Fréttablaðið - 05.11.2022, Side 12
Til að það gerist þurfa
ríkari lönd að veita
mun meira fjármagni
og tækniaðstoð til
þessara ríkja en nú er
gert.
Tinna Hallgríms-
dóttir, formaður
Ungra umhverf-
issinna
Nú vill fólk lifa lengi í
litlum fjölskyldum.
Heimild: Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóða efnahagsráðið Mynd: Getty © GRAPHIC NEWS
þann 15. nóvember. Helmingurinn býr í aðeins sjö löndum.
Lönd með samanlagt helming jarðarbúa (í milljónum)
Bandaríkin
335
Brasilía
215 Nígería
217
Indland
1.407
Indónesía
279
Pakistan
230
Kína
1.449
Tölur frá
2022 til 2100
eru áætlaðar
1800 1850 1900 1950 2000 2050 2100
0
2
4
6
8
10
12
15. nóv.
2022
8 ma.
1804: 1 ma.
1927: 2 ma.
1960: 3 ma.
1974: 4 ma.
1987: 5 ma.
1999: 6 ma.
2011: 7 ma.
2030: 8,5 ma.
2050: 9,7 ma.
2100: 10,4 ma.
Sameinuðu þjóðirnar áætla
að íbúar jarðar verði orðnir
8 milljarðar talsins þann 15.
nóvember. Ekki eru nema ell-
efu ár síðan 7 milljarða múr-
inn var rofinn. Á sama tíma er
mannsævin sífellt að lengjast,
og víða er aldursdreifing þjóða
að verða óhagstæðari.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Af þeim 8 milljörðum manna sem
nú búa á jörðinni býr helmingurinn
í aðeins sjö ríkjum. Það er Kína, Ind-
landi, Bandaríkjunum, Indónesíu,
Pakistan, Brasilíu og Nígeríu. Fólks-
fjölgunin er langmest í þróunarríkj-
unum, einkum Afríku, eða um 2 til
4 prósent á ári. En að sama skapi
er lítil fjölgun og jafnvel fækkun í
flestum Evrópuríkjum. Einna mest
á Íslandi en þó undir 1 prósenti.
Litlar fjölskyldur
Þorvaldur Gylfason, prófessor emer-
itus í hagfræði, telur ekki ástæðu til
að kvíða framtíðinni út frá offjölg-
un mannkyns einni saman. Breyt-
ingar séu að eiga sér stað um allan
heim sem dragi úr fjölgun. „Óttinn
við að heimurinn sligist undan of
mörgu fólki er miklu minni nú en
áður,“ segir Þorvaldur. „Mannkynið
er efnahagslega sjálf bært og fólks-
fjölgunin er þegar byrjuð að hægja
á sér víða.“
Þetta birtist til dæmis í hægari
fjölgun í Kína og mörgum f leiri
löndum. Þorvaldur segir að allur
heimurinn stefni nú að því marki
sem Evrópa og Norður-Ameríka
náðu fyrir allmörgum áratugum
síðan. Það er að fjölskyldan láti sér
duga tvö eða þrjú börn en ekki 10
eða 15 börn eins og hafi tíðkast áður
fyrr. Svo sem hér á Íslandi á 19. öld.
„Það er liðin tíð að fólk vilji lifa
stutt í stórum fjölskyldum. Nú vill
fólk lifa lengi í litlum fjölskyldum,“
segir hann, og vitnar til sænska
lýðheilsulæknisins Hans Rosling.
Lenging mannsævinnar sé eitt það
markverðasta sem gerst hafi í efna-
hagslífinu undanfarna áratugi.
Ástæðan fyrir þessu er að þegar
fjölskyldurnar minnka hafa foreldr-
arnir efni á að senda öll börnin sín
í skóla en ekki aðeins elsta soninn.
Við það gerbreytast afkomumögu-
leikar fólks. Þetta sé að gerast um
allan heim, einnig í Afríku þar sem
ástandið sé efnahagslega mun skárra
en margir hér á Vesturlöndum halda.
Eitt sinn trúðu menn á kenningu
enska hagfræðingsins Thomas
Malthus um að mann-
kynið fjölgaði sér
í veldisvexti en
framboð fæðu
í línulegum
vexti. Þor-
valdur segir
þessa kenn-
ingu hins
vegar barn
Átta milljarða múrinn nálgast hratt
Þorvaldur
Gylfason pró-
fessor emeritus
í hagfræði
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur
@frettabladid.is
síns tíma. Tækniframfarir og efna-
hagslegur uppgangur hafi fellt hana.
Aðspurður hvort þau þróunarríki
sem vaxið hafa hvað hraðast efna-
hagslega, eins og Eþíópía, Indland
og Víetnam, geti náð sama lífsgæða-
staðli og á Vesturlöndum, segir Þor-
valdur svo vera. „Ríkin mega hins
vegar ekki vaxa of hratt því þá reka
þau sig upp undir eins og við sjáum
í Kína núna,“ segir Þorvaldur. Býst
hann við mun hægari vexti þar á
komandi árum en verið hefur.
Ríku löndin vandamálið
Of lítið fæðuframboð er ekki það
eina sem nefnt hefur verið sem
vandamál í tengslum við offjölgun
mannkyns. Loftslagsváin vofir yfir
mannkyni sem sífellt tekur til sín
meira af auðlindunum og spúir
þeim út í lofthjúpinn.
Tinna Hallgrímsdóttir, formað-
ur Ungra umhverfissinna, segir
ekki hægt að setja tölu á það hvað
jörðin þoli þegar kemur að loftslags-
málum. „Það er ekki fólksfjöldinn
sjálfur sem er stærsta vandamálið
heldur hve gríðarlega há losunin
er á mann í ríkum löndum,“ segir
hún. Bendir hún á að meðallosun
á mann í Bandaríkjunum séu 14
tonn af koltvíoxíðsígildum á ári.
„Það er tvisvar sinnum hærra en hið
hnattræna meðaltal, og sex sinnum
hærra en losun á mann í fátækustu
ríkjunum,“ segir hún.
Í nýútgefinni skýrslu Umhverfis-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
kemur fram að mannkynið sé
langt frá því að vera á réttri
braut til að ná markmiðum Parísar-
sáttmálans frá árinu 2015. Það er, að
halda hnattrænni hlýnun innan við
2 gráðu múrinn. Núverandi lands-
framlög ríkja stefna okkur hins
vegar í 2,6 gráðu meðalhækkun á
hitastigi og þær stefnur sem eru í
gildi í 2,8.
Í mörgum fátækari ríkjum er
bæði mikil fjölgun íbúa og mikill
efnahagslegur uppgangur. En það
þýðir líka meiri útblástur. Tinna
segir að markmiðið sé að bæta lífs-
gæði í þessum löndum án þess að
auka losun of mikið.
„Til að það gerist þurfa ríkari
lönd að veita mun meira fjármagni
og tækniaðstoð til þessara ríkja
en nú er gert,“ segir hún og bendir
á að fjármögnun loftslagsaðgerða
til samdráttar, aðlögunar og vegna
loftslagshamfara verði einmitt í
deiglunni á aðildarríkjaþingi Sam-
einuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar, COP27, sem hefst um
helgina.
Kínverjar sækja til áhrifa
Baldur Þórhallsson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, segir að fólksfjöldi sem
slíkur skipti ekki svo miklu máli
þegar kemur að stöðu einstakra
ríkja í alþjóðakerfinu. Efnahags-
leg og hernaðarleg geta ríkja skipti
meira máli en íbúafjöldi.
Þó að lönd eins og Eþíópía, Níg-
ería og Kongó vaxi mjög hratt geti
þau ekki orðið stórir leikendur á
alþjóðagrundvelli nema aðrir styrk-
leikar fylgi.
Fjölgun íbúa gefi ríkjum ákveðin
tækifæri, til dæmis þegar fólk flytjist
í burt dreifist menning viðkomandi
ríkis, viðhorf og gildi um heiminn.
Fjölgun geti hins vegar verið tvíbent
því staða ríkis getur orðið verri ef
íbúafjöldinn verður of mikill. „Þegar
fólksfjölgun er mikil í löndum sem
eru efnahagslega illa stödd og fólk
hefur ekki í sig og á, er hætta á að fólk
leggi á flótta,“ segir Baldur.
Í kalda stríðinu höfðu stórveldin
áhuga á þróunarríkjunum, vildu
efla sín ítök þar og halda þeim nærri
sér. Það sama er að gerast núna hvað
varðar Kína.
„Það fer mikið fyrir Kína í þró-
unarlöndunum,“ segir Baldur og
nefnir ríki Afríku og Kyrrahafsins
sem dæmi. Kínverjar veiti efnahags-
lega styrki og geri ríki háð sér. Líkt
og Bandaríkjamenn og Sovétmenn
dreifðu áhrifum sínum víða um
heim, séu Kínverjar að gera slíkt hið
sama og Vesturveldin eru meðvituð
um það.
„Það er mat Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins að þau þurfi
að standa betur að tengslum sínum
og uppbyggingu í þróunarríkjunum
til þess að tryggja ítök sín í þessum
löndum og tryggja áframhaldandi
stuðning á alþjóðavettvangi,“ segir
hann. „Annars er hætta á að
missa þau yfir til Kína.“ n
Baldur Þórhalls-
son, prófessor í
stjórnmálafræði
10 Fréttir 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐFRÉTTASKÝRING FRÉTTABLAÐIÐ 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR