Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 106
Mér finnst að hver einasti Íslendingur eigi að senda frá sér að minnsta kosti eina ljóðabók um ævina. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Skannaðu QR kóðann og skoðaðu jólatilboðin Verðdæmi: 180 x 200 cm. Fullt verð: 214.900 kr. Nú 184.920 kr. Sealy PORTLAND heilsurúm með Classic botni Millistíf dýna með pokagormum sem gefur fullkominn stuðning. AUSTIN hægindastóll Mjúkur og notalegur. Grár, brúnn eða svartur. Fullt verð: 149.900 kr. 20% AFSLÁTTUR Jól JÓLIN ERU Í DORMA Frábært úrval og gott verð 20% AFSLÁTTUR af dýnu JÓL 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÆNGUM OG KODDUM Nú 119.920 kr. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. Sunnlenski bókabóndinn Bjarni Harðarson lætur ekki deigan síga í útgáfu alls kyns ritverka og hefur enn sem fyrr mikla og ósvikna trú á les- efninu ljúfa sem landsmenn setjast niður með á þessum tíma árs – og njóta, blaðsíð- urnar á enda. ser@frettabladid.is Hann hendist yfir heiðina núna um helgina og efnir til Bókamessu í Safnaðarheimili Grensáskirkju klukkan 14.00 í dag og stendur dýrðin yfir til aftanstundar, raunar með bókauppboði á heila tímanum á meðan hátíðin varir. „Já, blessaður vertu, ég ætla að bjóða þarna upp á alls kyns rarí- tet úr útgáfusögu bókaforlagsins Sæmundar og menn munu undrast hvað það er litríkt safn af alla vega skáldskap og þjóðlegum fróðleik,“ segir Bjarni í samtali við blaðið, þar sem hann er staddur uppi á Ing- ólfsfjalli, bæjarfjalli Selfyssinga, en hann reynir að stæla skrokkinn þegar tími gefst frá bókastússinu. Þetta er ótrúleg saga Á Bókamessunni í Grensáskirkju munu rithöfundar forlagsins lesa upp úr sögum sínum og ljóðum, svo sem akureyrska ljóðskáldið Embla Hakadóttir sem Bjarni segir yrkja af einstöku sjálfstrausti, en svo nefnir hann líka Hermann Stefánsson með sögulega skáldsögu sína sem megi heita stórkostleg að inntaki. „Hermann er að skrifa um þá tíma spíritismans á Íslandi þegar eyjan í norðri var um það bil að verða and- ans miðstöð á heimsvísu í krafti áberandi miðla og alls konar hand- anheimamanna. Þetta er ótrúleg saga,“ segir Bjarni og pústar lítið eitt. Og hann heldur svo upptalning- unni áfram, en rannsóknarlögreglu- maðurinn Gísli Jökull Gíslason sé á meðal höfunda hans – og það sé nú ekki ónýtt að hafa svoleiðis mann í liði sínu. „Hann er að skrifa um pyntingar á íslenskum sjómönnum, hvorki meira né minna,“ upplýsir bókabóndinn. Ein ljóðabók á mann Hann segir þetta verða herlegheita- hátíð með alls kyns gamanmálum – og kvæðasöng, en þar með hváir blaðamaður. „Jújú, þarna verða kvæðakonur úr hópnum Kvæða- konan góða, sem Hallgerður heitin Gísladóttir stofnaði á sínum tíma, en með söng sínum ætla þær að kynna endurútgáfu á tímamóta- verki hennar, Íslenskri matarhefð,“ segir Bjarni og telur kvæðasönginn verða einstaka upplifun fyrir nær- stadda. „Alveg magnað fyrirbæri,“ bætir hann við. Hann er sammála mörgum öðrum forleggjurum landsins um að bókaflóðið sem skellur á lands- mönnum þessi dægrin einkennist af óvanalega miklum fjölda skáld- sagna. „Og svo halda ljóðin velli og vel það. Mér finnst að hver einasti Íslendingur eigi að senda frá sér að minnsta kosti eina ljóðabók um ævina,“ segir karlinn og býst til heimferðar ofan af Ingólfsfjalli. n Bókabóndinn mætir með rarítetið á mölina Bjarni Harðarson, bókabóndinn seigi, sem verður með Bókamessu í Safnaðarheimili Grensáskirkju í dag. Bókamessur Sæmundar eru alltaf vel sóttar og þykja vera með líflegasta móti. MYNDIR/AÐSENDAR n Frétt vikunnar Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri Airwawes Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri tónlistarhátíðarinn- ar Iceland Airwaves, segir þá frétt sem standi upp úr í vikunni hrein- lega vera þá að það hafi selst upp á Iceland Airwaves. Greint var frá þessu í vikunni, en hátíðin hófst á fimmtudag og endar í dag. Hátíðin er haldin á nokkrum stöðum í Reykjavík, en þar má nefna Listasafn Reykjavíkur, Gamla bíó, Fríkirkjuna og Iðnó. „Ég held það hafi ekki verið upp- selt í tæpan áratug,“ segir Anna, sem bendir á að undanfarin ár hafi verið erfið í tónlistar- og viðburðabrans- anum. „Þetta hefur verið skrýtið og erfitt fyrir tónlistarbransann,“ bætir hún við. „Það er gott að fá svona góðar fréttir fyrir íslenskt tónlistarfólk. Þetta sýnir að fólk er að mæta til að hlusta á íslenska tónlist,“ segir Anna, sem telur að hlutfall túrista og Íslendinga skiptist nokkurn veg- inn til helminga á hátíðinni. Þá bendir hún á að hlutfall íslenskra listamanna á hátíðinni hafi líklega aldrei verið eins hátt. „Það bendir til þess að bæði Íslend- ingar og ferðamenn séu mættir til að hlusta á íslenska tónlist. Sem er frá- bært.“ n Uppselt á Iceland Airwawes Anna Ásthildur Thorsteinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 60 Lífið 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.