Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þegar í pottinn er komið Í gegnum tíðina hafa sögur úr laxveiðinni oft verið lyginni líkastar. Fyrir margt löngu var einn afar ýkinn veiðimaður sem breiddi ætíð út arminn til að sýna hvað laxinn hafi verið gríðarlega langur sem hann missti. Vinir hans voru sagðir hafa verið orðnir dáldið leiðir á þessum ýkjusögum svo eitt sinn handjárnuðu þeir hann þegar í veiðihús var komið að kveldi, til að hann gæti ekki enn einu sinni logið að þeim um lengd fisksins, sem hann missti. Vinurinn kunni á því ráð, hélt úlnliðunum saman, breiddi út lófana þannig að mjög langt var milli fingranna og sagði; „strákar, það var svona langt á milli augnanna á honum!“ Skemmtilegar og lygilegar veiðisögur eru sífellt að líta dagsins ljós, ekki hvað síst eftir að nú má enginn taka með sér lax í soðið og því er engum sönnunargögnum til að dreifa. Einn maður uppi á fjalli getur sagt hvað sem honum dettur í hug þegar heim er komið. Í dag kaupa menn veiðileyfi í fengsælar veiðiár fyrir tugi ef ekki hundruði þúsunda króna og koma síðan heim án nokkurra sönnunargagna. Ungur að árum hafði ég mjög gaman af bæði lax­ og silungsveiði. Efni og aðstæður gerðu þó illmögulegt að stunda laxveiðar af ástríðu og því miklu oftar farið í silung. Þá var veitt í kistuna eins og veiðieðli mannsins og uppeldið sagði að skyldi gera. Ennþá hirða menn oftast þann silung sem þeir veiða, en annað er uppi á teningnum í laxveiðinni. Í flestum veiðiám er bannað að taka laxinn með sér heim, honum skal sleppt í ána aftur sé eitt­ hvert lífmark að finna með fiskinum við löndun. Líkleg skýring á þessari hegðun er sú að eigendur laxveiðiánna eru að spara eðlilegt seiðauppeldi og því er það eingöngu náttúrulegt klak í ánum sem sinnir hinni sáralitlu nýliðun sem þarf að eiga sér stað í ljósi þess að sömu laxarnir eru marg­ veiddir. Margir vilja halda því fram að um hreinræktað dýraníð sé að ræða. Í ljósi umræðu síðustu vikuna eða svo ætla ég þó ekki að taka svo djúpt í árinni. Engu að síður sá ég eitt sinn niðurstöðu rannsóknar þar sem lax­ veiðihylur var vaktaður. Sýndi hún fram á að sami laxinn var veiddur fjórtán sinnum. Þar sem fiskurinn var búinn að ákveða að þarna skyldi hann búa og væntanlega fjölga sér var eina breytingin á atferli hans að hann færði sig aðeins neðar í hylinn eftir hvert það skipti sem hróðugur veiðimaður fékk hann til að taka fluguna og sleppa svo aftur eftir mislöng átök. Af þessari ástæðu lít ég þannig á að lítið sé að marka tölur um veiði í lax­ veiðiánum. Tæknilega þarf ekki nema svona hundrað laxa til að gera þús­ und laxa veiði, ef hver og einn lax er „veiddur“ tíu sinnum. Þannig vita í raun fæstir eða engir hversu margir laxar raunverulega eru í ánum. Mögu­ lega gefa því laxateljarar bestu vísbendinguna um það. En ef bæði lax­ veiðimennirnir, veiðifélögin og landeigendur eru ánægðir með þetta fyr­ irkomulag getur mér svo sem verið sama. Sjálfur fullnægi ég algjörlega minni veiðihvöt með silungsveiði af og til og svo með því að veiða þorsk á Langasandsmiðunum úti fyrir eldhúsglugganum heima hjá mér. Þó dreg ég ekki dul á það að ég sakna þess að fá alvöru villtan lax í matinn. Eldis­ lax, alinn upp á fiskafóðri í innfjörðum fyrir vestan, er einfaldlega ekki lax eins og ég var alinn upp við að borða með kartöflum og smjéri. Af eldis­ laxi drýpur óspennandi lýsi og er hann vara sem mér er næst að líkja við vörusvik. Það vakti athygli mína fréttaviðtal um helgina við borgarfulltrúa í Reykja­ vík sem jafnframt er veiðiáhugakona. Hún kallar eftir nýrri talningar aðferð um hvenær lax er veiddur og hvenær ekki. Vill hún meina að lax sé veiddur ef hann hefur tekið fluguna, þótt ekki væri nema í smá stund. Þessu er ég náttúrlega algjörlega ósammála, enda er lax ekki veiddur fyrr en hann er veiddur. Lax er nefnilega veiddur, þegar hann er dauður og annað hvort kominn í pottinn eða á grillið, borinn fram með kartöflum og smjéri. Og hana nú. Magnús Magnússon Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn 1. september síð­ astliðinn. Matvælaráðuneytinu bár­ ust 99 gild tilboð um kaup og sölu­ tilboð voru 23. Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð sem við lok tilboðsfrests var 336 kr. fyrir hvern lítra. Við opnun tilboða kom fram jafnvægisverð sem er jafnt hámarksverði. Greiðslumark sem boðið var til sölu var alls 1.081.826 lítrar, en óskað var eftir að kaupa tæpa 4,7 milljón lítra. Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölu­ tilboðum eða 54.083 lítrar. Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru níu. mm/ Ljósm. áþ. Fjórfalt meiri eftirspurn en framboð af mjólkurkvóta Síðustu daga hefur verið sann­ kallað blíðskapar veður á Snæfells­ nesi og því hafa sjómenn getað róið að undanförnu. Ekki spillir fyrir að nýtt kvótaár er gengið í gang og margir bátar byrjaðir aftur veiðar eftir sumarstopp og kvótaleysi. Mál sjómanna er að það sé meira en nóg af fiski í sjónum og menn skilja því ekki skertar veiðiheimildir. Segja þeir engu líkara en að það sé stefna stjórnvalda að knésetja einyrkja og koma sem mestum aflaheimildum í hendur stórútgerða. Þetta segja sjó­ menn sem Skessuhorn hefur rætt við á kajanum og liggur þeim hátt rómurinn þegar þessi mál ber á góma. Aflabrögð hafa verið ágæt að undanförnu og afli línubáta farið í 15 tonn yfir daginn. Svipað má segja um dragnótarbáta sem róa á heima­ miðum, en nokkrir eru þegar farnir til veiða út af Vestfjörðum þar sem þeir hafa fiskað vel, eins og Magnús SH sem landaði 27 tonnum af ríga­ þorski í Bolungarvík eftir daginn. Einnig hefur Saxhamar SH fiskað vel á svipuðum slóðum. af Ný og uppfærð vefsíða sameinaðs sveitarfélags Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar var tekin í gagnið í síðustu viku. Með nýrri síðu er leitast eftir því að upplýsingar verði aðgengilegri, viðmót auðveldara og nýjar veflausnir nýttar. Fundar­ gerðir eru nú felldar inn í síðuna og notendum gefinn kostur á að vakta málsnúmer. Síðan er unnin upp úr gömlu vefsíðu Stykkishólmsbæjar og á víða eftir að uppfæra texta í kjölfar sameiningar Stykkishólms­ bæjar og Helgafellssveitar en það verður gert þegar nafn nýja sveitar­ félagsins liggur fyrir. Fram kemur á nýju vefsíðunni að á meðal nýjunga á síðunni megi nefna glæsilega vefsjá þar sem finna má húsateikningar, skipulag, gönguleiðir, örnefni, þjónustu, afþreyingu og margt fleira. Einnig er nýtt ábendingakerfi sem gefur íbúum kost á því að senda inn ábendingar með staðsetningu, GPS hniti, og myndum. Kerfið er einfalt og notendavænt og gerir ekki kröfu um að notendur þess skrifi langa texta heldur noti staðsetningu og mynd til skýringa. Þannig má með einföldum hætti senda ábendingu með mynd í gegnum síma og má því ætla að ábendingum til sveitar­ félagsins fjölgi með tilkomu þessa kerfis. Heimasíðan í heild sinni og virkni hennar er mikilvægt sam­ skiptatæki við íbúa, hún er opin gátt sveitarfélagsins þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar um starf­ semi sveitarfélagsins, þjónustu og helstu snertifleti. Vefurinn er þægi­ legur og notendavænn hvort sem notast er við tölvu, síma eða spjald­ tölvu. Þá var einnig leitast eftir því að bæta sérstaklega aðgengi sjón­ skertra og aldraðra með því að setja upp vefþulu, þannig má með ein­ földum hætti hlusta á þuluna lesa efni af vefnum. vaks Gott veður til sjósóknar í upphafi nýs kvótaárs Landað úr línubátnum Sverri SH í Ólafsvíkurhöfn. Ný vefsíða sveitarfélagsins komin í loftið Frá höfninni í Stykkishólmi. Ljósm. sá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.