Fréttablaðið - 22.11.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.11.2022, Blaðsíða 26
Hér er einfaldlega allt úrvalið sem hefur ekki verið pláss fyrir í öðrum búðum. Róbert Hnífsdal Halldórsson Ný fagverslun BYKO var opnuð á Selhellu í Hafnar- firði um miðjan september. Þar fæst mikið úrval verk- færa sem fagfólk dreymir um. Meðal annars landsins mesta úrval af bláum Bosch rafmagnsverkfærum. Jón Geir Friðbjörnsson, svæðis- stjóri verslunar og leigu á Sel- hellu, segir fjölbreyttara úrval af verkfærum í nýju fagversluninni en áður hefur verið boðið upp á í BYKO. „Hér er mjög fjölbreytt úrval af tækjum. Í raun er hér hægt að fá allt það sem hugurinn girnist fyrir fagaðila. Við erum til dæmis með mesta úrval landsins af bláum Bosch rafmagnsverkfærum, eða Bosch professional, sem eru verk- færin fyrir fagfólk,“ segir hann. „Og ekki bara fjölbreytt úrval, heldur líka margar útfærslur af hverri tegund. Þú getur keypt vél sem er bara í pappakassa, en þú getur líka keypt sömu vél í L-boxx verkfæratösku. Einnig er hægt að kaupa vélar með og án rafhlöðu. Þannig að útfærslan fer bara eftir því hvað hentar hverjum og einum. Einhver á kannski hleðslutæki og rafhlöður og getur þá keypt bara staka vél. Þetta býður upp á marga möguleika og hægt er að útbúa sérsniðið verkfærasett sem hæfir þörfum hvers og eins,“ bætir Róbert Hnífsdal Halldórsson, sölu- stjóri Bosch á Íslandi, við. Jón Geir segir að bláu Bosch verkfærin séu þýsk gæðatæki sem lengi hafi notið mikilla vinsælda í Evrópu enda hafi þau verið lengi á markaði þar. „Nú erum við bara að blása í lúðra hér á Íslandi og koma Bosch tækjunum aftur á toppinn þar sem þau eiga heima,“ bætir Róbert við. „Þetta eru 18 volta vélar og 12 volta vélar, en svo erum við líka með snúruvélar. Úrvalið í raf- hlöðudrifnum verkfærum er sífellt að aukast og er hlutdeild þeirra sífellt að aukast,“ útskýrir Jón Geir. „Það er auðvitað handhægast að þurfa ekki að vera með snúr- urnar hangandi. Rafhlöðurnar eru orðnar svo góðar í dag að það er kannski ekki mikil þörf á snúru. En það eru alltaf einhverjir sem vilja frekar snúruvélar og þess vegna bjóðum við upp á þær líka.“ Róbert segir að sífellt sé verið að bæta við úrvalið af Bosch tækjum í fagversluninni á Selhellu. „Í nýrri fagverslun á Selhellu var ákveðið að auka úrvalið verulega á Bosch fyrir fagaðilann. Hér eru nýjar hitamyndavélar og nýir veggskannar, nýjar ryksugur og háþrýstidælur. Hér er einfaldlega allt úrvalið sem hefur ekki verið pláss fyrir í öðrum búðum,“ segir hann. „Það er okkar hlutverk að vera fyrstir með það nýjasta frá Bosch. Fólk sem hefur áhuga á þessum tækjum fylgist með því sem gerist úti og vill geta keypt það nýjasta hér,“ bætir Jón Geir við. „Svo má nefna að við erum með fleira til sölu hér en Bosch verk- færin. Við erum til dæmis söluaðili Honda aflvéla, við erum með loft- gæðatæki frá Master, handverkfæri frá Hultafors og Stanley, vinnulyft- ur frá Sinoboom og Bravi, ásamt jarðvinnuvélum frá Belle. Þannig að það er ansi margt til hér.“ Hægt að stjórna með appi Bosch er með ýmsar applausnir fyrir verkfærin sín, en Jón Geir segir það vekja mikinn áhuga hjá viðskiptavinum. „Núna getur maður tengst vélunum með Bluetooth í gegnum símann sinn og stjórnað þannig ákveðnum aðgerðum. Þú getur stjórnað hvernig tækin virka fyrir Í BYKO er allt á einum stað fyrir fagfólk Þeir Róbert Hnífsdal Halldórsson og Jón Geir Friðbjörnsson vilja koma Bosch tækjunum aftur á toppinn á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Á Selhellu er landsins mesta úrval af bláum Bosch rafmagnsverk- færum. Hægt er að leigja vél til að prófa áður en hún er keypt. þig með stillingum í appinu. Eins með mælitæki eins og fjarlægðar- mæla, þá getur þú bara skotið á vegg og talan kemur upp í sím- anum. Þannig getur þú haldið vel utan um allt og gert þínar eigin skýrslur í símanum,“ segir Jón Geir og Róbert bætir við að ef fólk sækir appið og skráir tækin sín inn í það fái það aukna ábyrgð á tækin. „Ef þú skráir tækin í appið þá býður Bosch þriggja ára ábyrgð á þeim tækjum sem þú kaupir, vél, hleðslutæki og rafhlöðum,“ segir Róbert. „Það er einnig boðið upp á lausn í Bosch-appinu til að halda utan um verkfæri hjá þér. Segjum sem svo að þú sért með fjóra bíla. Þú getur útdeilt verkfærunum á þá bíla og þá veistu alltaf hvar verk- færin eru. Þú þarft ekki að spyrja: Hver er með stóru sögina? Þú ferð bara inn í appið sem stjórnandi og sérð þar að sögin er í bílnum hjá honum Sigga. Svo ég komi með dæmi.“ „Þetta er svona vöruhúsakerfi. Þetta er nýlegt á Íslandi en hefur verið í notkun í Evrópu í tvö til þrjú ár og það er komin góð reynsla á þetta. Þetta er sérstaklega gott fyrir stór fyrirtæki sem eru kannski með 100 manns eða fleiri í vinnu. Í stórum fyrirtækjum getur verið erfitt að halda utan um hvar verkfærin eru, en þá kemur appið að gagni,“ bætir Jón Geir við. Verkstæði og leiga Róbert segir að viðskiptavinir geti komið í búðina og fengið að prófa tækin áður en ákvörðun er tekin um að kaupa þau. „Ef þú ert ekki alveg viss þá er hægt að fá að leigja vél í sólarhring til að prófa hana. Svo er hægt að taka stöðuna eftir það. Okkur finnst mikilvægt að viðskiptavinir geti fengið að kynnast tækjunum áður en ákvörðun er tekin um kaup. Það er mikil áhersla á góða þjónustu hér á Selhellu, við viljum að þetta verði svolítið eins og heimili fyrir fagfólk. Þetta er ekki eins og í mörgum öðrum verslunum þar sem einstaklingar og fagfólk vilja blandast svolítið saman,“ segir Róbert. „Fagfólk veit oft nákvæmlega hvað það vill og það er dýrt að senda starfsmann út í búð sem þarf kannski að bíða lengi. Hingað á fagfólk að geta komið og fengið snögga og góða þjónustu.“ Jón Geir segir að einnig sé mikil- vægt þegar viðskiptavinurinn velur sér vöru að það sé þjónusta á bak við hana. „Við erum með mjög flott og vel útbúið verkstæði hér þar sem við gerum við tækin ef þau bila og eins og Róbert kom inn á þá erum við líka með tækjaleigu. Þess vegna getur þú fengið sambærilega vél í leigunni hjá okkur á meðan þú bíður eftir að gert er við þína.“ Að lokum bætir Jón Geir við að í fagversluninni sé fleira til sölu en rafmagnsverkfæri. „Við erum líka með ýmsar stuðningsvörur fyrir fagfólk eins og þéttiefni frá Sika og Soudal, festingar og f leiri smávörur sem fólk í framkvæmdum þarf. Svo erum við með tvo timbursölu- menn hjá okkur, sem sjá um að gera tilboð og selja timbur sem er svo bara keyrt á verkstað. Þannig að við hlökkum til að taka á móti fagfólki, bæði núverandi og nýjum viðskiptavinum hér á Selhell- unni.“ n 6 kynningarblað 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURJÓLAGJÖF FAGFÓLKSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.