Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Side 16

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Side 16
buga hann, og' hann reynist enn sem fyrr góður og trúr kristinn maður. Annar ungur maður var sendur burt frá heimili sínu sakir fagnaðarerindis- ins. Faðir hans sagði: „Ég vil ekki sjá þig framar fyrir augum mér.“ I heilt ár var þessi ungi maður útlæg- ur frá heimili sínu. Mikið var beðið fyrir hinum heiðna föður piltsins, og Guð beygði hjarta þessa harðlynda manns. Nú les hann Guðs orð með áhuga, og hefir beðið son sinn fyrir- gefningar. Fjórtán ára gömlum dreng var misþyrmt og hann sendur burt af heimilinu af því að hann vildi fylgja kenningum Biblíunnar. Allir ættingj- ar voru honuin andstæðir og hötuðu hann. Faðir hans dó, en sonurinn fékk ekki leyfi til að koma heim og vera við jarðarförina. Fjölskyldan lof- aði drengnum öllu góðu, ef hann aðeins vildi sleppa trú sinni, en hann var fastur fyrir, og nú er hann á ung- lingaskóla vorum í Nchzwangu. Ég gæti sagt frá mörgum slíkum atburð- um, sem allir sýna, að ineðlimir vor- ir eru trúir, jafnvel þó þeir verði að líða þjáningar og mæta mótstöðu.“ Muderspach kristniboði skýrði einnig frá mörgu öðru, sem gerðist á hinu fjarlæga starfssvæði hans, er sýnir greinilega, að Andi Guðs hríf- ur hjörtu fólksins, og gerir kraftaverk enn í dag, eins og á íýrstu tímum kristninnar. Innan skamms fer br. Muderspach aftur til Uganda, og opnar þá kristniboðsstöð í vesturhluta landsins, þar sem boðskapurinn hefir ekki ennþá verið fluttur. Vér biðjuin Guð að blessa hann ríkulega á ferða- laginu og framvegis, og veita honum náð til að vinna margar sálir fyrir fagnaðarerindi Krossins. Gamalkunning'i vor, Gunnar Fag'ereng' Gudmundsen, prestur, einn af brautryðjendum kristniboðs- ins í Abessiníu, sem starfaði í hinu gamla afríkanska keisararíki í 14 eða 15 ár, hefir aftur tekið á móti köll- un til kristniboðs. Nú á hann að fara til Anglo-Egiptist Sudan, eftir tveggja eða þriggja ára dvöl heitna á ættjörð sinni. Þegar menn lesa þetta, mun hann og kona hans vera farin að starfa með krafti að því að vinna sálir fyrir Krist á þessu fjar- læga og þurfandi kristniboðssvæði. Á kristniboðsferð í þriðja sinn er kristniboði N. Balle Nielsen, fremur ungur maður, en samt sem áður fer hann nú út í þriðja sinn sem kristniboði. Fyrst var hann í Indlandi í mörg' ár, síðan í Abessiníu nokkur ár, og nú hefír hann lagt af stað þangað aftur eftir mjög stutt starfshlé. Vér höfum klippt úr stuttri ritgerð í unglinga- blaði voru nokkur eftirfarandi kveðju- orð: „Mig vantar orð til að lýsa gleði minni yfir því sem ég hefi séð og' reynt af náð Guðs á þeim árum, sem liðin eru síðan ég sem korn- ungur maður hóf starf mitt í þjón- ustu Meistarans. Nú sem stendur er ég, sem ég vil kalla á þriðju kristniboðsferð minni. Það er sem sé í þriðja skipti. að ég ferðast út á kristniboðsakur- 14

x

Í fótspor Meistarans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.