Heimar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Heimar - 01.02.1935, Qupperneq 16

Heimar - 01.02.1935, Qupperneq 16
H E I M A R l>að opinbera að kosta slíkt og hafa umsjón með því. En það er hvortveggja að það opinbera hefur opínberlega annað að gera við 'peningana og svo hefur það ekki vitundar vit á þessum hlutum. John Myers heitir miðill í London. Það koma dulrænar myndir hjá honum af látnum mönnum og öðru án þess að hann stundum geri annað en að snerta lítilsháttar pappírinn, sem er framkallað á. Nýiega var gerð merkiieg tilraun. Um leið og fundur var haldinn með Myers i London til þess að ná dubænum myndum var haldinn ann- ar fundur í bænum Leeds á Englandi í því skyni að fá samskonar myndir þar. Þetta tókst. Báðir fundirnir voru í björtu og ellefu myndir voru af því sama á báðum stöðum. fær eru margvísleg- ar aðfetðirnar, sem nú á dögum eru notaðar til þess að sanna veruleika hins ósýnilega heims. Lifandi myiidir, þar sem infra-rauðir geislar eru not.aðir hafa nú verið teknar af ummyndunum frú Bullock með sórstakri upptökuvél. Einnig er nýbúið að hljóð- filma utanviðraddir hjá kunnum enskum miðli. Þessa kreppuráðstöfun ráðlagði stjórnandi þekts miðils nýlega. Hann var spurður: „Eru ekki of margir menn á þessum hnetti?K „Nei — það sem þið verðið að reyna er að læra að skifta gæðum þeim réttilega milli manna, sem Guð hefur gefið. Þið hafið menn á meðal yðar, sem hafa of lítið að borða og aðra, sem hafa of mikið. Petta hlýtur vitanlega að vera rangt. Þið veiðið að skifta því milli manna, sem þið haf- ið. Er það ekki ofur einfalt mál?“ „Nei (svaraði sá er spurði). Það er örðugt vegna þeirra hagsmuna, sem lang venja hefur löghelgað". „Þá verðið þið að afmá þá venju. Lögmál lífsins er fullkomið. Leitist við að gera öðrum mönnum allt til hjálpar í öllu lifi ykkar. . . . Segi þú að það sé ómögulegt, fullyrði ég hið gagnstæða, því það er einasta leiðin. . . • Og nú blessum við þig og skiijum við þig með þeirri von að mega koma aftui, í’ví það er sælt og það er unaður í því fólginn að hvfsla lágt í eyru, sem viJja hlusta, þó ekki sé nema örlítið brot af dásemdum Himnanna. Yertu viss um það vinur — og segðu það öðrum, sem vilja hiýða á það — að þetta líf, er bíður þín er ekki líkama- laust draumlíf á einhverju óveruleikans landi. Nei — það er barmafullt af starfi og þrungið af þrótti, það líf er vér lifum, það er fullt af gagn- kvæmri hjálp og áreynslu, er ber sigur úr býtum, af þolinmöðti fetun fram á við og ósveigjanlegum viljum samfeldum hvorum við aðra í sameigin- legri þjönustu Kærleikans Guðs, Hveis líf vór skynjum og öndum að oss, en sem vér ekki fáum sóð og Hvers Heimkynni eru of háleit að vér fáum þekt þau. Fram liggur gatan. Og oft tökum vér í hönd einhvers sern er örlítið á eftir oss og snertum með hinni klæðafald annars, sem er létt á undan oss. Og þannig göngum vér bróðir. Já — og svo gjör- ir þú og aðrir er vinna að sama marki og þú. Og sé svo að vér séum lítilsháttar á undan þér. Gott og vel þeir eru margir sem aftur úr dragast. Taktu í hónd þeirra, hægt og blítt og minstu urn leið eigin veikleika. En veiðí þér það of öiðugt þá sleptu ekki takinu samt heldur léttu hina hend- ina fram — og hér er min hönd og margra ann- ara. Þíg skal ekki bresta, en haltu lifssjón þinni bjartri og hjarta þínu hreinu. Því að skrifað stendutr Hreinhjartaðir skulu GOÐ sjá. (Úr bókinni „Lífið fyrir handan“, sem enski presturinn Vale Owen ritaði ósjálfrátt.) Útgefandi og ábyrgðarmaður KR. LINNET. Eyjaprentsm. h.f. r

x

Heimar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimar
https://timarit.is/publication/1704

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.