Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 2

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 2
Athyglisverðar tölur S. D. Aðventistar reka hina heimsvíðtæku starfsemi sína í 385 löndum, eyjum eða eyjaklösum á 71ð mismun- andi tungumálum. Þeir reka 163 heilsuhæli, sjúkrahús og minniháttar lækningastofur víðsvegar um heiminn. Næstum 700.000 sjúklingar fá árlega hjálp á þessum stofnunum. Þeim, sem ekki hafa hcift efni á að borga fyrir sig, hefur verið hjátpað endurgjaldslaust, og nam þessi ókeypis læknishjálp síðastliðið ár nálægt ll/> milj- ón króna. S. D. Aðventistar hafa 2800 líknarfélög, og hafa þau mörgum þúsundum sjálfboðaliða á að skipa í starfinu, sem hjálpa sjúkum, safna saman og gefa út mat og klæðnað til fátækra, stofna heimili fyrir munaðarlausa, hjálpa unglingum til að fá kristilega menntun og til að læra eitt eða annað handverk sér til lífsframdráttar. Árið 1937 var meira en einni miljón fatnaða úthlutað til bágstaddra. Auk þess voru mörg tonn af sáraumbúða- vörum send til kristniboðslækna á þeim stöðum, sem neyðin var mest. Sama ár gáfu læknar vorir og hjúkr- unarkonur næstum eirini miljón sjúklinga ókeypis lækn- ish jál p. Vér myndum ekki geta framkvæmt allt þetta starf til að draga úr neyð manna ef ekki kæmi til fjárhagsleg hjálp vina vorra víðsvegar um heiminn. En beiðnir koma til vor um enn meiri hjálp. Þessvegna biðjum vér vini vora enn á ný um hjálp, til þess að vér getum stutt að því, að bæta kjör þeirra meðbræðra vorra, sem verst eru settir.

x

Í fótspor Meistarans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.