Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 46
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á vef Hagvangs.
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember nk.
Umsjón með störfunum hefur Elín Dögg Ómarsdóttir, elin@hagvangur.is.
Naust Marine er spennandi alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem óskar
eftir starfsmönnum í tæknideild og þjónustudeild fyrirtækisins.
Í boði eru þrjár stöður
• Sérfræðingur á rafmagnssviði í Tæknideild
• Forritari í Tæknideild
• Tæknimaður í þjónustudeild – Rafvirki/vélvirki
Viltu vinna hjá alþjóðlegu
tæknifyrirtæki í sjávarútvegi?
hagvangur.is
Sótt er um störfin
á hagvangur.is
Hjá Naust Marine starfa um 35 manns í þremur löndum.
Höfuðstöðvar þess eru á Íslandi en einnig er fyrirtækið
með starfstöð á Spáni og í Bandaríkjunum. Starfsemin
hefur þróast og vaxið mikið frá stofnun þess árið 1993.
Í upphafi sneri starfsemin að þróun og framleiðslu á
stjórnbúnaði fyrir togvindur, í seinni tíð hóf fyrirtækið
að hanna og smíða vindur og annan þilfarsbúnað undir
merkjum Naust Marine. Í dag er búnaður þeirra um
borð í allt að 200 skipum víðsvegar um heiminn. Frekari
upplýsingar má finna á heimasíðu Naust Marine naust.is.
hagvangur.is
Brákarhlíð er sjálfseignarstofnun sem á sér 50
ára sögu. Bakhjarlar heimilisins eru sveitarfélögin
Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur og
Skorradalur, auk þess sem Samband borgfirskra
kvenna hefur verið bakhjarl heimilisins allt frá
stofnun og á einn fulltrúa í stjórn. Í Brákarhlíð er
unnið eftir Eden hugmyndafræðinni og starfa þar
um 85 manns. Sjá nánar á brakarhlid.is.
Umsóknarfrestur til 21. nóvember nk.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf
ásamt afriti af starfsleyfi.
Nánari upplýsingar veita Jóhannes Þorkelsson,
johannes@hagvangur.is
og Katrín S. Óladóttir, katrin@hagvangur.is.
Starf forstöðumanns hjúkrunarsviðs Hjúkrunar- og dvalarheimilisins
Brákarhlíðar í Borgarnesi er laust til umsóknar. Leitað er að
lausnamiðuðum stjórnanda sem býr yfir miklum samskiptahæfileikum
og metnaði fyrir sínu starfi og þjónustu heimilisins í þágu heimilisfólks
og samfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð og leiðandi hlutverk í daglegri hjúkrunarþjónustu Brákarhlíðar
• Virk þátttaka í teymisvinnu með öðru starfsfólki heimilisins sem hefur
vellíðan heimilisfólks að leiðarljósi
• Umsjón með starfsmannahaldi hjúkrunarþjónustu, s.s. skipulagi
mönnunar, stefnumótun, aðkomu að ráðningu nýrra starfsmanna,
fræðsluáætlun og starfsþróun
• Fagleg ábyrgð á gæðum hjúkrunarþjónustu heimilisins, lyfjaeftirlit
og eftirlit með búnaði sem að þjónustunni snýr
• Samskipti við hagsmunaaðila innan heimilis og utan, aðrar fagstéttir,
stjórnendur og aðstandendur heimilisfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
• BSc. próf í hjúkrunarfræði og leyfisbréf frá embætti landlæknis
• Menntun eða starfsreynsla á sviði öldrunarhjúkrunar eða stjórnunar
er skilyrði
• Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun
• Hæfni í mannlegum samskiptum og vilji til samstarfs í teymisvinnu
og sköpun liðsheildar
• Góð íslenskukunnátta
Forstöðumaður hjúkrunarsviðs
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
hagvangur.is