Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 21

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Page 21
Kall frá hólmalandi Nígerflj ótsins. Sá, sem ferðast meðfram mýrarfló- unum og hinum þéttu skógum kring um hólmaland Nígerfljótsins mun veita eftirtekt hinum mörgu töfra- gripum „Ju-ju“-skurðgoðum,„helgum“ stöðum og hellum meðfram vegun- tim. Það getur verið stafur, sem rek- inn er niður í jörðina, og leirkrús látin ofan á hann með kókoshnetum í — fórn til þess guðs, sem fólkið heldur að verndi garða þess. Það getur verið hola með stóru tré í miðjunni. og mannabeinum raðað kring um rætur þess. Eða það getur verið lítill kofi með hálmþaki sem byggður er yfir nokkra staura, sem standa upp úr vatni í jarðsprungu. Líka geta verið búin til nokkurs konar trjágöng úr Ju-ju-goðum á leiðinniinn í eitthvert þorpið, eða haugur með dul- um og grasi á þverslá þvert yfir götuna til þess að stemma stigu fyrir sjúk- dómum og dauða. Alls staðar sjást merki um hjátrú og ótta — ótta fyrir sjúkdómum, stríði, vatnsflóði, dauða. Landið hér umhverfis er sannarleg gróðrarstía alls konar sjúkdóma — holdsveiki, bóluveiki, blóðkreppusótt- ar, „malaríu", svefnsýki og gulu veikinnar, svo aðeins sé nefnt fátt eitt. Ju-ju-prestarnir vita, hvernig þeir eiga að færa sér í nyt hræðslu og hjátrú fólksins. Þeir biia til alls kon- ar töfralyf og töfragripi, og þylja töfraþulur fyrir þá. sem geta borg'að fyrir sig. Stundum fremja þeir mann- blót, og stundum láta þeir fólk hverfa á leyndardómsfullan hátt. Það er ennþá algengur siður að deyða tví- bura, sem fæðast, því að þeir álíta tví- burafæðingu ógæfu. En fagnaðarerindi Jesú Krists ryður sér braut meðfram fljótunum og gegn- um skógana inn í hjörtu fólksins. Þetta andlega blinda fólk hefir svo hundr- uðum skiptir öðlazt gleði, von og trú. Ju-ju-prestarnir eru komnir í nið- urlægingu. Menn, sem hafa verið blátt áfram svikarar og féglæframenn Innfaedd hjúkrunarkona á fæðingardeildinni í Kendu-sjúkrahúsinu í Afríku. 19

x

Í fótspor Meistarans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.