Fréttablaðið - 05.11.2022, Side 32

Fréttablaðið - 05.11.2022, Side 32
Mesti fíflagangur í sögu blaða- mennsku gerðist í einu gos- inu. Það var svo vont veður að það sást ekki neitt. Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason kynna falda fjársjóði og náttúruperlur fyrir þjóðinni í nýrri bók sinni, Stiklur um undur Íslands. Þeir hafa unnið saman í áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ómar Ragnarsson, fjölmiðla- maður og náttúruverndar- sinni með meiru, og Frið- þjófur Helgason ljósmyndari, hafa unnið saman í áratugi. Félagarnir hafa fylgt eftir náttúruhamförum og ósnort- inni kyrrð íslenskrar náttúru af fagmennsku sem seint verður leikin eftir. Ómar Ragnarsson og Friðþjófur Helgason hafa sent frá sér nýja bók, Stiklur um undur Íslands, þar sem þeir kynna fyrir þjóðinni einstakar nátt- úruperlur og falda fjársjóði. „Ég byrja á Eyjafjallajökli af því að ég var bara fimm ára í sveit á bökkum Þjórsár. Þetta of boðslega f lotta staka fjall var á bakkanum hinum megin, fannst barninu,“ segir Ómar. „Þetta var í 80 kílómetra fjar- lægð. Seinna þegar maður stækkaði og áttaði sig á hver fjarlægðin var og hæðin þá varð aðdáunin ennþá meiri.“ Ómar segir að fólk geti ímyndað sér hvers konar hvalreki það var fyrir mann eins og hann þegar byrjaði að gjósa. „Þetta hafði ekki gosið í 160 ár.“ Stuðlabergsgólf í leyni Í bókinni er aragrúi fróðleiks og ljósmynda af eftirlætisstöðum íslenskra náttúruunnenda í bland við leyndar náttúruperlur sem færri þekkja. „Löngusker og Bessastaðanes, það verða margir hissa þegar þeir sjá það. Í Lönguskerjum er stuðla- bergsgólf,“ segir Ómar. Friðþjófur segir svæðið hafa komið á óvart. „Ég fattaði það ekki sjálfur fyrr en ég fór þarna sjálfur og tók dróna- myndir af þessu,“ segir hann. „Þetta er allt saman stuðlaberg, bæði ljóst og dökkt.“ Samstarf og vinátta félaganna Leituðu að eldgosinu með vasaljósi Nína Richter ninarichter @frettabladid.is hófst í sjónvarpi fyrir áratugum. „Það var búið að vera óbeint áður af því að við vorum sendir saman í alla leiðangra eins og Kröflu,“ segir Ómar. Friðþjófur samsinnir því. „Ég vann á Morgunblaðinu sem ljós- myndari og við hittumst oft,“ bætir hann við. Voðalega gott vasaljós Ómar rifjar upp sögu frá ferlinum. „Mesti fíf lagangur í sögu blaða- mennsku gerðist í einu gosinu. Það var svo vont veður að það sást ekki neitt,“ segir hann. „Svo kom jarð- skjálftahrina og svo kom tilkynning: Það er byrjað að gjósa í Bjarnarflagi,“ segir hann. „Þá var það minnsta gos í heimi. Það kom upp í gegnum bor- holurör og dreifði sér eins og mylsna í kring. En það var samt hraungos og kom úr iðrum jarðar,“ segir Ómar, sem dreif sig á gosstað ásamt teymi vaskra manna. „Við fórum upp eftir og við fundum ekki neitt. En þá var ég með voðalega gott vasaljós. Og segi: Hvar gæti það komið upp, jú, hérna í Krumma gjá. Við förum inn í Krummagjá með vasaljós að leita að eldgosinu,“ segir Ómar. „Þá stoppa ég og lít á okkur alla og segi: Bíðið við, drengir, hvað erum við að gera? Við erum að leita að eldgosi með vasaljósi. Og þá fött- uðu allir hvers konar eindæma fífla- gangur þetta var.“ Fjöldi smágosa Friðþjófur segir fjölda smágosa hafa komið upp í Kröflueldum. „Það voru mörg gosin þarna. Eitt gosið hvarf í þoku og við sáum það aldrei. Við heyrðum það bara, tíu metra frá okkur. Svo var það búið eftir sex tíma. Það voru svona mörg gosin í Kröflueldaröðinni, komu bara upp og fóru.“ Aðspurðir hvernig samstarfið hafi gengið í gegnum tíðina, og hvort félagarnir hafi nokkru sinni verið ósammála um aðferðir eða nálgun, svara þeir einum rómi að aldrei hafi slíkt komið upp. „Við höfum alltaf nálgast þetta frá hinni áttinni. Ekki að vera ósam- mála heldur bara að leggja í púkk. Þessi bók er fólgin í því að leggja í púkk. Hugmyndin að svona bók er orðin tuttugu ára gömul. Það varð ekkert úr því fyrr en Helgi Jónsson kom. Það er honum að þakka hvað útgáfuna snertir að þetta skuli vera hérna. Það var á endanum honum að þakka að ég fór í þetta verk. Þó að ég væri byrjaður á öðru verki sem var um Sumargleðina,“ segir Ómar og vísar til ritsins Af einskærri Sumargleði, sem kom út í fyrra. „Ég var í kapphlaupi við það að Ragnar Bjarnason væri lifandi þegar hún kæmi út. En það tókst nú ekki. Hún kom út í fyrra. Það skilur eng- inn í því hvers konar afköst þetta eru,“ segir hann og vísar til nýja verksins. „En þetta eru léleg afköst, þetta er tuttugu ára gömul hug- mynd,“ segir Ómar og hlær. Vilja gamla Ísland aftur Hvað breytingar á íslensku ferða- umhverfi varðar liggja félagarnir ekki á skoðunum sínum. Friðþjófur segir orðið erfitt fyrir sig sem ljós- myndara að ferðast um Ísland. „Það er búið að setja bannskilti og stoppa slóða sem voru keyrðir í gamla daga út á ystu nes, til að taka myndir. Það er nánast búið að stoppa alls staðar,“ segir Friðþjófur og rifjar upp nýlega ferð um Brúarárskörðin. „Ég ætlaði þangað að taka myndir og þá var búið að setja keðju. Ég þurfti að hringja í bóndann og borga honum pening fyrir að komast í gegnum landið. Mig langar í Ísland aftur eins og það var,“ segir Friðþjófur. Ómar kinkar kolli og segir Íslend- inga aftarlega á merinni hvað varðar innviðaþróun í ferðamennsku. „Við erum fimmtíu árum á eftir Amer- íku. Þú kemur þangað í þjóðgarðinn og færð strax mjög vandaða bók og sérð strax að þarna er verið að gera eitthvað fyrir peninginn þinn. Þar er f lott eftirlit í garðinum og ítala í þær slóðir sem ekki þola meira en ákveðna umferð, og maður bókar sig fyrir fram. Þar er ekkert til sem heitir lokað, heldur er svarið: Já, ef. Það er gríðarlega mikill munur á svarinu: Nei, eða: Já, ef,“ segir Ómar ákveðinn. Friðþjófur samsinnir því. „Þeir byrja á röngum enda hér. Það á að byrja á innviðunum, að reisa klósett og gera göngustíga og svona, en ekki rukka áður en allt er komið.“ Kraftur Kverkfjalla En sé talinu vikið að bókinni á ný, þarf að spyrja hvaða staður standi upp úr. Er hægt að gera upp á milli? „Það eru tveir staðir sem ég get ekki valið á milli af því að þeir eru svo ólíkir,“ segir Ómar. „Annar er Hornvík á Hornströndum og hinn staðurinn er Kverkfjöll. Þar hef ég ekki lakari læriföður en Sigurð Þórarinsson heitinn,“ segir hann. „Þegar ég byrjaði á fyrstu þátt- unum um náttúru Íslands í lit, af því að litirnir komu svo seint, það var 1980, þá vildi ég fá ráðlegg- ingar hjá honum. Hann sagði: Vertu ekki að hafa áhyggjur af því að þú verðir uppiskroppa. Farðu strax í þann stað sem er merkilegastur. Þú veist ekkert hvað þú lifir lengi og kláraðu það sem er mest um vert,“ segir Ómar og segist í beinu framhaldi hafa sett Kverkfjöll efst á lista. „Af því að það er ekkert svæði í veröldinni sem er í líkingu við fjöl- breytnina. Að þú skulir geta vaðið í vatni sem er íshröngl sem flýtur yfir sjóðandi strönd. Friðþjófur er eini maðurinn sem hefur farið þetta allt saman með mér. Hinum megin í fjöllunum er á sem er þrjátíu og sjö stiga heit. Þú getur baðað þig í allri ánni ofan frá og niður úr. Þarna er eldur og ís á þann hátt að það er óviðjafnanlegt.“ n 30 Helgin 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.