Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 26

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Blaðsíða 26
starfað þarna í tnttug'u ár, sögðu við oss að þetta fyrirtæki mundi ekki þrífast í Sierra Leone. En Guð hefir samt sem áður blessað viðleitni vora. Við höfum nýskeð haldið tjaldsam- komur, þar sem 360 voru viðstaddir. A annari samkomu hlýddu 425 með eftirtekt á fagnaðererindið, og á þriðju voru 460 saman komnir. Hví- lík gleði var þcið fyrir oss, að sjá margt af þessu kæra fólki koma fram að ræðustólnum til að helga sig algerlega Guði. Þið hefðuð átt að sjá þá, þar sem þeir stóðu í stór- um hóp með tárin í augunum, og gáfu til kynna, að þeir vildu lifa Drottni algerlega. Við höfum hingað til á þessu ári skírt 65, og 40 eru nú tilbúnir að taka skírn. Áður en þessir afturhorfnu heiðingjar eru skírðir, verður líf þeirra að bera þess vott, að þeir í sannleika hafí losnað úr ánauð syndarinnar, og öðlazt það frelsi, sem Jesús, frelsari vor, einn getur veitt. Það eru mikilvæg sann- indi, einnig hér í Afríku. að „ef Sonurinn gerir yður frjálsa, munuð þér sannarlega verða frjálsir.“ Nú sem stendur eru allir heilbrigðir hér á stöðinni, og við sendum ættjörð- inni beztu kveðjur.“ Fréttir frá LJganda. Til þess að taka sem minst rúm í blaðinu, verðum við aftur að „klippa úr“. I þetta skipti er það úr skemmtilegri og hrífandi skýrslu frá Emanuel W. Pedersen kristniboða, sem stjórnar kristniboðsskóla vorum í Uganda. Hann skrifar meðal ann- ars: „Oss er gleði í hug er vér send- um vinum vorum heima kveðju frá kristniboðsskólanum í Nchwanga. En hvað er nú eiginlega kennara- eða kristniboðsskólinn í Nchwanga? — Spurningannerki, sem hefir verið stórt en er nú orðið minna; lítilfjör- leg byrjun á nokkru, sem með hjálp Guðs og manna getur og skal verða að veruleika; blómleg stofnun, þar sem synir Uganda geta lært að verða kristnir af heilum hug, og duglegir ,,mannaveiðarar“. Skólinn hefir prófsrétt, og er skráður sem kennaraskóli, þar sem við fyrst um sinn veitum þá fræðslu, sem nægir til þess, að nemandinn geti að náminu loknu tekið gilt kenn- arapi'óf, sem þýðir það, að vér get- um frá okkar eigin skóla sent út unga menn sem fullgilda kennara við útiskóla vora. Það er ekki tilviljun, að Uganda er nefnd „undrið í kristniboðssögu nútímans.“ Það land er eflaust eitt af þeim kristniboðssvæðum, sem vér getum gert oss beztar vonir um. Þetta eitt sýnir oss hvílík þörf og nauðsyn oss er á góðum skóla. E. Bjaanæs. 24

x

Í fótspor Meistarans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.