Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 15 drenginn minn af því mér fannst líkaminn minn vera að bregðast mér og þá var ég hrædd um að lík­ aminn væri að bregðast honum líka og það myndi hafa áhrif á hann í móðurkviði. Svo fékk ég fljótlega að vita að það var ekki raunin og sjúkdómurinn hafði engin líkam­ leg áhrif á meðgönguna.“ Þá segir Ragna að það hafi vissulega verið léttir að fá greininguna á sjúk­ dómnum þótt það hafi verið áfall. „Ég fann strax fyrir létti þegar ég vissi að þetta væru ekki stórkost­ leg veikindi sem myndu hamla mér líkamlega, ég þurfti ekki að fara í eitthvað prógram upp á spítala eða í lyfjagjöf eða neitt svoleiðis og það var mikill léttir,“ segir Ragna en bætir þó við að það hafi verið erfitt að sætta sig við að þetta væri raunin. „Það þýðir samt ekki að dvelja við það lengi og ég var fljót að átta mig á því.“ Sjúkdómurinn er óút- reiknanlegur Alopecia er þrískiptur sjúkdómur og talar Ragna um fyrsta, annað og þriðja stig. Sértu með þriðja stigs Alopecia eru nær öll líkamshár farin af og gæti sá hármissir verið varanlegur. Ragna segir rannsóknir á sjúkdómnum sýna mismun­ andi niðurstöður og sjúkdómur­ inn sé því nokkuð óútreiknan legur. „Ég hef bæði lesið að hársekkirnir séu í dvala og að það vanti þá eitt­ hvað í líkamann til að vekja þá til lífsins. En svo er líka talað um að ónæmiskerfið ráðist á hársekk­ ina, kerfið sé á yfirdrifi og haldi að hársekkirnir séu vírus. Ég varð til dæmis fyrst alveg sköllótt og það var bara enginn hárvöxtur. Sam­ kvæmt því sem ég hef lesið mér til um átti að vera nær ómögulegt að hárið myndi byrja að vaxa aftur, eftir algjöran hármissi, en það eru dæmi um að það hafi gerst og það gerðist hjá mér,“ segir Ragna. Hún missti sjálf allt hárið þegar hún var ólétt af miðjudrengnum sínum, Mikael. Þá var hún ekki með nein hár nema augnhár og segir hún að augnhárin komi og fari öðru hvoru. Þegar Ragna var svo ólétt af Sebastian, yngsta stráknum sínum, fór hún að taka eftir auknum hár­ vexti og núna þegar Sebastian er átta mánaða gamall er Ragna með töluverðan hárvöxt á höfð­ inu. Ef hún ætti sjálf að giska þá myndi hún halda að núna væru um 50­60% af hárinu að koma til baka. En af því að sjúkdómurinn er svo óútreiknan legur gæti hárið allt eins byrjað að fara af aftur fljótlega. Bjartsýn vegna nýs líf- tæknilyfs En er eitthvað hægt að gera til þess að hafa áhrif á þennan sjúkdóm? „Sko, ég er ekki að taka nein lyf við sjúkdómnum. En ég vonast til þess að fá að prófa lyf núna í haust sem ég veit að hefur haft jákvæð áhrif á aðra sem eru með þennan sjúkdóm. Þetta er sem sagt ákveðið líftækni­ lyf sem er að koma á markað, að því er ég best veit, á næsta ári og það er lyf sem á að markaðssetja sérstak­ lega fyrir Alopecia sjúklinga. Mér finnst það mjög jákvætt því sjúk­ dómurinn er mjög víðtækur og ég veit til þess að einhverjir taka inn gigtarlyf sem hjálpa þeim að halda hárlosinu í skefjum, þannig að það er mjög misjafnt hvað virkar fyrir hvern og einn. Ég er allavega mjög spennt að fá mögulega að prófa þetta líftæknilyf núna í haust,“ segir Ragna. Hún hefur þó sjálf fundið ákveðinn meðalveg hjá sér hvað varðar mataræði, hreyfingu og andlega líðan og finnur að allt þetta getur haft áhrif á sjúkdóm­ inn. Hún finnur til að mynda mik­ inn mun á því hvernig henni líður og sér breytingar á hárvextinum, bara með því að hugsa vel um sig, hreyfa sig og borða það sem er rétt fyrir hana. Tilfinningaþrungin stund að raka hárið af Þegar hárið var orðið þunnt og Ragna hætt að geta falið skallablettina ákvað hún að raka af sér hárið. Þetta var í maí 2019. „Ég var búin að hugsa þetta í smá stund. Svo spyr maðurinn minn mig hvort mér muni ekki bara líða betur með að raka hárið af í stað þess að reyna að fela hárlosið. Við ákveðum þá að gera það saman og það var frekar tilfinningaþrungin stund að taka það litla hár sem eftir var,“ segir Ragna en hún og Ingvar ákváðu eina kvöldstundina að snoða sig saman og snoða um leið Benedikt son þeirra sem þá var eins og hálfs árs. „Mér finnst það líka segja ótrú­ lega margt af því að karlmenn eru líka með Alopecia en þú spáir aldrei í því að það sé eitthvað að ef þú sérð sköllóttan mann. Sköllótt kona er miklu meira tabú. Þannig það var mjög áhugavert þegar við rökuðum öll af okkur hárið; ég, maðurinn minn og elsti strákurinn okkar. Þeir voru aldrei spurðir. Það er náttúru­ lega bara eðlilegt að vera krúnurak­ aður eða snoðaður karlmaður en um leið og kona er búin að skafa af sér hárið þá er það rosalega merki­ legt, segir Ragna.“ Ingvar, eiginmaður Rögnu, hefur frá þessari kvöldstund verið snoð­ klipptur. „Hann er búinn að vera með mér í þessu núna í þrjú ár og það er bara mjög skemmtilegt. Oft snoðum við okkur saman á kvöldin. Ingvar er líka svo upptekinn að hann hefur engan tíma til að vera að hugsa um hár,“ segir Ragna og glottir. Hún bætir svo brosandi við „svo eru paramyndirnar líka alltaf sætari þegar við erum með eins klippingu.“ Ákvað strax að fara sköllótt út í lífið „Ég ákvað strax að daginn eftir myndi ég bara fara út í lífið sköllótt. Ég ætlaði ekkert að reyna að fela það neitt. Ég ætlaði bara að vera sköllótt og mætti meira að segja beint í vinnuna daginn eftir. Þá var ég að vinna á mjög skemmtilegum vinnustað með unglingum með sérþarfir, þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvernig var að mæta bara þangað einn daginn sköllótt,“ segir Ragna hlæjandi og ýjar að því að hún hafi þar fengið alls konar athugasemdir. Hún ítrekar svo að það hafi hjálpað henni mikið að fara strax út fyrsta daginn og sjá að þetta væri nú hennar nýja líf. Þennan fyrsta dag fékk hún mikið af augngotum og spurn­ ingum og fólk varð hissa að sjá hana allt í einu með ekkert hár. Hún setti svo eigin lega strax inn nýja forsíðu­ mynd af sér sköllóttri á samfélags­ miðla sem leiddi til mikils umtals og segir hún að fólk hafi verið forvitið. „Ég fékk mikið af spurn­ ingum um hvort ég væri veik og ég skil alveg að það sé það fyrsta sem fólki dettur í hug af því að fólk veit lítið sem ekkert um þennan sjúk­ dóm en það er alveg hægt að vera sköllóttur án þess að vera í lyfja­ meðferð. En já ég fékk mikið af spurningum bara sjálf í gegnum samfélagsmiðla og ég held að fólki finnist bara auðvelt að spyrja aðra svona í gegnum símann. Svo var fólkið mitt líka oft spurt hvað væri að hrjá mig.“ ­ Og hvernig fannst þér þetta umtal? „Þetta var alveg óþægilegt en ég var og er samt svo tilbúin að útskýra þetta. Ég vil frekar að fólk spyrji mig út í þetta en að það tali á bakvið mig eins og það sé eitthvað að. Mér fannst eig­ inlega erfiðara þegar fólk áætlaði að það væri eitthvað meira að hjá mér og spurði mig ekki beint, heldur einhvern annan. Virðingarvert þegar fólk notar hárkollur Ragna hefur prófað hárkollur en það er ekki fyrir hana, henni finnst þær óþægilegar og er mun meðvit­ aðri um sig þá en annars. „Fólk veit að ég er ekki með hár en samt var ég að setja upp hár og mér leið ekki betur þannig. Mér fannst ég bara náttúrulegri og líta betur út sköll­ ótt. Þannig það var bara ekki minn tebolli. En það eru mjög margir sem nota hárkollur og mér finnst það bara virðingarvert af því að ég get það ekki, mér finnst það svo óþægilegt. Ég nota alveg slæður og húfur en oft er ég líka bara á skall­ anum,“ segir Ragna. Sköllótta stjúpan Una Björg stjúpdóttir Rögnu var 13 ára þegar Ragna greinist með Alopecia og rakar af sér það litla hár sem eftir var. Hún segir það hafa verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Unu og jafnaldra hennar við þessari breytingu. „Ég er svo fegin að þessi nýja kynslóð er svo ótrúlega móttækileg fyrir breytingum og að vera bara alls konar. Una hélt náttúrulega fyrst að ég væri veik og það var kannski dálítið erfitt að útskýra fyrir henni að þetta væri ekkert alvarlegt. En hún vandist þessu strax og allar vin­ konur hennar líka og þetta hefur ekki verið neitt mál. Ég varð í raun­ inni bara strax sköllótta stjúpan og ekkert meira um það að segja.“ Líka kostur að vera ekki með hár Ragna er fyrir löngu búin að sætta sig við hármissinn. „Ég held að ég sé í raun bara meira þakklát fyrir þetta ferli allt saman heldur en eitt­ hvað annað. Af því þú lærir svo mikið á styrkleika þína þegar þú lendir í einhverju sem þú ræður ekki við. Þá sérðu hvað þú ert sterk eða sterkur. Þegar ég fór að hugsa þetta þannig, þá var ég bara frekar sátt,“ segir Ragna. Svo er það líka kostur að þurfa aldrei að hugsa um hárið á sér, það sparar bæði pen­ inga og tíma. „Já mér finnst það mjög þægilegt að þurfa ekki að ves­ enast með hárið á mér, sérstaklega þegar ég á svona mörg börn. Ég fer til dæmis ekki í klippingu þannig að auðvitað fer ég í neglur og nudd og get leyft mér það þannig það er alveg kostur,“ segir Ragna og bætir við. „Eins og ég segi var ég mjög fljót að venjast því að vera sköll­ ótt og ég er líka stolt af því að hafa vanist þessu svona fljótt. Svo hef ég verið að útskýra þennan bless­ Ragna var með mikið þykkt og rautt hár og þekktist sem Ragna rauðhærða. Fjölskyldan í sumarfríi. Eftir að Ragna rakaði af sér hárið tók hún strax þá ákvörðun að fara út í lífið og vera sköllótt. sjá næstu síðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.