Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 10
Þar sem þetta er svo
einföld breyting og
tæknilega ekki flókin,
þá fannst mér algjör-
lega ástæðulaust að
bíða með þetta.
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdótt-
ir, þingmaður
Viðreisnar
Styrkir
úr Lýðheilsusjóði 2023
Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr
sjóðnum á sviði heilsueflingar og forvarna.
Áherslur við styrkveitingu fyrir árið 2023 verða eftirfarandi:
• Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.
• Aðgerðir sem miða að því að efla félagsfærni.
• Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði, svefni og hreyfingu.
• Áfengis, vímu- og tóbaksvarnir.
• Verkefni sem tengjast kynheilbrigði.
• Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.
Við úthlutun verður tekið mið af eftirfarandi stefnum:
• Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi
• Þingsályktun um lýðheilsustefnu til ársins 2030
• Stefna í áfengis- og vímuvörnum til 2020
• Stefna í geðheilbrigðismálum til 2030
• Stjórnarsáttmála um bætta lýðheilsu, aukna velsæld og jafnt aðgengi.
Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
• Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu.
• Verkefni með eigin fjármögnun og/eða annað mótframlag.
• Verkefni sem ekki eru unnin eingöngu af stofnunum á föstum fjárlögum.
Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.
Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvinduskýrslu að verkefni loknu.
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2022.
Sótt er um á nýju vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.
Nánari upplýsingar á vef embættis landlæknis.
Embætti landlæknis - Katrínartúni 2 - 105 Reykjavík - Sími 510 1900
lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS
TRYGGÐU ÞÉR GISTINGU Í TÍMA!
SKÍÐAFRÍ TIL ÍTALÍU
DINNA OG HELGI TAKA VEL Á
MÓTI YKKUR Í ÍTÖLSKU ÖLPUNUM
VERÐ FRÁ 148.900 KR
Á MANN M.V 3 FULLORÐNA 21. - 28. JANÚAR 2023
INNIFALIÐ ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á
SKÍÐABÚNAÐI OG ÍSLENSK FARARSTJÓRN
ERTU MEÐ HÓP?
SENDU OKKUR FYRIRSPURN
Á HOPAR@UU.IS
kristinnhaukur@frettabladid.is
MENNING Félag heyrnarlausra
stendur nú fyrir útgáfu fyrstu
barnabókanna á íslensku táknmáli.
Félagið vonast til þess að þær verði
sýndar í öllum leikskólum landsins.
„Það vantar efni fyrir heyrnar
laus börn á þeirra eigin móðurmáli.
Textað efni er ekki það sama. Tákn
málið er móðurmálið,“ segir Laila
Arnþórsdóttir, ráðgjafi hjá félaginu.
Það er dagskrárgerðarmaðurinn
Sindri Jóhannsson sem tekur efnið
upp, klippir það, vinnur og segir
söguna á afar lifandi og líf legan
hátt. Tvær bækur hafa þegar verið
þýddar og birtar á YouTube. Ann
ars vegar bókin Pabbi minn og hins
vegar bókin I Love You, Stinky Face,
sem hefur ekki verið þýdd á íslensku
enn þá.
„Það væri mjög gaman að sjá
þessa lifandi túlkun hans Sindra í
leikskólum fyrir öll börn í landinu.
Margir eiga erfitt með að tala og
skilja, til dæmis innflytjendur, en
þetta efni er mjög auðskiljanlegt,“
segir Laila.
Sindri segir að þegar sé búið að
velja næstu bækur, en söfnun sé
einnig í gangi hjá fyrirtækjum og
stofnunum til þess að fjármagna
útgáfuna. Takmarkið er sett á 2,4
milljónir króna. Til að byrja með
verði horft til efnis fyrir börn á aldr
inum 0 til 8 ára.
„Þetta er fyrir börn sem eru
nýbyrjuð að læra táknmál. En einn
ig fyrir fullorðið fólk sem vill æfa
sig,“ segir Sindri.
Laila segir að heyrnarlaus börn
á þessum aldri séu um tíu í dag, en
þeim sé að fjölga hratt því að bæst
hefur við heyrnarlaust fólk á flótta
frá Úkraínu. n
Félag heyrnarlausra gefur út fyrstu
barnabækurnar á íslensku táknmáli
Sindri túlkar
barnabókina
Pabbi minn.
MYND/FÉLAG
HEYRNARLAUSRA
Þingmaður Viðreisnar hefur
lagt fram frumvarp á Alþingi
um sorgarleyfi vegna maka
missis. Hún segir fókus
punktinn á börnunum og að
taka utan um og styðja þær
fjölskyldur þar sem móðir eða
faðir deyr frá börnum sínum.
erlamaria@frettabladid.is
ALÞINGI Þorbjörg Sigríður Gunn
laugsdóttir, þingmaður Viðreisnar,
hefur lagt fram frumvarp á Alþingi
um sorgarleyfi vegna makamissis.
Að sögn Þorbjargar er frumvarpið
útvíkkun á lögum sem samþykkt
voru í sumar, um sorgarleyfi í kjöl
far barnsmissis.
„Þau lög fólu í sér mjög mikilvægt
nýmæli um sorgarleyfi fyrir for
eldra sem misst hafa barn og líka
í þeim tilvikum þar sem um er að
ræða andvana fæðingar. Það sem ég
er að leggja til núna er útvíkkun á
því að það sé veitt sorgarleyfi fyrir
eftirlifandi foreldri í kjölfar þess að
barn missi foreldri sitt. Þá er eftir
lifandi foreldri í þeirri erfiðu stöðu
að þurfa bæði að glíma við sorgina
yfir að hafa misst maka og það stóra
og þunga verkefni að vera til staðar
fyrir barn eða börn sín í kjölfar
þess,“ segir Þorbjörg.
Hugmyndin og fókuspunkturinn
sé á börnin og að taka utan um og
styðja um þær fjölskyldur þar sem
móðir eða faðir deyr frá börnum
sínum.
„Þetta eru sorglega mörg börn á
litla Íslandi sem á hverju ári standa
frammi fyrir þeim veruleika að
missa foreldri sitt. Þetta eru rúm
lega eitt hundrað börn á ári,“ segir
Þorbjörg.
Að sögn Þorbjargar ríkti þverpóli
tísk sátt um frumvarpið um sorgar
leyfi vegna barnsmissis, sem sam
þykkt var á Alþingi um miðjan júní,
þar sem þingmenn hafi sýnt mikinn
samhug þegar málið var afgreitt.
„Ég held að allir foreldrar geti
tengt við þann harm og þá sáru sorg
að missa barn, og allir geti skilið að
þetta er eitthvað sem hefur þannig
áhrif á lífið að það þurfi einfaldlega
svigrúm og jafnvel leyfi frá vinnu
markaði,“ segir hún.
Þorbjörg segist bjartsýn á að hún
fái að f lytja frumvarpið á Alþingi
fyrir jól og bindur vonir við að það
geti orðið að lögum sem fyrst.
„Þar sem þetta er svo einföld
breyting og tæknilega ekki f lókin,
þá fannst mér algjörlega ástæðu
laust að bíða með þetta. Þetta er
ekki mál sem allir f lokkar geta ekki
sammælst um,“ segir Þorbjörg.
„Hugsunin um að það séu hund
rað börn á Íslandi sem upplifa þetta
á hverju einasta ári... þá finnst mér
þetta falleg skilaboð til þessara fjöl
skyldna frá samfélaginu að segja:
Við viljum vera til staðar og ætlum
að vera til staðar.“ n
Foreldri sem eftir
lifir fái leyfi til að
glíma við sorgina
8 Fréttir 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ