Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 42

Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 42
Þráinn Þorvaldsson er stjórnarformaður Krabba- meinsfélagsins Framfarar. Hann greindist með blöðru- hálskrabbamein 2005. Nú eru um 90% þeirra sem greinast, á lífi fimm árum eftir greiningu. Hann skrifar hér um upplifun sína við greiningu. „Niðurstöðurnar eru komnar og þú ert með krabbamein,“ verður ógleymanleg setning manna sem á hana hlýða af vörum læknis. Svo var um mig í febrúar 2005 þegar ég, 61 árs, fékk greiningu eftir að hafa farið í vefsýnatöku. Ákvað að fara ekki í meðferð „Hvað á ég að gera?“ spurði ég þvagfæralækninn minn í annað skipti, eftir að hafa aðeins jafnað mig eftir áfallið. Vildi fá frekari upplýsingar og ræða hvað ég ætti að taka til bragðs. „Ég bóka þig í skurð í næsta mánuði,“ svaraði læknirinn. Ég setti fram ýmsar spurningar en fátt var um svör. Mér fannst læknirinn tímabund- inn enda 20 mínúturnar liðnar. Engar ábendingar voru um upp- lýsingar, engin tilvísun til Krabba- meinsfélagsins þar sem margvís- legar upplýsingar voru fáanlegar. Mér datt sjálfum ekki í hug að leita þangað. Hvað gerðist í framhaldi er löng saga sem ég hef rakið annars staðar. Þrátt fyrir hvatningu lækna ákvað ég að fara ekki í meðferð, en á þessum tíma fóru nær allir menn sem greindust með blöðruhálskirt- ilskrabbamein (BHKK) í meðferð. Árið 2005 fékk sú skoðun vaxandi stuðning að menn með lág mæligildi þyrftu ekki að fara í meðferð. Ég kynntist á netinu kenningum dr. Laurence Klotz, læknis í Toronto í Kanada, um að ekki þyrftu allir menn sem grein- ast með BHKK að fara í meðferð. Síðan kom í ljós að gildi mín voru það lág og féllu undir skilgreiningu þeirra sem gátu valið að fara ekki í meðferð og nú er nefnt virkt eftirlit. Ég var í virku eftirliti í 14 ár þar til ég fór í geisla- og hormóna- hvarfsmeðferð haustið 2019 þegar fyrstu vísbendingar komu fram um hækkandi gildi. Fram að þeim tíma naut ég fullra lífsgæða. Erfiðar meðferðir Við hjónin ákváðum að segja engum frá greiningunni minni í tvö ár, nema börnum og tengda- börnum, til þess að valda ekki öðrum áhyggjum, því framtíð mín án meðferðar var afar óviss að sögn lækna. Ég fór að sækja fundi hjá Góðum hálsum hjá Krabba- meinsfélaginu en leið ekki vel. Ég var lengi vel eini maðurinn á fundum sem hafði ekki farið í meðferð. Hinir höfðu allir farið í meðferð. Þegar ég var spurður af félögum á fundum hvaða meðferð ég hefði farið í og ég svaraði enga heldur verið í virku eftirliti, urðu margir hissa og óánægðir. Margir sögðust ekki hafa verið upplýstir um þennan möguleika og þeir sæju eftir því að hafa farið í meðferð. Ég held að í mörgum tilfellum hafi læknirinn nefnt þennan möguleika en menn ekki heyrt það undir því álagi sem þeir voru undir við greiningu. Mér fannst með frásögn minni ég vera að skapa eftirsjá hjá mörgum við- mælendum. Sjálfum fannst mér óþægilegt að hlusta á frásagnir manna sem höfðu farið í gegnum erfiðar meðferðir og voru jafn- vel í erfiðu heilsufarsástandi sem afleiðingu meðferða. Hvergi slíkir stuðningshópar Sú hugmynd vaknaði hjá mér að rétt væri að stofna aðskilinn stuðningshóp fyrir þá sem hefðu greinst með BHKK en valið virkt eftirlit. Menn sem velja virkt eftir- lit þurfa annars konar upplýsingar og stuðning en þeir sem hafa farið í meðferð. Ég leitaði fyrir mér bæði í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada um fyrirmyndir slíkra stuðningshópa en fann ekki. Síðar reyndi ég að leita uppi menn innan almennra BHKK stuðningshópa sem hefðu valið virkt eftirlit. Ég sendi fyrirspurnir til stuðnings- hópa í Bretlandi, Kanada og á Norðurlöndunum til þess að komast í samband við meðlimi sem voru í virku eftirliti, en þeir fundust ekki innan BHKK hópa. Táp og fjör og frískir menn Ég fékk Sigurð Skúlason í lið með mér og saman stofnuðum við stuðningshópinn Frískir menn á 70 ára afmælisdeginum mínum, 20. mars 2014. Ég var lengi að velta fyrir mér nafni stuðningshópsins. Við hjónin höldum mikið upp á portúgölsku eyjuna Madeira og förum þangað oft. Einn dag gengum við um götur Funchal og ég segi við Elínu: „Nú vantar tilfinnanlega nafn á fyrirhugaðan stuðningshóp.“ Hún svararði: „Þið eruð menn sem hafið ekki farið í meðferð og því hressir menn, Táp og fjör og frískir menn, hefur lengi verið sungið á Íslandi. Af hverju ekki velja nafnið Frískir menn? Stuðningshópurinn fékk svo þetta heiti þegar hann var stofnaður. Þess má geta að Þráinn átti, ásamt þremur Bandaríkjamönnum, þátt í að stofna samtök sem heita ASPI (Active Surveillance Patients International) sem vinnur að því með mánaðarlegum fyrirlestrum á netinu að fræða menn sem mælast með lág gildi um valmöguleikann að velja virkt eftirliti í stað með- ferðar. n Stuðningshópur fyrir karla í virku eftirliti Þráinn Þorvaldsson er brautryðjandi sem var í virku eftirliti vegna blöðru- hálskrabbameins í fjórtán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sú hugmynd vakn- aði hjá mér að rétt væri að stofna aðskilinn stuðningshóp fyrir þá sem hefðu greinst með BHKK en valið virkt eftirlit. Við þökkum fyrir stuðninginn Reykjavík Aðalverkstæðið ehf, Malarhöfða 2 Aðalvík ehf, Síðumúla 13 Atvinnueign ehf, Síðumúla 13 Auglýsingastofan ENNEMM, Skeifunni 10 Auglýsingastofan Korter ehf, Skútuvogi 6 Augnablikk ehf, Bíldshöfða 18 Ásbjörn Ólafsson ehf, Köllunarklettsvegi 6 BBA FJELDCO ehf, Katrínartúni 2 Bílamálun Sigursveins Sigurðssonar, Hyrjarhöfða 4 Bílaréttingar H Jónssonar, Smiðshöfða 14 Bílaréttingar og bílasprautun Sævars ehf, Skútuvogi 4 Bláhornið, Grundarstíg 12 BSRB - bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Grettisgötu 89 Drífa efnalaug og þvottahús, Hringbraut 119 EEV Framkvæmd og ráðgjöf ehf, Smárarima 25 Eignamiðlun ehf, Grensásvegi 11 Ferðafélag Íslands, Mörkinni 6 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22 Félag skipstjórnarmanna, Grensásvegi 13 Fylkir ehf, Grensásvegi 50 G.Á. verktakar sf, Austurfold 7 Garðasteinn ehf, Stóragerði 4 GB Tjónaviðgerðir ehf, Draghálsi 6-8 Gjögur hf, Kringlunni 7 Gleipnir verktakar ehf, Vagnhöfða 20 Golfskálinn, golfverslun, Bíldshöfða 16 Grettir, vatnskassar ehf, Vagnhöfða 6 Gunnar Örn - málningarþjónusta, Álftahólum 6 H og S byggingaverktakar ehf, Bláskógum 16 Hagkaup Hampiðjan hf, Skarfagörðum 4 Heildverslunin Rún ehf, Höfðabakka 9 Hitastýring hf, Ármúla 16 Hjá Ingvarsson ehf, Vesturási 5 Hollt og gott ehf, Fosshálsi 1 Hótel Leifur Eiríksson ehf, Skólavörðustíg 45 Húsaklæðning ehf-www.husco.is, Kaplaskjólsvegi 93 Höfðahöllin bílasala, Funahöfða 1 Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11 Iceland in a day Icelandair Cargo ehf, Reykjavíkurflugvelli Intellecta ehf, Síðumúla 5 Internet á Íslandi hf, Katrínartúni 2 Íslenska útflutningsmiðstöð hf, Síðumúla 34 Íslenskir aðalverktakar hf, Höfðabakka 9 Jón Auðunn Kristinsson - Pípulagningameistari, Efstaleiti 27 Jón Bergsson ehf, Kletthálsi 15 Jónar Transport hf, Kjalarvogi 7 K. H. G. Þjónustan ehf, Eirhöfða 14 K.F.O. ehf, Grundargerði 8 Kaffifélagið, Skólavörðustíg 10 Kanon arkitektar, Laugavegi 26 Kjöreign ehf, fasteignasala, Ármúla 21 Klettur-Skipaafgreiðsla ehf, Korngörðum 5 Kurt og Pí ehf, Óðinsgötu 7 LOG lögmannsstofa sf, Kringlunni 7 Málarameistarar ehf, Gaukshólum 2 Málarasmiðjan ehf, Mánatúni 1 MS Armann skipamiðlun ehf, Tryggvagötu 17 Multivac ehf, Draghálsi 18 Múrarameistarafélag Reykjavíkur, Borgartúni 35 Nói-Síríus hf, Hesthálsi 2-4 One Systems Ísland ehf, Síðumúla 21 ÓV jarðvegur ehf, Vesturlandsvegi 200 Pixel ehf, Ármúla 1 Rafsvið sf, Viðarhöfða 6 Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 og Smáratorgi 1 Rima Apótek, Langarima 21-23 Rýni endurskoðun ehf, Suðurlandsbraut 18 Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja-SSF, Nethyl 2e SHV pípulagningaþjónusta ehf, Funafold 54 Sigurjónsson & Thor ehf, Lágmúla 7 Skjaldbaka ehf, Lofnarbrunni 18 Skolphreinsun Ásgeirs sf, Unufelli 13 Skóarinn í Kringlunni ehf, Kringlunni 4-6 Spektra ehf, Laugavegi 178 Sprinkler pípulagnir ehf, Bíldshöfða 18 Stansverk ehf, Hamarshöfða 7 Straumkul ehf, Viðarási 79 Styrja ehf, Depluhólum 5 Suzuki á Íslandi, Skeifunni 17 Svampur ehf, Vagnhöfða 14 Systrasamlagið ehf, Óðinsgötu 1 Tannréttingar sf, Snorrabraut 29 Tannval Kristínar Gígju, Grensásvegi 13 TREX-Hópferðamiðstöðin, Hesthálsi 10 Trivium ráðgjöf ehf, Borgartúni 20 Tækniskólinn - skóli atvinnulífsins, Skólavörðuholti Tösku- og hanskabúðin ehf, Laugavegi 103 Útfaraþjónusta Rúnars Geirmundssonar, Þverholti 30 Vals tómatsósa ehf Verkfræðistofa Stanley Pálssonar, Skipholti 50b Verkís hf, Ofanleiti 2 Verksýn ehf-www.verksyn.is, Síðumúla 1 Verslunartækni ehf, Draghálsi 4 Verslunin Álfheimar, Álfheimum 2 Vesturröst-Sérverslun veiðimanna, Laugavegi 178 Vélar og verkfæri ehf, Skútuvogi 1c Vélsmiðjan Altak ehf, Silfursléttu 5 Vélvík ehf, Höfðabakka 1 Við og Við sf, Gylfaflöt 3 Víkurós ehf, bílamálun og réttingar, Bæjarflöt 6 Würth á Íslandi ehf, Norðlingabraut 8 Xanadú snyrtistofa, s: 577 2121, Eddufelli 2 Kópavogur Allt-af ehf, Baugkór 30 Arkís arkitektar ehf, Vesturvör 7 Bak Höfn ehf, Jöklalind 8 Bílaklæðningar hf, Kársnesbraut 100 Bíljöfur ehf, gul gata, Smiðjuvegi 34 Blikkarinn ehf, blikksmiðja, Auðbrekku 3-5 Clinica tannlæknastofa, Bæjarlind 6 Fagtækni ehf, Akralind 6 Fríkirkjan Kefas, Fagraþingi 2a GG Sport, Smiðjuvegi 8, græn gata goddi.is, Auðbrekku 19 GSG ehf, Aflakór 23 HÁ hreinu ehf, Dalvegi 16c HL Adventure ehf, Vesturvör 30b Hvammshólar ehf, Hlíðarhvammi 2 Karína ehf, Breiðahvarfi 5 Krónan verslanir, Dalvegi 10-14 Lakkskemman ehf, Skemmuvegi 30 Línan ehf, Bæjarlind 14-16 LK pípulagnir ehf, Álalind 14 Loft og raftæki ehf, Hjallabrekku 1 Lyfjaval ehf Nobex ehf, Hlíðasmára 6 S.G.Gluggar og útihurðir ehf, Smiðjuvegi 32 SM kvótaþing ehf, Bæjarlind 16 Sportvörur, Bæjarlind 1-3 Tekk og Habitat á Íslandi ehf, Skógarlind 2 Topplagnir ehf, Smiðjuvegi 54 Útfararstofa Íslands ehf, Auðbrekku 1 Garðabær AH Pípulagnir ehf, Suðurhrauni 12c Fagval ehf, Smiðsbúð 4 Garðabær, Garðatorgi 7 Geislatækni ehf - Laser þjónustan, Suðurhrauni 12c H.Filipsson sf, Miðhrauni 22 Hagráð ehf, Hofslundi 8 Kerfóðrun ehf, Hraungötu 3 Kópavogspósturinn ehf, Lyngási 11 Nýþrif - ræstingaverktaki ehf, Garðatorgi 2b S.S. Gólf ehf, Miðhrauni 22b Tanntorg tannlæknastofa, Garðatorgi 5 Val - Ás ehf, Suðurhrauni 2 Vélsmiðja Þorgeirs ehf, Miðhrauni 22 Hafnarfjörður Blikksmíði ehf, s: 5654111 - blikksmidi@simnet.is, Melabraut 28 Bortækni ehf, Stapahrauni 7 Dverghamrar ehf, Lækjarbergi 46 Enjo, Reykjavíkurvegi 64 Ergoline Ísland, heildverslun, Steinhellu 8 Fjörukráin-Hótel Víking, Strandgötu 55 Fura málmendurvinnslan ehf, Hringhellu 3 Gaflarar ehf, rafverktakar, Lónsbraut 2 GT Verktakar ehf, Rauðhellu 1 Guðmundur Arason ehf, smíðajárn, Rauðhellu 2 Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4 Hagstál ehf, Brekkutröð 1 Hagtak hf, Melabraut 13-15 Hallbertsson ehf, Glitvangi 7 HRAFNISTA 4 5. nóvember 2022 LAUGARDAGURblái trefillinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.