Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 1
Í september er vakin athygli á sjálfsofnæmissjúkdómnum Alopecia með myllumerkinu #alopecia aware­ ness month. Vitundar vakning in á Alopecia snýr einna helst að því að sýna það að einstaklingar með sjálfsofnæmi séu til og eru alls konar. Þá er líka imprað á því að sköllóttir einstaklingar séu ekki endilega allir veikir og í lyfjagjöf. Aðaleinkenni Alopecia er hár­ missir en margt liggur á milli hluta um orsakir og eðli sjúkdómsins og þar greinir fræðimönnum á. Það sem þó er vitað er að ónæmis kerfi líkamans ræðst á góðar frumur í líkamanum, í þessu tilfelli á hársekkina og heldur að þeir séu vírus. Stress, áfall og hormóna­ ójafnvægi er talið geta kveikt sjúk­ dóminn en sá listi er ekki tæm­ andi þar sem fjölmargir einstakl­ ingar hafa greinst með Alopecia án þess að tikka í þau box. Þá hafa lyf líka mismunandi áhrif á einstakl­ inga með Alopecia, sumir taka t.d. inn gigtarlyf sem hafa góð áhrif á hárvöxt þeirra. Alopecia skiptist í þrjú stig. Fyrsta stig sjúkdóms­ ins kallast Alopecia Areata og gæti þýðst á íslensku sem blettaskalli en þá koma í ljós skallablettir á höfði. Annað stig sjúkdómsins er Alopecia Totalis, þá missir einstaklingur allt hár af höfði. Þriðja stig sjúkdóms­ ins er Alopecia Universalis og þá missir einstaklingur öll líkamshár og fær þau líklega ekki aftur. Þótt ótrúlegt megi virðast herjar sjúkdómurinn á um 2% jarðarbúa í einhverri mynd á einhverjum tíma­ punkti í þeirra lífi, en þessar tölur eru fengnar frá Alþjóða Alopecia samtökunum (NAAF). Í tilefni septembermánaðar og vitundarvakningar um Alopecia ræddi Skessuhorn við Skaga­ konuna Rögnu Sólveigu Þórðar­ dóttur sem greindist með sjúk­ dóminn árið 2019, þá 24 ára. Sjá viðtal á bls. 14-16 gbþ FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 36. tbl. 25. árg. 7. september 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is Opið alla daga ársins Þinn árangur Arion Á nokkrum stöðum á Akranesi eru listamenn að skreyta stóra og áberandi veggi á byggingum. Þeirra á meðal eru nafnarnir Bjarni Skúli Ketilsson, sem lagði í gær loka­ hönd á atvinnustemningsmynd á gömlu mjölskemmunni við höfnina. Hér er hins vegar Bjarni Þór Bjarnason listmálari með hundinn sinn Týru, en saman eru þau komin vel á veg með málverk á gafli Landsbankahússins við Akratorg. Sjá nánar í blaðinu í dag. Ljósm. mm Ragna Sólveig fór að missa hárið 2019, af völdum Alopecia. Hún ákvað þá að raka af hárið sem eftir var. Ingvar Þór Gylfason eiginmaður Rögnu málaði þessa mynd af henni. Vitundarvakning um sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.