Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 44
SÉRFRÆÐINGUR HJÁ VIRK
sjúkraþjálfari eða iðjuþjálfi
VIRK leitar að reyndum sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa til að vinna í þver-
faglegri teymisvinnu. Starfið felur meðal annars í sér að kortleggja vanda
einstaklinga sem vísað er í þjónustu. Einnig að vera faglegur stuðningur
við ráðgjafa og rýna framgang í starfsendurhæfingu. Sérfræðngur þarf
að geta metið hvað hindrar atvinnuþátttöku hjá einstaklingi og hvernig
best er að styðja hann í endurkomu til vinnu eins fljótt og auðið er. Hann
mun einnig koma að öðrum verkefnum innan VIRK sem fela í sér þróun
og umbætur á þjónustu.
Helstu verkefni
• Kortlagning á vanda einstaklinga í þjónustu VIRK
• Gerð áætlana fyrir starfsendurhæfingu
• Ákvarðanataka í málum einstaklinga í þjónustu VIRK
• Rýna framgang mála m.t.t. hindrana hvað varðar þátttöku
á vinnumarkaði
• Samstarf við fagaðila og stofnanir í heilbrigðis- og félagsþjónustu
• Þróunar- og umbótastarf
Menntunar- og hæfnikröfur
• Réttindi til að starfa sem sjúkraþjálfari eða iðjuþjálfi
• Að minnsta kosti fjögurra ára starfsreynsla í
meðferðar-/endurhæfingarvinnu
• Jákvæð reynsla af þverfaglegri samvinnu
• Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
• Þekking á vinnumarkaði, heilbrigðis- og félagsþjónustu
• Þekking og reynsla af verkefnastjórnun er kostur
• Reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar er kostur
• Framhaldsmenntun á fagsviðinu er kostur
• Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Hlutverk VIRK er að móta, samþætta, styðja við og hafa eftirlit með
þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að því að efla
starfsgetu einstaklinga með heilsubrest í kjölfar veikinda eða slysa.
VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað sam-
félagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði
og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK
standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði.
VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan
starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu
með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og
er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum.
Nánari upplýsingar um VIRK er að finna á virk.is
Upplýsingar veitir
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2022.
Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar
blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn
hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi
uppfyllir hæfnikröfur starfsins.
Viðskiptastjóri
í fyrirtækjaráðgjöf
Starfið felur m.a. í sér:
› faglega ráðgjöf og öflun nýrra viðskiptavina
á fyrirtækjamarkaði
› ræktun viðskiptatengsla við núverandi
og nýja viðskiptavini
› greiningu á þörfum fjölbreyttra fyrirtækja
› úrvinnslu gagna, skýrslugerð og kynningu
á niðurstöðum
› þátttöku í þróunarverkefnum í samstarfi við
aðrar deildir
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember nk.
Sótt er um starfið á sjova.is/starfsumsoknir.
Sjóvá 440 2000
Við leitum að einstaklingi með:
› háskólamenntun sem nýtist í starfi
› mikla samskiptafærni, jákvætt hugarfar
og frumkvæði
› framúrskarandi þjónustulund og metnað
til að ná árangri
› færni í að greina töluleg gögn og setja þau fram
með skýrum hætti
Nánari upplýsingar veitir Heiður Huld
Hreiðarsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar,
heidur.hreidarsdottir@sjova.is.
Við leitum að metnaðarfullum og
kraftmiklum einstaklingi í starf
viðskiptastjóra í fyrirtækja-
ráðgjöf. Í boði er fjölbreytt og
krefjandi starf í samhentu teymi
sem kappkostar að veita viðskipta-
vinum afburðaþjónustu, jafnt
við ráðgjöf um tryggingavernd
og forvarnir sem og þjónustu
vegna tjóna.
Fyrirtækjaráðgjöf Sjóvá þjónustar mörg þúsund fyrirtæki, allt
frá sjálfstætt starfandi einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins.
Við erum efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni og
kannanir sýna að starfsánægja hjá okkur er með því mesta sem
mælist hérlendis.