Skessuhorn - 07.09.2022, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2022 9
Hundurinn Baltasar sést hér í
hvíldarstöðu við vinnu sína sem felst
í að rölta um gangana á Hjúkrun ar
og dvalarheimilinu Höfða á Akra
nesi. Hann er annar tveggja hunda
sem hafa tekið þetta að sér og gleðja
þeir heimilisfólk mjög með nærveru
sinni.
gj
Veitur hafa síðastliðin misseri
borað eftir heitu vatni í Bæjarsveit
í Borgarfirði. Boruð var um 530
metra hola með 30 gráðu halla til
austurs og gefa fyrstu niðurstöður
til kynna 2225 lítra á sekúndu af
níutíu gráðu heitu vatni. Svein
björn Hólmgeirsson verkefnastjóri
hjá Veitum segir heitavatnsfund
inn mikla búbót en stefnt verður að
því að virkja holuna á næstu miss
erum. Bætist hún við tvær borholur
sem fyrir eru í Bæjarsveit og vatnið
frá Deildartunguhver. ,,Þetta vatn
verður tengt við núverandi lagnir
en það er dælustöð við hliðina á
borplaninu. Holan verður virkjuð
á næstunni, þegar við vitum hvað
hún er að gefa. Þá þarf að prófa
hana eitthvað frekar og panta rétta
dælustærð. Ekki er gott að segja
hvenær borholan verður komin í
gagnið en þetta er um 10% aukn
ing á núverandi afköstum veitunnar
sem þjónar Hvanneyri, sveitunum,
Borgarnesi og Akranesi,“ segir
Sveinbjörn. sþ
Undanfarna daga hefur verið líf og
fjör á höfninni í Grundarfirði. Síð
ustu skemmtiferðaskipin eru að
leggja að þessa dagana og svo eru
sífellt fleiri fiskiskip farin að koma
til löndunar enda allt að komast í
fastar skorður í atvinnulífinu. Með
fylgjandi myndir voru teknar mánu
daginn 5. september síðastliðinn.
tfk
Umsóknarfrestur er til og með 18. september nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá
og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir
Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is.
Símenntunarmiðstöð Vesturlands óskar eftir að ráða
framkvæmdastjóra. Við leitum að öflugum og framsýnum
leiðtoga til að stýra daglegri starfsemi miðstöðvarinnar.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
• Daglegur rekstur og stjórnun
• Gerð rekstrar- og starfsáætlana
• Stefnumótun og nýsköpun
• Verkefnastjórn
• Samningagerð
• Samstarf og samráð við hagsmunaaðila
• Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri og fjármálum
• Framtíðarsýn og stefnumótandi hugsun
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla og þekking á verkefnastjórn
• Reynsla af stjórnun og uppbyggingu liðsheildar
• Þekking á fullorðins- og framhaldsfræðslu eða öðrum
mennta- og skólamálum
• Góð tungumálakunnátta og tölvufærni
Framkvæmdastjóri
hagvangur.is
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er
sjálfseignarstofnun, starfar á sviði fullorðinsfræðslu og
rekur tvær starfsstöðvar – á Akranesi og í Borgarnesi.
Starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur vaxið
undanfarin ár. Framundan eru fjölmörg tækifæri til
þess að starfa að fjölbreyttum og áhugaverðum
verkefnum í landshlutanum innan fullorðinsfræðslunnar
og í samstarfi við hagsmunaaðila hverju sinni.
Skemmtiferðaskipin
víkja fyrir fiskiskipunum
Bílstjórar og áhafnarmeðlimir á Valdimar GK bíða átekta enda þurfti að fá
varahlut með hraði til að laga kranann á skipinu svo hægt væri að hefja löndun.
Hér má sjá þegar verið er að landa ferðamönnum og afla en hvoru tveggja þykir
gott fyrir þjóðarbúið.
Heitt vatn fannst við borun í Bæjarsveit
Baltasar tekur stutta
pásu á vaktinni.
Hundurinn Baltasar á vaktinni
Níutíu gráðu heitt vatn fannst á 530 metra dýpi. Ljósm. Guðmundur Brynjúlfsson.