Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 18
Náin sambönd geta kallað fram áður óþekktar hliðar á okkur og viðbrögð okkar við ofbeldi í nánu sambandi eru ein birtingarmynd þess. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins Íbúar á Borgarfirði eystri segja ferðaþjón- ustu og viðburðahald með þeim hætti að halda verði veginum þangað opnum á laugardögum. 16 Fréttir 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ ÓSKAJÓGÚRT ÞJÓÐARINNAR SÍÐAN 1972 – Nýjar umbúðir, sama góða bragðið. Síung í hálfa öld. Í vikunni hófst listaverkaupp­ boð í Gallerí Fold fyrir Kvennaathvarfið, sem stendur til 13. nóvember. Safna á fyrir nýju húsi, en framkvæmda­ stýra segir að það sé farið að þrengja að. Mikilvægt sé að tryggja að konur þurfi ekki að snúa aftur í ofbeldi. lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Kvennaathvarfið safnar nú fyrir nýju húsi sem á að byggja á lóð sem því hefur verið úthlutað. Árlega leita yfir 700 konur og börn þeirra til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf, aðhlynningu og öruggu skjóli. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, fram­ kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að í gegnum árin hafi Kvenna­ athvarfið markvisst verið að auka þjónustu sína við dvalarkonur, til dæmis með því að forgangsraða rýminu í athvarfinu þannig að tryggt sé að engin viss tímamörk séu á því hversu lengi kona getur dvalið í þar. „Auk þess að auka markvisst við stuðning og ráðgjöf til dvalarkvenna og barna þeirra, svo eitthvað sé nefnt. Við teljum að þessi atriði eigi hlutdeild í því að fjöldi kvenna sem snýr aftur inn á ofbeldisheimili eftir að hafa dvalið í Kvennaathvarfinu hefur hríðfallið, eða úr 58 prósent­ um árið 2000 niður í 16 prósent árið 2021. Þetta gefur til kynna, að okkar mati, að góður stuðningur, ráðgjöf og öruggur samastaður séu lykilatriði til að aðstoða konu við að stíga út úr ofbeldishringnum,“ segir Linda. Hún segir að við komu til þeirra sé tekin skýrsla af konum og að samantekt á niðurstöðum þeirra sýni algeran þverskurð af þjóðinni. „Þar eru allar stéttir, með alls konar menntunarstig og bakgrunn. Það er ekki ein tegund af þolendum eða gerendum,“ segir Linda og að það sé engin ákveðin týpa sem lendi í of beldissambandi og að það geti verið svo margt sem spili inn í fyrir þolendur. Um síðustu helgi birtu grasrótar­ samtökin Öfgar myndbönd þar sem karlmenn lásu upp frásagnir ellefu þolenda heimilisof beldis til að bregðast við samfélagslegri umræðu um heimilisof beldi og þolendur þess, sem samtökunum fannst vera á villigötum. Linda Dröfn segir að Kvenna­ athvarfið fagni því ávallt þegar fjallað er um heimilisof beldi og birtingarmyndir þess. „Það er gott að fá þessi mál upp á yfirborðið. Því þær spurningar sem vakna í tengslum við svona mál eru Aðeins sextán prósent aftur í ofbeldi Hulda R. Árnadóttir og Linda Dröfn Gunnarsdóttir. Dúettinn Sycamore Tree steig á svið. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður stjórnar Samtaka um Kvennaathvarf, Maddy Hauth, syningarstjóri Gallerí Foldar og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdstýra Kvennaathvarfsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI spurningar sem við erum oft sjálfar að svara. Eins og: „Af hverju fer hún ekki bara?“ Við reynum að fræða en fólki finnst þetta oft skrítið alveg þar til það upplifir þetta sjálft,“ segir Linda. Hún segir að fólk, sem þekki og hafi jafnvel reynt að hjálpa þol­ endum í svona aðstæðum, upplifi oft skilningsleysi og jafnvel reiði þegar ekki er hlustað á það, en að aðstandendur þurfi að gæta þess að stíga varlega til jarðar og sýna þolandanum skilning. „Það er oft gott að byrja á að benda á úrræði og hjálpa þolendum að kalla hlutina réttum nöfnum,“ segir Linda og heldur áfram: „Það er erfitt að alhæfa nokkuð um þessi mál. Sumar konur komast út úr svona samböndum og aðrar ekki. Sem betur fer virðast sífellt f leiri vera að leita sér aðstoðar með auknu framboði á úrræðum. Stað­ reyndin er sú að það er ofboðslega f lókið fyrirbæri að koma sér út úr ofbeldi í nánu sambandi og margir þættir sem lúta þar að. Þetta er of beldi í nánu sambandi og lykil­ orðið er nánd. Það er hún sem gerir þetta svo flókið og erfitt að skilja.“ Hún segir að það ættu þó f lestir að kannast við það að hegðun okkar á það til að breytast í sam­ skiptum við þau sem manni eru nánust og að stundum fari maður yfir einhver mörk sem maður hefur áður sett sér. „Náin sambönd geta kallað fram áður óþekktar hliðar á okkur og við­ brögð okkar við ofbeldi í nánu sam­ bandi er ein birtingarmynd þess.“ n Á Fjarðarheiði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI kristinnpall@frettabladid.is SAMGÖNGUR Í bókun á nýjasta fundi heimastjórnar Borgarfjarðar eystri kemur fram að ótækt sé að ekki sé gert ráð fyrir mokstri á laugardögum þar sem það sé ekki bjóðandi að fólk komist ekki í heil­ brigðisþjónustu. Þá sé núverandi fyrirkomulag til þess að illmögulegt sé að sækja vinnu til og frá Borgar­ firði Í bókuninni er fullyrt að mokstri sé iðulega hætt klukkan 16.30 en ekki klukkan 19.30 eins og lofað sé á vefsíðu Vegagerðarinnar. Þá sé leiðin sjaldnast orðin fær klukkan 9.30 að morgni þegar moksturinn á að hefjast. Í því ljósi skoraði heima­ stjórnin á Vegagerðina að standa við gefin loforð. Þá er sagt ótækt að það sé ekki mokstur alla daga en kaflinn milli Unaóss og Borgarfjarðar er mok­ aður alla virka daga og á sunnu­ dögum. Atvinnuþróun á svæðinu sé með þeim hætti að ferðaþjónusta og viðburðarhald sé orðið afar mikil­ væg stoð í atvinnulífinu og það sé því nauðsynlegt að opna veginn á laugardögum til að auðvelda starf­ semi innan þessara greina. n Óásættanlegt að sleppa mokstri á laugardögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.