Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 71
Kynlíf hefur mjög
mikil áhrif á sam-
skipti og gæði sambanda.
Ef ekki er veittur stuðn-
ingur vegna áhyggjuefna
í kynlífi getur það ýtt
undir vonbrigði, kvíða
og depurð hjá karlinum
og maka hans og leitt til
minni lífsgæða beggja.
Jóna Ingibjörg
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir
flytur fyrirlesturinn Kynlíf
og nánd eftir blöðruhálskirt-
ilskrabbamein, í málstofu
Bláa trefilsins þann 12. nóv-
ember næstkomandi. Hún
hefur starfað við og rann-
sakað málefnið um árabil.
Jóna starfar við kynlífsráðgjöf
á Landspítalanum. Hún býr að
fjölbreyttri menntun innan sviðs
hjúkrunarfræði, samtalsmeðferð-
ar, í málefnum kynheilbrigðis og
klínískri kynfræði. Í fyrra lauk hún
doktorsprófi frá Háskóla Íslands
í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræði-
deild. „Rannsóknarverkefnið laut
að því að þróa og prófa árangur
stuðnings- og fræðslumeðferðar
fyrir pör þar sem kona hefur fengið
krabbamein, til að efla aðlögun að
Mikilvægi þess að veita nándinni súrefni
Jóna Ingibjörg hefur um árabil starfað við kynlífsráðgjöf og þekkir til áhrifa meðferðar við blöðruhálskirtilskrabba-
meini í körlum á kynlíf og nánd þeirra í samböndum. Fréttablaðið/Ernir
kynlífi og nánd eftir krabbamein.
Fyrr á árinu fékk ég svo sérfræði-
leyfi í kynheilbrigðishjúkrun,“
segir Jóna.
Ólíkar orsakir og afleiðingar
Meðferð við krabbameini í blöðru-
hálskirtli getur haft margvíslegar
aukaverkanir sem snúa að kynlífi
og nánd karla. „Margir karlar finna
fyrir miklum breytingum á kynlífi
og kynsvörun sem getur haft mikil
áhrif á lífsgæði þeirra,“ segir hún.
„Það fer mjög eftir vali á meðferð
og umfangi hennar, hvaða auka-
verkanir koma helst fram.
Staðsetning krabbameins í
blöðruhálskirtli gerir karla útsetta
fyrir kynlífstengdum auka-
verkunum. Blöðruhálskirtillinn
umvefur þvagrásina og er í grennd
við mikilvægar taugar og æðar sem
hafa bein áhrif á ris.“ Jóna bendir
þó á að það sé mikil einföldun
að einblína á áhrif risbreytinga á
kynlíf og nánd karlmanna eftir
meðferð. „Risbreyting hefur mikil
áhrif en er ekki það eina sem
skiptir máli,“ segir hún.
Helstu aukaverkanir meðferðar
„Í skurðaðgerð geta taugar og
æðar skaddast og haft áhrif á ris og
sáðlát. Fullnæging karlsins getur
breyst í kjölfarið. Einnig geta sumir
karlar tekið eftir útlitsbreytingum
á lim eftir skurðaðgerð. Ef hann er
í nánu sambandi getur þetta haft
mikil áhrif á nánd hans við maka,
sérstaklega ef hann á erfitt með að
ræða um það sem er í gangi.
Margir karlar fara í geisla- og/
eða lyfjameðferð áður eða eftir
uppskurð og báðum meðferðum
fylgja margar aukaverkanir eins og
ógleði, þreyta, viðkvæm slímhúð
og möguleg ófrjósemi, sem hafa
bein og óbein áhrif á kynsvörun
karlsins.
Í andhormónameðferð er
testósterón-búskapur líkamans
þurrkaður upp til að koma í
veg fyrir að æxli vaxi. Skortur á
testósteróni getur bælt kynörvun
karla og sumir upplifa líkamlegar
breytingar eins og stækkun brjósta
eða hitakóf.“
Algengt vandamál
Óhætt er að segja að meirihluti
karla, eða um 81-93% finni fyrir
breytingu á kynlífi eftir meðferð
við blöðruhálskirtilskrabbameini.
Kynlífstengd áhyggjuefni og vandi
eru, að sögn Jónu, sú aukaverkun
sem hefur hvað mest áhrif á
lífsgæði karla og maka þeirra. „Í
breskri rannsókn sem gerð var í
fyrra og tók til 36.000 karla sem
höfðu greinst með krabbamein
í blöðruhálskirtli, sögðu 40% frá
lélegri kynsvörun og mátu hana
sem miðlungs eða stórt vandamál.
Kynlíf hefur mjög mikil áhrif á
samskipti og gæði sambanda. Ef
ekki er veittur stuðningur vegna
áhyggjuefna í kynlífi getur það ýtt
undir vonbrigði, kvíða og depurð
hjá karlinum og maka hans og leitt
til minni lífsgæða beggja.“
Mikilvægi stuðnings og eftir-
fylgni er gífurlegt
Sem betur fer er margt í boði.
„Risendurhæfing snýst um að auka
flæði súrefnisríks blóðs til vefja
á svæðinu og viðhalda teygjan-
leika í limnum eftir skurðaðgerð.
Kynlífsendurhæfing tekur hins
vegar til víðara sviðs og er væn-
legri til árangurs. Þá er markmiðið
enn fremur að „koma súrefni
að nándinni“ í parsambandinu
og styrkja sjálfsmyndina. Kyn-
lífsendurhæfing getur styrkt
sjálfsmynd karlsins, sálræna líðan
og karlmennskuna. Einnig getur
hún aukið nánd í sambandinu, en
líkur á kynlífsbata aukast ef maki
er með í ráðum og fær fræðslu um
það sem er í gangi.
Ýmsar áskoranir mæta körlum
í kynlífsbata eftir meðferð. Ein af
þeim er óvissan um framhaldið.
Önnur áskorun er væntingar um
árangur úrræða. Það getur valdið
vonbrigðum ef úrræði veita ekki
skjótan bata. Því er mikilvægt að
byrja fyrst á þeim úrræðum sem
mestar líkur eru á að skili árangri.
Góð eftirfylgni heilbrigðisstarfs-
fólks sem og frumkvæði karlanna
sjálfra og seigla þeirra að prófa
sig áfram, er það sem þeir segja
sjálfir að hafi hvað mest áhrif. Sem
betur fer hefur þróunin verið í þá
átt að auka stuðning og fræðslu
um kynlífstengd mál áður en til
krabbameinsmeðferðar kemur.
Þeir sem fá snemma góða fræðslu
um ferlið og úrræðin sem þeim
standa til boða, sætta sig frekar við
einhverjar breytingar á kynlífi og
eiga auðveldara með að aðlagast í
sínum kynlífsbata.“
Karlar eru óhræddir við að leita
sér hjálpar og stuðnings
„Það sem hefur komið mér á óvart
í mínu starfi er hvað karlar eru
meðvitaðir um mikilvægi kynlífs
og nándar eftir krabbamein og eru
líka óhræddari en áður við að leita
sér stuðnings og fræðslu. Í nýlegri
bandarískri viðtalsrannsókn
kemur fram að meirihluti karla
með þetta krabbamein óskar eftir
stuðningi í kynlífsbatanum. Þeir
vilja fá upplýsingar áður en læknis-
meðferð hefst. Þeir vilja tækifæri
til að ræða opinskátt við maka
um áhrif breytinga á kynlífi og
kynnast úrræðum til að viðhalda
nánd ef kynferðisleg nánd með
samförum er ekki möguleg. Einnig
vilja þeir hafa aðgang að jafningja-
stuðningi. Karlar eru því mun
opnari en við mörg hver höldum,“
segir Jóna. n
Um þjónustuna
Við kynnum
þjónustu á stóma-
og þvagvörum
Tanja Björk Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur,
tekur á móti viðskiptavinum í verslun Stoðar
í Hafnarfirði, Trönuhrauni 8.
Við leggjum okkur fram um að viðskiptavinir okkar fái
persónulega þjónustu. Við veitum faglega ráðgjöf um
hvaða vörur henta hverjum og einum.
Heimsendum vörur á höfuðborgarsvæðinu næsta virka
dag og póstsendum út á land.
Nánari upplýsingar veitir Tanja Björk í síma 412 4463.
Sérhæft starfsfólk
Tanja Björk hefur síðustu árin þjónustað
viðskiptavini með stóma- og þvagvörur og einnig
starfað á kvenlækningadeild LSH.
Opnunartími
Þjónusta hjúkrunarfræðings er frá 8:30-12:00 og
12:30-16:00 alla virka daga í Trönuhrauni 8.
Vöruafhending í verslun er frá 08:00-17:00.
Vöruframboð
Við bjóðum upp á
stómavörur og þvagleggi
sem eru í samningi við
Sjúkratryggingar Íslands.
www.stod.is
hjukrun@stod.isHAFÐU SAMBAND Í SÍMA
412 4463
Skannaðu kóðann og fáðu nýjustu
fréttir af vörum og þjónustu
Sjónvarpsþáttur á Hringbraut
13. nóvember kl. 20:00
5LAUGARDAGUR 5. nóvember 2022 blái trefillinn