Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 24
WWW.SKESSUHORN.IS 14 Led húsnúmer · Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum · Sérsmíðum á öll hús, fjölbýli og fyrirtæki Led húsnúmerin er einnig hægt að skoða og versla hjá Skómeistaranum í Smáralind · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Ledhúsnúmer · Best að panta í gegnum facebooksíðuna okkar · Einnig hægt að hringja í síma 775 6080 Led húsnú er Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum · Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer Einnig hægt að hringa í sími 775 6080 · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer Led húsnúmerinn er einnig hægt að skoða og versla hjá Skómeistaranum í Smáralind Barnamenningarhátíð Vesturlands verður haldin í þriðja skiptið nú í haust en hátíðin er á vegum Sam­ taka sveitarfélaga á Vesturlandi. Á síðasta ári fór hún fram á Akra­ nesi en í ár tekur Snæfellsbær við keflinu. Heimir Berg Vilhjálms­ son, markaðs­ og upplýsingafulltrúi Snæfellsbæjar, segir alla velkomna á hátíðina en viðburðir verða í boði út septembermánuð. ,,Hátíðin var haldin á Akranesi í fyrra, þá var búið að fresta henni í einhver ár vegna Covid. Nú verður hátíðin hjá okkur í Snæfellsbæ. Hún byrjar í dag, mið­ vikudaginn 7. september, og mun standa út mánuðinn. Vettvangur hátíðarinnar er allur Snæfellsbær, bæði á skólatíma og utan skóla,“ segir Heimir um hátíðina sem hefur verið lengi í undirbúningi. Að börnin upplifi eitt- hvað með sínu fólki Megin markmið hátíðarinnar segir Heimir að sé að efla menningar­ starf fyrir börn og ungmenni og bæta aðgengi þeirra að menningu. ,,Við viljum að börnin geti öll tekið þátt í skipulögðu menningarstarfi og erum að reyna að bæta aðgengi þeirra að allskonar menningu svo þau geti tengst nýrri iðju og prófað eitthvað nýtt. Nokkrir viðburðir eru á skólatíma og verða þess vegna kannski ekki eins sýnilegir íbúum og aðrir. Svo eru viðburðir utan skóla hvatning til að börnin upplifi eitthvað með sínu fólki, þá t.d. er tilvalið fyrir foreldra, ömmur og afa að taka þátt í menningarstarfi með börnunum. Það verður hægt að kíkja á alls kyns sýningar, fara í bíó, leikhús og fleira skemmtilegt en við reynum að hafa viðburði fyrir alla,“ segir Heimir. Gleðiþema Dagskráin er unnin út frá hug­ myndum barnanna en stjórn hátíðarinnar hefur reynt að virkja alla íbúa til þátttöku. ,,Við erum að reyna að virkja heimafólk og viljum að þátttaka barnanna og ung­ mennanna sé uppistaðan, að þau taki þátt í virku menningarstarfi. Við fórum t.d. í skólana og fengum hugmyndir frá krökkunum til að móta dagskrána og fengum ótrúlega margar skemmtilegar hugmyndir sem við höfum reynt að koma inn í dagskrá hátíðarinnar. Snæfells­ bær er ríkur af menningarlífi og það er mjög gaman að geta tengt samfélagið og börnin með þessum hætti. Þema hátíðarinnar er gleði en við ætlum bara að hafa gaman. Viðburðirnir verða því fjölbreyttir og um allan bæ; í Staðarsveit, á Búðum, Hellissandi, Rifi, Ólafsvík, í tónlistarskólanum, grunnskólum og leikskólum. Við reynum svo að tikka í öll menningarformin; tón­ list, myndlist, dans, kvikmyndir og fleira svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Til dæmis verður frá­ bært þriggja daga námskeið í fyrstu vikunni sem heitir Krakkaveldi og er styrkt af Barnamenningarsjóði. Það kemur hingað í gegnum sam­ tök sem heita List fyrir alla. Það byrjar í skólanum og heldur svo áfram í Frystiklefanum fyrir þá sem hafa áhuga. Svo erum við með dans­ smiðju í íþróttahúsinu í Ólafsvík, en hér er enginn danskennsla og við viljum nýta tækifærið og kynna ýmislegt sem stendur börnum ekki til boða hér. Rappsmiðja með Reykjavíkurdætrum Á dagskrá verður m.a. boðið upp á Rappsmiðju með Reykjavíkur­ dætrum og ball fyrir ungling­ ana með DJ Dóru Júlíu. ,,Svo verður skemmtilegur fjölskyldu­ dagur í félagsheimilinu Klifi þar sem við fáum góða gesti og gerum margt skemmtilegt saman með börnunum. Þjóðgarðurinn Snæ­ fellsjökull verður með viðburð, það verður svo listanámskeiðið á vegum Listfellsnes, bíósýningar, sundlaugarpartý fyrir unglingana og stuttmyndasamkeppni á vegum Northern Wave Film Festival fyrir öll börn á Vesturlandi. Fyrsti við­ burður hátíðarinnar er hins vegar samstarfsverkefni Ingu myndlistar­ kennara og Bjarna og Ragnheiðar, en það er listafólk sem keypti hús hérna á Hellissandi sem áður hét Blómsturvellir og eru að breyta því í gallerí sem heitir Himinbjörg. Þau taka á móti krökkum og mála með þeim. Hátíðin stendur í rúmar þrjár vikur þannig að það verður margt í boði. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Heimir Berg. sþ Barnamenningarhátíð Vesturlands að hefjast

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.