Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 100

Fréttablaðið - 05.11.2022, Blaðsíða 100
TÓNLIST Ár íslenska einsöngslagsins Flytjendur: Benedikt Kristjánsson, Fjölnir Ólafsson, Hildigunnur Einarsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Kristján Karl Bragason Salurinn í Kópavogi sunnudagur 30. október Jónas Sen Til eru þeir sem fussa og sveia yfir svokallaðri fagurtónlist nútímans og finnst tónlistin í denn svo miklu betri. Þeir benda á Beethoven og Brahms máli sínu til stuðnings. En staðreyndin er að það á einfaldlega eftir að vinsa snilldina úr, skilja hismið frá kjarnanum. Í gamla daga var líka samin miklu meiri tónlist en heyrist í dag, en sagan hefur dæmt megnið af henni úr leik. Það á enn eftir að gerast með nútímatónlistina. Aðeins lítill hluti hennar á skilið að verða ódauðleg, en enn er óljóst hver sá hluti er. Um þessar mundir stendur yfir merk tónleikaröð í Salnum í Kópa- vogi sem nefnist Ár íslenska ein- söngslagsins. Á hverjum tónleikum koma fram fjórir einsöngvarar og tveir meðleikarar og draga upp þver- skurð af sönglist þjóðarinnar. Á tón- leikunum á sunnudaginn var gat að heyra nokkrar perlur sem eru orðnar eilífar, en líka minna þekkt lög. Auð- heyrt var af hverju fæstir þekkja þau síðarnefndu, þau eru bara léleg músík sem eðlilega gleymdist með tímanum. Kom ekki vel út Smalavísa eftir Þórarin Jónsson er eitt af slíkum lögum, ómerkileg stæling á hjarðstemningu og sveita- sælu sem finna má víða í tónbók- menntunum. Hálfgleymd serenaða eftir Sigfús Halldórsson er líka ótta- lega klén. Diddú, Sigrún Hjálmtýs- dóttir sópran, var svo óheppin að þurfa að syngja þessi lög og það kom ekki vel út. Bæði voru lögin slæm og svo var söngurinn sjálfur hvorki fugl né fiskur. Á árum áður var Diddú vissulega mögnuð söngkona með frábæra rödd, en núna er unaðslegur hljómurinn horfinn úr rödd hennar og það sem eftir stóð á tónleikunum var fremur ankannalegt. Frammistaða Fjölnis Ólafssonar barítóns olli líka vonbrigðum. Söngurinn var nák væmur og röddin stöðug, en túlkunin var óskaplega trénuð og stirð, það var ekkert ris í henni. Til dæmis var hið glæsilega lag Sjá, dagar koma, eftir Sigurð Þórðarson, ekki neitt neitt, hápunktarnir í því voru bara eins og hvert annað píp. Góður og slæmur undirleikur Ekki bætti úr skák að undirleikur Kristjáns Karls Bragasonar var ófull- nægjandi. Hann spilaði almennt of sterkt með hægri hendinni, sem gerði að verkum að maður upp- lifði að hann væri í samkeppni við söngvarana sem hann lék með. Guð- rún Dalía Salómonsdóttir var miklu betri, leikur hennar var fíngerður og mjúkur og vafði sig fullkomlega utan um sönginn, dró ávallt fram það fegursta í honum. Guðrún Dalía spilaði með Bene- dikt Kristjánssyni tenór og Hildi- gunni Einarsdóttur mezzósópran. Hvort tveggja var frábært. Benedikt söng lög á borð við Þulu og Vor- kvæði eftir Jón Leifs, stórbrotnar tónsmíðar hver á sinn hátt sem voru afar krassandi í meðförum söngvarans. Röddin var fáguð og tær og túlkunin full af tilfinningum. Ekki síðri var Hildigunnur sem söng til dæmis hinn undurfagra Júnímorgun eftir Jórunni Viðar, Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal, Enn syngur vornóttin eftir Karl O. Runólfsson og nýtt lag eftir Kolbein Bjarnason. Söngur hennar var ein- staklega fallegur. Hún hafði ótrú- lega næma tilfinningu fyrir inntaki hvers lags, lifði sig fullkomlega inn í tónlistina. Flæðið var óheft og hápunktarnir svo stórir og tignar- legir að maður fékk gæsahúð. Von- andi á Hildigunnur eftir að halda ljóðatónleika í náinni framtíð. n NIÐURSTAÐA: Misjafnir tónleikar, en sumt var framúrskarandi. Sagan dæmir sumt úr leik en hitt er ódauðlegt Á tónleikunum á sunnudaginn var gat að heyra nokkrar perlur sem eru orðnar eilífar, en líka minna þekkt lög. Benedikt Kristjánsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jónas Ingimundarson, Hildigunnur Einarsdóttir, Guðrún Dalía Salóm- onsdóttir, Fjölnir Ólafsson og Kristján Karl Bragason. MYND/JÓN KRISTINN CORTEZ tsh@frettabladid.is Kordo kvartettinn býður til franskr- ar veislu á tónleikum sínum á Sígild- um sunnudögum í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudaginn 6. nóvember klukkan 16. „Fram verða bornir tveir safaríkir, impressjónískir strengjakvartettar eftir tvö af fremstu tónskáldum franskrar tónlistarsögu, Claude Debussy og Maurice Ravel,“ segir í tilkynningu kvartettsins. Kordo kvartettinn var stofnaður 2018 og hefur undanfarin ár skipað sér í fremstu röð íslenskra kammer- hópa. Kvartettinn er skipaður Páli Palomares, Veru Panitch, Þórarni Má Baldurssyni og Hrafnkeli Orra Egilssyni, en þau eru öll hljóðfæra- leikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. n Frönsk veisla Kordo kvartettsins Kordo kvartettinn skipa Páll Palomares og Vera Panitch fiðluleikarar, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari og Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari. MYND/AÐSEND Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. 60+ Á TENERIFE 5. JANÚAR Í 20 NÆTUR með Gunnari Svanlaugs 595 1000 www.heimsferdir.is 298.900 Flug & hótel frá 20 nætur Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut „Hugmyndarík saga, falleg og hrollvekjandi.“ K O L B R Ú N B E R G Þ Ó R S D Ó T T I R / K I L J A N „Ofboðslega skemmti- legur lestur.“ S U N N A D Í S M Á S D Ó T T I R / K I L J A N Óvenjuleg jólasaga fyrir börn eftir Eirík Örn Norðdahl. Myndir eftir Elías Rúna. Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 54 Menning 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.