Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Síða 5
lega hafa verið uppgötvuð. Þar búa
nálægt 350,000 heiðingjar á mjög
lágu menningarstigi, þeir búa í léleg-
um torfkofum, og hafa hvítir menn
hingað til ekkert um þá vitað. Nokkr-
um mánuðum áður en ég kom, hafði
fyrsti hvíti kristniboðinn á þessum
stöðvum safnað að sér nokkrum inn-
fæddum drengjum og kennt þeim. I
dag, aðeins þremur árum síðar, höf-
um vér hér um bil 40 skóla og
kristniboðsstöðvar meðal þessara fyr-
verandi villimanna.
Frá öllum löndum koma beiðnir
um fleiri kennara. Þekkingarþorstinn
virðist vera þessum mönnum í brjóst
borinn, og það er einn hluti af fyr-
irætlun Guðs, að evangeliskir kenn-
arar skuli fara út og kenna þeim.
Bækur og rit eru eitthvert bezta
fræðslumeðalið. Vér höfum hingað
og þangað í ýmsum löndum 7 5
stór bókaútgáfuhús, og fjöldamargar
smærri bókaútgáfudeildir, sem prenta
bækur og rit á ekki færri en 194
tungumálum. Líf mörg þúsund manna
og kvenna hafa gerbreytzt fyrir áhrif
slíkra kristilegra bókmennta. Meir en
3400 bóksalar hafa helgað líf sitt
þess konar trúboðsstarfi.
Munnleg' boðun.
Prédikunarstarfsemin er eitthvert
áhrifamesta og ávaxtasamasta með-
alið til framgangs fyrirætlun Guðs.
Öll kristniboðsfélög úti um heiminn
hafa trú á og framkvæma þess konar
trúboðsstarf.
Sjöunda dags Aðventistar starfsetja
hér urn bil 8000 vígða prédikara og
kristniboða, sem verja öllum tíma
sínum til að prédika, og fer það
starf fram á meir en 700 ólíkum
tungumálum. Þeir leitast við að boða
„fagnaðarboðskapinn um ríkið“, og
vegsama Frelsarann, sem dó oss til
réttlætingar, reis upp oss til helgunar,
og mun innan skamms koma í skýjum
himins, til að gera þá vegsamlega,
sem vaka og bíða hans. Þetta er í
sannleika „hin sæla von“, sem veitir
djörfung, traust og trú á þeim tím-
um, er inenn vanmegnast af ótta og
kvíða fyrir því, sem koma mun yfir
heimsbyggðina.
Lækningastarf.
Jesús var læknir og trúboði, og
rithöfundur einn hefir komizt svo að
orði: „Guð átti einkason, og hann
lét hann verða lækni og kristniboða.“
Þegar Jesús var hér á jörðu, voru
menn og konur stödd í mikilli lík-
amlegri neyð. Hið sama ástand er
ríkjandi nú, og nær yfir allan heim.
Allt mannkynið er sjúkt.
Sjöunda dags Aðventistar feta í
Innfæddir sjúklingar bíða eftir hjálp fyrir utan
Jengre-lækningastofuna í Nigería.
3