Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Síða 10
Kristnir skólar
og þýðing þeirra
fyrir boðun
fagnaðarerindisins.
Sú trú, að hverjum manni beri
skylda til að hjálpa meðbræðrum
sínum af fremsta megni, hefir komið
því til leiðar, að Sjöunda dags Að-
ventistar hafa sett á stofn um allan
heim skóla, þar sem þeir framfylgja
hinuin beztu fræðslu-meginreglum. I
þessu innifelst það, að mennta hjarta,
höfuð og hönd á réttan hátt. Það er
eins og einhver hefir sagt: „Sönn
menntun er meira en undirbúningur
undir þetta líf. Hún mótar manninn
allan og nær yfir allt það tímabil,
sem honum er auðið að lifa. Hún
er innifalin í því, að allir kraftar
líkama, sálar og anda þroskist í sam-
ræmi hver við annan.“
Innfæddur starfgmaður við prentsmiðju vora í
Kenya.
Æskulýðnum í skólum Sjöunda
dags Aðventista, er kennt að taka
á móti öllu Guðs orði afdráttarlaust
og algerlega, til að byggja trú sína
á því, og til að gera hinar heilnæmu
meginreglur fagnaðarerindisins að
hyrningarsteini menntunar sinnar.
Menntun sú, sem byggist á öðrum
grundvelli, mun á hinum mikla degi,
þegar verk hvers manns verða opin-
Nemendur við kvennaskólann í Kisii.
beruð eins og þau eru í raun og
veru. reynast aðeins „hey og hálm-
ur“, eða einkisvirði. Það er aðeins
þegar kennarinn situr við fætur
Meistarans mikla, og lærir af hon-
um, að hann getur gefið hinum ungu
réttar hugmyndir um, hvað sönn
menntun er.
Eins og Drottinn kallaði vissa
menn meðal Israelsmanna í fornöld,
fyllti þá Anda sínum. veitti þeim
speki og skilning, þekkingu og dugn-
að til alls konar starfa; þannig verð-
ur söfnuður Guðs nú [á dögum að
taka að sér meðlimi sína, og færa
8