Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 07.09.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 9 Hundurinn Baltasar sést hér í hvíldarstöðu við vinnu sína sem felst í að rölta um gangana á Hjúkrun ar­ og dvalarheimilinu Höfða á Akra­ nesi. Hann er annar tveggja hunda sem hafa tekið þetta að sér og gleðja þeir heimilisfólk mjög með nærveru sinni. gj Veitur hafa síðastliðin misseri borað eftir heitu vatni í Bæjarsveit í Borgarfirði. Boruð var um 530 metra hola með 30 gráðu halla til austurs og gefa fyrstu niðurstöður til kynna 22­25 lítra á sekúndu af níutíu gráðu heitu vatni. Svein­ björn Hólmgeirsson verkefnastjóri hjá Veitum segir heitavatnsfund­ inn mikla búbót en stefnt verður að því að virkja holuna á næstu miss­ erum. Bætist hún við tvær borholur sem fyrir eru í Bæjarsveit og vatnið frá Deildartunguhver. ,,Þetta vatn verður tengt við núverandi lagnir en það er dælustöð við hliðina á borplaninu. Holan verður virkjuð á næstunni, þegar við vitum hvað hún er að gefa. Þá þarf að prófa hana eitthvað frekar og panta rétta dælustærð. Ekki er gott að segja hvenær borholan verður komin í gagnið en þetta er um 10% aukn­ ing á núverandi afköstum veitunnar sem þjónar Hvanneyri, sveitunum, Borgarnesi og Akranesi,“ segir Sveinbjörn. sþ Undanfarna daga hefur verið líf og fjör á höfninni í Grundarfirði. Síð­ ustu skemmtiferðaskipin eru að leggja að þessa dagana og svo eru sífellt fleiri fiskiskip farin að koma til löndunar enda allt að komast í fastar skorður í atvinnulífinu. Með­ fylgjandi myndir voru teknar mánu­ daginn 5. september síðastliðinn. tfk Umsóknarfrestur er til og með 18. september nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is. Símenntunarmiðstöð Vesturlands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Við leitum að öflugum og framsýnum leiðtoga til að stýra daglegri starfsemi miðstöðvarinnar. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Daglegur rekstur og stjórnun • Gerð rekstrar- og starfsáætlana • Stefnumótun og nýsköpun • Verkefnastjórn • Samningagerð • Samstarf og samráð við hagsmunaaðila • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af rekstri og fjármálum • Framtíðarsýn og stefnumótandi hugsun • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Reynsla og þekking á verkefnastjórn • Reynsla af stjórnun og uppbyggingu liðsheildar • Þekking á fullorðins- og framhaldsfræðslu eða öðrum mennta- og skólamálum • Góð tungumálakunnátta og tölvufærni Framkvæmdastjóri hagvangur.is Sótt er um starfið á hagvangur.is Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er sjálfseignarstofnun, starfar á sviði fullorðinsfræðslu og rekur tvær starfsstöðvar – á Akranesi og í Borgarnesi. Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur vaxið undanfarin ár. Framundan eru fjölmörg tækifæri til þess að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum í landshlutanum innan fullorðinsfræðslunnar og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni. Skemmtiferðaskipin víkja fyrir fiskiskipunum Bílstjórar og áhafnarmeðlimir á Valdimar GK bíða átekta enda þurfti að fá varahlut með hraði til að laga kranann á skipinu svo hægt væri að hefja löndun. Hér má sjá þegar verið er að landa ferðamönnum og afla en hvoru tveggja þykir gott fyrir þjóðarbúið. Heitt vatn fannst við borun í Bæjarsveit Baltasar tekur stutta pásu á vaktinni. Hundurinn Baltasar á vaktinni Níutíu gráðu heitt vatn fannst á 530 metra dýpi. Ljósm. Guðmundur Brynjúlfsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.