Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 73

Fréttablaðið - 05.11.2022, Síða 73
En hvernig var andleg líðan karlanna? „Fjórir af hverjum tíu sögðust finna til kvíða og depurðar í mis- miklum mæli. Kvíði og depurð mælist vaxandi eftir því sem vandinn er meiri og aðgerðir rót- tækari. Fyrstu meðferðarleiðir, þ.e. virkt eftirlit, geislameðferð og brottnám kirtilsins, valda minni kvíða og depurð en róttækari með- ferðir eins og samþætt geisla- og hormónahvarfsmeðferð og lyfja- meðferð. Það hefur mikil áhrif á andlega líðan þegar krabbamein taka sig upp aftur eftir meðferð og kemur engum á óvart. Á óvart kom hins vegar að karlar í virku eftirliti reyndust ívið áhyggjufyllri eða þunglyndari en karlar sem höfðu farið í brottnám kirtilsins eða geislameðferð. Bendir það til álags sem fylgir því að fara reglulega í blóðprufur og skoðun.“ Skert kyngeta er vandamál Hvað með áhrif blöðruhálskrabba- meins og meðferða á kynlífið? „76% svarenda töldu getu sína til að stunda kynlíf vera litla eða mjög litla á þeim tíma sem þeir svöruðu spurningalistanum. Þetta er verulega hærri tala en kom fram 2017 í sambærilegri könnun meðal aðeins eldri karla sem ekki höfðu blöðruhálskrabbamein. 50% þeirra mátu getu sína til að stunda kynlíf vera litla eða mjög litla. Veikindi og meðferðir hafa greini- lega mikil áhrif.“ En upplifa karlarnir skerta getu sína vera vandamál? „Já, þeir gera það. Nánar til tekið telur annar hver þeirra skerta kyn- getu vera vandamál eða verulegt vandamál í sínu lífi.“ Þvagleki er þekkt vandamál margra blöðruhálskarla. „Sex af hverjum tíu svarenda hafa þvag- leka. Hann er tíðastur meðal þeirra sem farið hafa í brottnám kirtils- ins. Annar hver þeirra notaði eitt eða fleiri bindi við þvagleka á degi hverjum, samanborið við þriðja hvern svarendanna í heild. 17% eða tæplega fimmti hver svarenda í heild taldi þvagleka vera nokkuð eða verulegt vandamál í daglegu lífi sínu.“ Lærdómsríkar niðurstöður Að sögn Guðmundar telja forsvars- menn Euprom-könnunarinnar að helstu lærdómar sem draga megi af könnuninni séu þrír. „Í fyrsta lagi að jafnan þurfi að meta hvort virkt eftirlit geti verið fyrsti kostur með- ferðar því að virkt eftirlit veldur minnstri skerðingu á lífsgæðum. Munurinn sést best hvað varðar kynlíf og þvagleka eins og kemur fram í glærunni hér á síðunni. Í öðru lagi er það mikilvægi snemm- greiningar blöðruhálskrabba- meins og skipulegrar skimunar eftir því. Í þriðja lagi er mikilvægi þess að blöðruhálskrabbameinum sé sinnt á sérhæfðum deildum með besta mögulega tækjabúnaði til grein- inga og meðferða, deildum sem mannaðar eru sérfræðiteymum með mikla reynslu og þjálfun.“ Vitundarvakning mikilvæg Í samræmi við þessar niðurstöður og helstu lærdóma er vitundar- vakning um sjúkdóminn eitt helsta verkefni Europa UOMO samtakanna og reyndar Fram- farar einnig. „Frumubreytingar í blöðruhálskirtli finnast ekki nema karlar séu vel vakandi, þekki til sjúkdómsins og láti fylgjast með sér. Félagið okkar Framför er með vitundarvakningu í nóvember hvert ár, heldur úti heimasíðu með fræðsluefni og hjá Framför er hægt að fá viðtöl eftir greiningu og samtöl við karla sem þekkja sjúk- dóminn af eigin raun.“ Lesa má ítarlegri frétt um niður- stöður könnunarinnar á framfor.is og skýrsluna í heild sinni má finna á europa-uomo.org (veljið flipann Who we are, næst Quality of life og loks Go to EUPROMS study page). n Frumubreytingar í blöðruhálskirtli finnast ekki nema karlar séu vel vakandi, þekki til sjúkdómsins og láti fylgjast með sér. Guðmundur Páll Ásgeirsson Virkt eftirlit Geislameðferð - hormónahvarfsmeðferð Lyfjameðferð Geislameðferð Brottnám blöðruháls- kirtils (skurðaðgerð) 100 100 57 18 92 86 73 21 17 12 n Þvaglekavandamál, meðaltal niður- staðna úr EPIC n Kynlíf, meðaltal niðurstaðna úr EPIC spurningalistanum Jafnan þarf að meta hvort virkt eftirlit geti verið fyrsti meðferðarkostur. Virkt eftirlit veldur minnstu raski á lífsgæðum Helstu lærdómar (EPIC eða The Expanded Prostatic Index Composite er staðlaður spurningalisti og matskvarði á einkenni og vandamál tengd blöðruhálskirtilskrabbameini). Nýlega voru kynntar niður- stöður vefkönnunarinnar Euprom þar sem karlar með blöðruhálskrabbamein mátu líðan sína og lífsgæði. Krabbameinsfélagið Framför er aðili að Europa UOMO (ítalska: Evrópukarlinn) sem eru Evrópu- samtök félaga karla með blöðru- hálskrabbamein. Nýlega stóðu samtökin að vefkönnun sem nefn- ist Euprom þar sem félagsmenn mátu líðan sína og lífsgæði. Tæp- lega 3.000 karlar svöruðu könnun- inni og var meðalaldur þeirra 70 ár og meðalaldur við greiningu var 64 ár. Um 82% þátttakenda voru í sambúð eða hjónabandi. Við ræddum stuttlega við Guð- mund Pál Ásgeirsson, varafor- mann Framfarar, sem er félag karla með krabbamein í blöðruháls- kirtli og aðstandenda þeirra, um helstu niðurstöður könnunarinnar en nánar má lesa um hana á vef Framfarar, framfor.is. Hverjar voru helstu niðurstöður könnunarinnar að þínu mati? „Í stuttu máli þá kom það fram að greining og meðferð blöðru- hálskrabbameins hafði áhrif á lífsgæði og líðan karlanna sem svöruðu spurningalistanum, allt frá tiltölulega litlum áhrifum og til verulega íþyngjandi áhrifa. Íþyngjandi áhrif voru þeim mun meiri sem sjúkdómurinn hafði náð lengra og meðferðir höfðu verið róttækari. Helsti lærdómur af niðurstöðunum er hve mikilvæg snemmgreining er, þ.e. að blöðru- hálskrabbamein greinist á fyrstu stigum. Það gerist ekki nema karlar láti fylgjast vel með heilsu blöðru- hálskirtilsins. En skoðum könnunina aðeins nánar. Þegar spurt var um áhrif meðferða á lífsgæði kom í ljós að margir svarenda mátu skerðingu kynferðislegrar getu hafa veru- lega neikvæð áhrif á lífsgæði sín. Þvagleki dró auk þess töluvert úr lífsgæðum margra.“ Kvíði og depurð algeng Í könnuninni var einnig spurt um vanlíðan, þreytu og svefnvanda. „Reyndust það vaxandi vandamál eftir því sem sjúkdómurinn var lengra genginn og þurfti róttækari meðferða við og langmest hjá þeim sem undirgengust lyfjameð- ferð. Meira en þriðjungur þeirra hafði fundið til vanlíðunar, þreytu eða svefnleysis á þeim tíma sem könnuninni var svarað. Fjórði hver karl sem hafði farið í geisla-og hormónahvarfsmeðferð greindi frá svefnvanda á síðustu sjö dögum.“ Fjölþjóðleg könnun á lífsgæðum karla með blöðruhálskrabbamein Helsti lærdómur af niðurstöðun- um er hve mikil- væg snemm- greining er, segir Guðmundur Páll Ásgeirsson, varaformaður Framfarar, fé- lags karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandenda þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Málþing 12. nóvember Göngudagur í Heiðmörk 6.nóvember kl. 14:00 7LAUGARDAGUR 5. nóvember 2022 blái treFillinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.