð þaðati og hafði komið unrkvörtun
um þetta. Afrit af umkvörtun þessari er nú 1
höndum Dr. Chengery Pap sem stjórnaði fundinum
á rannsóknarstofu sinni.
Eigendurnir heimta nú skjölin. En Dr. Pap
neitar og óskar að mál sé höfðað. Hann hefur
sjö vitni að því á hvern hátt skjölin komu í hans
hendur. Hann vonar að vekja með þessu sérstaka
athygli á fyrirbrigðinu og raunveruleika þess.
(Eftir Light).
„Þráðlaus flutningur“.
Að sálræn fræði sé á ýmsum sviðam vel á
á undan vísindunum má m. a. marka af þess-
um útdrætti úr bók próf. Lou: Hin furðulega
veröld sem framundan er.
„Úrslitasigur radio-verkfræðinganna verður
þegar tímar líða fram er þeir eru búnir að
finna aðferð til þess að senda efni staða á milli
„þráðlaust". Það er engín teóretisk fjarstæða.
Lögmálin sem notuð verða eru þau hin sömu,
sem nú eru notuð til þess að flytja hljóð lang-
ar leiðir. Efninu er breytt í etersveiflur og
þeim aftur á viðtökustaðnum í efnið sjálft eins
og það var. Það á ekki að vera ógerningur
að setja t. d. pennaskaftið sitt í þar til gert
tæki, opna fyrir straumi og sjá skaftið síðan
smáhverfa er það leystist upp í rat'magnseindir
þær, sem það er myndað úr. en síðan er þjapp-
að saman aftur á öðrum stað. Enda þótt þetta
kunni að þykja óhemju fjarstæða er það rök-
rétt ályktun af því, sem við vitum um atóm-
urnar eða frumeindir efnisins. Oss á ekki að
þykja þetta neitt ótrúlegra eða ómögulegra en
mannfólkinu á nííjándu öldinni að geta talað
milli staða í órafjarlægð án þess að þráður
væri á milli."
•— — — Blaðið „Light“ sem þetta er tek-
ið úr bætir við nokkrum athugasemdum um
flutning af þessu tæi í sambandi við miðla. Því
verður ekki neitað að vísindi nútímans gera
mönnum auðveldara að skilja (og þessvegna
trúa) hinum margvíslegu svonefndu dularfullu
fyrirbrigðum. —
Ernest Vickers
vélaverkfræðingur, sem er „fysiskur" miðill, þ. e. a.
s. efnisleg fyrirbrigði gerast kringum hann svo
sem flutningar o. fl., hefur ritað bók þar sem hann
lýsir þróun hæfiieika þessa hjá sér. Eins og við er
eð búast og fleiri hafa sagt frá fylgja því bæði
líkamleg og andleg óþægindi. Yirðist mér engin
furöa enda þótt miðlar fái borgun fyrir þetta starf
sitt eins og hverja aðra vínnu. Hitt er annað mál
að mjög er æskilegt að miðillinn vinni starflð ekki
peninganna vegna. En margir hneykslast enn þann
dag í dag á að miðill leggur ekki þetta allt á sig
fyrir ekkert. Þeir halda sumir að það sé bara
barnaleikur fyrir miðilinn en aðrir vilja heimta það
af öðrum, sem þeim dytti ekki í hug að heimta
af sjálfurn sér. Eðlilegast þegar miðill gefur kost
á sér, að þeir slái sig saman um að borga honum
sem áhugann hafa. Hann er ekki ef menn tíma
ekki að sjá af einhverju til þessa. í rauninni ættr-