Fréttablaðið - 05.11.2022, Page 76
Magnús Friðbergsson mælir
með sæbjúgnahylkjum frá
Arctic Star, en hann finnur
mun á sér eftir að hann fór
að nota þau. Sæbjúgu inni-
halda yfir fimmtíu tegundir
af næringarefnum.
Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem
heilsubótarfæði og notuð til bóta
við hinum ýmsu meinum. Kín-
verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin-
seng hafsins“ og til eru sagnir um
notkun sæbjúgna þar fyrir meira
en þúsund árum.
Arctic Star sæbjúgnahylkin inni-
halda yfir fimmtíu tegundir af nær-
ingarefnum sem geta haft jákvæð
áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans, til dæmis er mikið
kollagen í þeim, en það er eitt helsta
uppbyggingarprótein líkamans.
Finnur mikinn mun á sér
Á síðustu árum hefur Arctic
Star sérhæft sig í þróun á fæðu-
bótarefnum, svo sem framleiðslu,
markaðssetningu og sölu á hágæða
sæbjúgnahylkjum.
Hylkin eru framleidd úr íslensk-
um, hágæða, villtum sæbjúgum
sem eru veidd í Atlantshafinu.
Magnús Friðbergsson hefur
tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic
Star undanfarin ár. „Vinur minn
kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj-
unum og þar sem ég hafði lengi
verið slæmur í hnjám, með liðverki
og lítið getað beitt mér, ákvað ég að
prófa. Tveimur til þremur vikum
seinna fann ég mikinn mun.
Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin
í nokkur ár og fer allra minna
ferða án óþæginda. Það er algjör
bylting frá því sem áður var. Nú
get ég gert hluti eins og að fara
í langar gönguferðir, sem ég gat
varla gert áður. Að minnsta kosti
gerði ég það ekki með bros á vör
og það tók mig langan tíma að
Sæbjúgnahylkin eru bylting
Magnús er betri í
hnjám og finnur
minna fyrir lið-
verkjum eftir að
hann fór að taka
sæbjúgnahylkin.
mynd/aðsend
jafna mig eftir álag,“ útskýrir
hann. Magnús, sem er 71 árs,
hafði fengið að heyra frá lækni að
mikið slit væri í hnjám hans og
ekki væri von á að það gengi til
baka. „Hann sagði mér að kíkja
á fæðingardaginn minn og að ég
gæti ekki búist við að fara aftur
í tíma. Mér fannst vont að heyra
þetta og var því tilbúinn að prófa
ýmislegt sem gæti mögulega
lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá
Arctic Star virka mjög vel á mig og
ég mæli með að fólk prófi þau.“ n
Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 fást
í flestum apótekum og heilsubúð-
um ásamt Hagkaupum, Fjarðar-
kaupum og á Heimkaup.is.
Nú hef ég tekið
sæbjúgnahylkin í
nokkur ár og fer allra
minna ferða án óþæg-
inda. Það er algjör bylt-
ing frá því sem áður var.
Hver er það sem heldur uppi
stuði þjóðarinnar eftir að
Siggi Hlö lagði árar í bát?
Enginn annar en gleðigjaf-
inn Páll Sævar Guðjónsson,
betur þekktur sem Röddin.
thordisg@frettabladid.is
„Ég er fæddur stuðbolti og hef
gaman af augnablikinu, því að lifa
í núinu, að hafa það skemmtilegt
og brosa. Þá ganga hlutirnir líka
miklu betur.“
Þetta segir Páll Sævar Guðjóns-
son sem tók við keflinu af Sigga
Hlö á laugardagseftirmiðdögum
Bylgjunnar með þætti sínum
Hamingjustund þjóðarinnar.
Páll er fæddur og uppalinn í
Vesturbænum, grjótharður KR-
ingur og mikill íþróttafíkill, að
eigin sögn, ekki síst þegar kemur
að boltaíþróttum og pílukasti.
„Ég var í körfubolta sem strákur
en fæddist með klumbufót og
þurfti að hætta á fermingarárinu
þegar líkamlegir burðir mínir
dugðu ekki lengur til. Ég gat nýtt
mér hæðina fram að kynþroska-
skeiðinu en þá fóru menn að vaxa
í kringum mig og ég varð undir
því ég hafði ekki kraftinn í vinstri
fætinum. Það var auðvitað sárt
því ég þótti góður í körfunni og á
meira að segja Íslandsmeistaratitil
með Heimi Guðjónssyni, fótbolta-
þjálfara í Val og Þormóði Egilssyni,
gömlu kempunni úr KR,“ segir Páll,
sem lét ekki deigan síga heldur fór
að vinna sem sjálfboðaliði í KR.
„Það vatt upp á sig og varð til
þess að ég varð kynnir á KR-vell-
inum og þaðan var ég boðaður
á Laugardalsvöll þar sem ég hef
verið kynnir síðan um aldamótin
2000. Þaðan kemur viðurnefnið
Röddin, því þótt ekki kveiki allir
á því hver maðurinn er í útliti
þekkja fótboltaaðdáendur rödd
mína vel,“ upplýsir Páll, sem verið
hefur kynnir á öllum opinberum
landsleikjum karla- og kvenna-
landsliðs Íslands á vegum KSÍ, sem
og í bikarúrslitum karla og kvenna,
þar til fyrir tveimur árum að Hulda
Geirsdóttir útvarpskona var fengin
sem kynnir á leikjum kvenna-
landsliðsins.
„Á Laugardalsvelli les ég upp
liðin, segi hverjir skora og frá skipt-
ingum og kem með tilkynningar
til áhorfenda. Starfið er ofboðs-
lega skemmtilegt og gefandi. Ég
hef kynnst mörgu góðu fólki og
verið mitt í hringiðunni, sérstak-
lega í kringum landsliðin og það
er gaman að vera í kringum þetta
fólk. Í kringum það er jákvæð orka
og þetta eru miklar fyrirmyndir
sem gefa mikið af sér,“ segir Páll,
glaður með sitt hlutskipti.
Allir glaðir á laugardögum
Þótt Páll Sævar sé að gera gott mót
í Hamingjustund þjóðarinnar nú
er hann langt í frá nýr af nálinni í
útvarpsbransanum.
„Ég smitaðist af útvarpsbakt-
eríunni þegar ég sat fyrir hönd
Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ)
í útvarpsráði Útrásar, útvarps-
stöðvar framhaldsskólanna árið
1986. Þaðan lá leiðin á FM 95,7
þegar sú stöð fór í loftið í FÁ með
Richard Scobie, Sigga Gröndal,
Felix Bergssyni og fleiri góðum
og ég hef komið víðar við. Þegar
Siggi Hlö ákvað svo að hætta síð-
sumars spurði Ívar Guðmundsson
á Bylgjunni hvort ég væri til í að
taka laugardagseftirmiðdagana í
september, bara til að prófa. Ég sló
til og viðbrögðin voru svo góð að
ég var ráðinn í verkefnið til fram-
búðar,“ segir Páll kátur.
Hann segir sumpart áskorun að
feta í fótspor Sigga Hlö en það leyni
sér ekki að landsmenn séu kátir
með Hamingjustundina.
„Þjóðin kemur mér mjög vel fyrir
sjónir. Á þessum tíma laugardags
er mikil stemning í fólki sem er að
koma sér fyrir með fjölskyldu og
vinum, heima eða á leið í veislur,
og þá eru einfaldlega allir glaðir.
Tónninn í fólkinu sem hringir inn
smitar af gleði og þetta sannkölluð
hamingjustund,“ segir Páll hress.
Sjálfur var hann dyggur hlust-
andi Sigga Hlö á laugardögum en
þeir þekkjast vel.
„Já, og ég bað Sigga oft um óska-
lög, hvort sem ég var í heitum
potti, bústað eða á ferðalagi. Ég
veit ekki hvort hann hefur enn
hlustað á Hamingjustundina, það
er svo mikið að gera hjá honum í
ferðabransanum, en hann gerir
það eflaust einn daginn.“
Sat við hlið átrúnaðargoðsins
Það sem kemur Páli Sævari í gott
skap er skemmtilegt fólk, góð
stemning og ekki síst góð tónlist.
„Ég var unglingur á eitís-tímabil-
inu og mikill Duran Duran-maður.
Eldri bræður mínir hlustuðu mikið
á tónlist. Einn er átján árum eldri
og annar var sextán árum eldri, en
hann lést 36 ára. Þeir kenndu mér
að hlusta á Rolling Stones, Bítlana
og Neil Young, en Gylfi sem er
fjórum árum eldri lét mig hlusta
á Clash, Bob Marley og fleiri góða.
Ég fékk því mikið og gott tónlistar-
uppeldi og er alæta á tónlist, en sér-
lega áhugasamur um eitís-tónlist.
Margir félagar mínir hafa miklar
skoðanir á þessu og benda mér á
lög sem hafa legið í gleymskunnar
dá og ég hef spilað í þættinum við
góðar viðtökur,“ segir Páll sem
undirbýr þáttinn ekki fyrr en um
hádegisbil á laugardögum.
„Þá er ég kominn niður á stöð,
fæ mér að borða með Braga Guð-
mundssyni sem er með þáttinn
á undan mér og við spáum og spek-
úlerum. Svo læt ég augnablikið
koma til mín, vel lögin og ballið
byrjar. Ég er maður augnabliksins
og vil því ekki undirbúa þáttinn
langt fram í tímann.“
Í Hamingjustund þjóðarinnar
eru spiluð lög frá 1975 til 2000.
„Mín uppáhaldslög frá þessu
tímabili eru Illusion með Imagina-
tion og Don‘t look any further með
Dennis Edwards. Svo auðvitað
allt með Duran Duran. Þegar þeir
spiluðu í Egilshöll 2005 fékk ég að
sitja blaðamannafund með hljóm-
sveitinni og sat við borðsendann
við hlið Johns Taylor, átrúnaðar-
goðsins míns. Það var mögnuð
upplifun. Ég horfði eftir endilöngu
borðinu og þarna voru þeir allir
snillingarnir. Ég var eins og krakki
í dótabúð og stjörnustjarfur,“ rifjar
Páll upp, sællar minningar.
Hamingjan liggur í heilsunni
Páll Sævar greindist með krabba-
mein í ristli árið 2012 en útskrifað-
ist hreinn af því 2017.
„Krabbameinið breytti lífsvið-
horfi mínu allverulega. Ég varð
enn lífsglaðari á eftir og naut
augnabliksins enn meir því það er
ekki sjálfgefið að draga andann og
standa í lappirnar á morgnana. Því
segi ég að góð heilsa sé hamingja.
Hamingjan í mínum huga felst í
því að allt sé í lagi, í góðri fjöl-
skyldu og vinum, góðri heilsu og
almennri vellíðan. Hún felst ekki
í auðæfum né dauðum hlutum
heldur fyrst og fremst væntum-
þykju, góðri vináttu og fjölskyld-
unni. Þar liggur hamingjan,“ segir
Páll sem vill láta gott af sér leiða í
Hamingjustundunum.
„Ég ber virðingu fyrir öllum
og nýt þess að vera í mannlegum
samskiptum. Því er ég hvetjandi
og jákvæður að eðlisfari og vil vera
góður og glaður í hjarta.“
Spurður hvort hann stefni að
því að slá út fjórtán ára úthald
Sigga Hlö á laugardagsvaktinni,
skellir Páll upp úr: „Ég held að það
sé ógjörningur en maður skyldi
aldrei segja aldrei. Núna er ég 52
ára og ef ég tek ári meira en Siggi
verð ég kominn slétt á eftirlauna-
aldurinn, 67 ára. Þangað til nýt ég
augnabliksins og skemmti mér: þá
er svo gaman að vera til.“ n
Maður augnabliksins og taumlausrar hamingju
Páll Sævar er Röddin á Laugardalsvelli en líka stuðbolti sem gleður þjóð sína á laugardögum. FRÉTTaBLaðIð/VaLLI
Ég varð enn lífs-
glaðari á eftir og
naut augnabliksins enn
meir því það er ekki
sjálfgefið að draga and-
ann og standa í lappirnar
á morgnana.
6 kynningarblað A L LT 5. nóvember 2022 LAUGARDAGUR