Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Síða 28

Í fótspor Meistarans - 01.06.1939, Síða 28
Frá Grænlands ísgnúp yztum, frá Indlands kóral-strönd, frá landi sunnan sólar við silfurlinda bönd, frá fljótum frumskóganna og fríðri pálmahlíð, berst hróp til vor að hrífa úr hlekkjum viltan lýð. Þótt sólblær sætri angan um Seylon andi milt, þótt leiki allt í lyndi, er líf manns syndum spillt; ei stoðar Guðs þótt gjafir úr gæzku drjúpi sjóð, því starblind dýrkar stokka og steina heiðin þjóð. Mun oss, er Orðsins njótum, sú aðferð henta þá, þeim synja’ um lampa lífsins, er langvinn myrkur þjá? Nei, boðum Jesúm, boðum hans blessað hjálparráð, unz fólki fjarstu landa er frelsisorð hans tjáð. Þér vindar! blítt það berið og bárur sævargeims! Unz allt skín í þess ljóma til endimarka heims; unz lambið lausnar kemur, er leið og dó á kross, í veldi vegs og dýrðar til verndar frelstum oss.

x

Í fótspor Meistarans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Í fótspor Meistarans
https://timarit.is/publication/1727

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.