Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 50
Hjá Landsvirkjun leggjum við áherslu á að vera framsækinn og eftirsóttur
vinnustaður. Stór hópur fólks með fjölbreytta reynslu, þekkingu og hæfni
starfar hjá fyrirtækinu. Nú leitum við að góðum liðsauka í mannauðsteymi
okkar. Í teyminu eru sjö sérfræðingar með fjölbreytta reynslu og þekkingu
á sviði mannauðsmála, kjaramála og launavinnslu.
Helstu verkefni viðkomandi eru almenn mannauðsmál og launavinnsla
en í því felst m.a. skráning gagna í mannauðs- og launakerfi, aðkoma
að ráðningum og önnur þjónusta við stjórnendur og starfsfólk.
Þessi einstaklingur verður að búa yfir viðeigandi menntun og reynslu
sem nýtist í starfi og hafa brennandi áhuga á mannauðsmálum.
Jákvætt og lausnamiðað viðhorf, samskiptafærni og sjálfstæði í starfi
er hæfni sem okkur hugnast.
Umsóknarfrestur er til og með 14. nóvember
Sótt er um starfið á vef vinnvinn.is
Frekari upplýsingar gefur Harpa Víðisdóttir mannauðsstjóri
harpa.vidisdottir@landsvirkjun.is
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr
endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Hjá fyrirtækinu
starfa rúmlega 300 manns, víða um land. Fyrirtækið hefur metnaðarfulla jafnréttis-
og mannauðsstefnu, hugar að vellíðan starfsfólks og leggur áherslu á að viðhalda
orkumikilli fyrirtækjamenningu.
Starf
Hefur þú ánægju af
orkumiklum mannauði?
8 ATVINNUBLAÐIÐ 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR