Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 13

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 13
vébanda þess vaxið svo, allt til þessa dags, að nú á það 16-3 stórar lækn- ingastofnanir úti um allan heiminn. Þessar stofnanir hafa veitt móttöku frá 400.000 til 700.000 sjúklingum á ári. A þessum lækningastofum. heilsu- hælum og sjúkrahúsum fá þúsundir fátæklinga ókeypis hjúkrun. Það er einnig rétt að geta um hinar mörgu stofnanir einstakra manna, sem stjórnað er eftir megin- reglum Sjöunda dags Aðventista. Við þessar stofnanir, sem sjá um sig sjálfar, er veitt ókeypis læknishjálp fyrir allt að hálfri miljón króna á ári. Svona víðtæk læknakristniboðs- meginregla útheimtir auðvitað mikið fé til rekstrar og viðhalds. Oftast reynist það ómögulegt fyrir þessar stofnanir að sjá fyrir sér sjálfar til lengdar. Vér skulum t. d. nefna ástandið í kristniboðslöndunum, þar sem lækn- ingastofur og sjvikrahús voru stofnuð meðal hinna fátæku, en mjög þurf- andi innfæddu manna. Þetta fóllc er ekki þannig innrætt að það vilji ekki borga. Þvert á móti vilja þeir gjarn- an borga þá læknishjálp, sem þeir fá, en vantar peninga til þess. Það kemur oft fyrir lækni úti á kristniboðsakrinum, að sjúklingur kemur með hænu og býður hana sem borgun fyrir stóran lækninga- skurð. Aðrir koma með dálítið af korni eða hrísgrjónum. I þessum lönd- um eru fimm krónur taldar mikil upphæð sem borgun fyrir lækninga- skurð, sem hér heima mundi kosta mörg hundruð krónur. Innfæddur starfsmaður við Jengrekristniboðs- stöðina í Nigería bindur um sár. Asamt sjálfum lækningaskurðinum verður kristniboðssjúkrahúsið að sjá sjúklingnum fyrir hjálp og hjúkrun, þangað til hann er orðinn albata. Það kemur fyrir, að sjúklingar borga fáeina aura á dag týrir sjúkrahús- vist sína, en oftast hafa þeir ekkert til að borga með. Þetta ástand staðfestir aðeins það sem Frelsarinn sagði: „Fátæka hafið þér ávallt hjá yður.“ (Jóh. 12, 8.) En hann talaði einnig þessi huggun- arríku orð, sem eru svo dýrmæt fyrir hvern kristniboðslækni: „Svo fram- arlega sem þér hafið gert þetta ein- um þessara minnstu bræðra minna, þá hafið þér gert mér það.“ Matt. 25, 40. Vér erum í mikilli þakklætisskuld við þau mörgu hundruð duglegra lækna, og þær þúsundir hjúkrunar- kvenna, sem hafa helgað líf sitt lækna- kristniboðsstarfinu, til að líkna hinum þjáðu. Þessir ágætu menn og konur yfirgefa heimili, vini og öll þægindi. Vér megum ekki bregðast að hjálpa Fraitih. á bls. 17 11

x

Í fótspor Meistarans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.