Fréttablaðið - 22.11.2022, Blaðsíða 35
Kyrrþey er 26. bók spennusagnahöfundarins Arnaldar Indriðasonar en ekki
hans besta bók að mati gagnrýnanda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
BÆKUR
Kyrrþey
Arnaldur Indriðason
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Fjöldi síðna: 283
Brynhildur Björnsdóttir
Í Kyrrþey er eftirlaunalögreglu-
maðurinn Konráð enn að velta
fyrir sér hver drap föður hans.
Hann kemst á snoðir um lög-
reglurannsókn á gamalli byssu
sem virðist hafa verið notuð til að
drepa ungan mann á sjöunda ára-
tugnum og fer sjálfur að rannsaka
málið sem, ekki ósvipað og í síð-
ustu bók, reynist tengjast honum
sjálfum og hans fortíð. Í framhaldi
af því rifjast upp fortíð hans í lögg-
unni, hvernig reynt var á heiðar-
leika hans og hvernig gamall félagi
reyndist ekki allur þar sem hann
var séður.
Höfundareinkenni Arnaldar eins
og tíðaranda- og staðarlýsingar
bregðast ekki frekar en fyrri dag-
inn og bókin er að vanda skrifuð
á einstaklega fallegri og ríkulegri
íslensku. Umfjöllunarefnin eru
dimm, barnamisnotkun og for-
dómar gegn samkynhneigðum
auk þess sem nemesis Konráðs,
siðblindi og glæpahneigði læknir-
inn Gústav, kemur við sögu. Og
auðvitað er morðið á Seppa föður
Konráðs enn óleyst.
Langdregin og ruglingsleg
Kyrrþey er svo til beint framhald
af Þagnarmúr sem kom út fyrir
tveimur árum og lesendur sem ekki
muna nákvæmlega plottið í þeirri
bók eða lásu hana ekki eða hinar
bækurnar um Konráð vantar heil-
mikla baksögu. Aðdáendur Kon-
ráðs fá hins vegar góðan skammt
af þráðafestingum og skýringum.
Frásögnin er oft langdregin og
ruglingsleg og stundum fær lesand-
inn á tilfinninguna að meira hafi
verið lagt upp úr því að bókin væri
nógu löng en að innihaldið héldi.
Sérkennilegt og frekar ómarkvisst
daður við handanheima virkar svo-
lítið út úr kú og hefði alveg mátt
missa sín, verður reyndar tilefni
til ansi grafískra óhugnaðarlýsinga
sem kannski hefðu bara átt að fá
sérstaka bók.
Rígheldur ekki
lesanda
Kyrrþey er ekki besta
bók Ar naldar Ind-
riðasonar. Sagan er
vissulega ekki fyrir-
sjáanleg og plottið er
vel ofið en það er ekki
alveg nógu áhuga-
vert til að ríghalda
lesandanum. Kon-
ráð og félaga vantar
einhver n sjar ma
og tenginguna við
l e s a nd a n n s e m
Erlendur og starfs-
lið hans hafði og
varð til þess að
lesandinn fyrirgaf
plottgöt og persónuleiðindi fyrir
fréttir af gömlum góðkunningjum.
Sagan f lakkar milli þriggja tíma-
plana og stundum þarf að f letta
fram og til baka til að finna hver er
hver og hvað er að gerast, gríðar-
margar og misminnisstæðar per-
sónur eru kynntar til sögunnar þó
höfundurinn gefi þeim reyndar
iðulega óalgeng nöfn svo þær festist
betur í minni.
Arnaldur Indriðason er frábær
r it höf u ndu r,
um það þarf
e n g i n n a ð
efast. En ekki
a l l a r b æ k u r
best u r it höf-
unda geta verið
b e s t u b æk u r
þeirra. Stundum
má velta fyrir sér
hvor t f rábær ir
höfundar þurf i
endilega að koma
með bók á hverju
ári, hvort þeim
sé stundum meiri
greiði gerður með
því að hvílast eina
vertíð og koma svo
fílef ldir inn á næsta
ári. En eins og ein-
hver sagði þá þarf fólkið sinn
Arnald og það fær hann í ár sem
endranær. n
Arnaldur í kyrrþey
tsh@frettabladid.is
Þjóðleikhúsið auglýsir eftir nýjum
leikverkum til þróunar innan leik-
hússins, fullbúnum verkum sem og
vel útfærðum hugmyndum. Í til-
kynningu kemur fram að Þjóðleik-
húsið vilji „efla leikritun á Íslandi og
segja sögur sem eiga brýnt erindi við
okkur“. Í þetta sinn er sérstaklega
leitað að verkum sem endurspegla
fjölbreytileika íslensks samfélags í
umfjöllunarefni, vinnslu verkanna
og meðal höfunda. Þó er tekið fram
að það útiloki ekki á neinn hátt
önnur verk eða hugmyndir.
„Þjóðleikhúsið stendur fyrir
öflugu höfundastarfi með það að
markmiði að efla leikritun á Íslandi
og finna verðug verkefni sem eiga
erindi við íslenska áhorfendur. Við
tökum til skoðunar hugmyndir
og handrit á öllum vinnslustigum
og vinnum markvisst með leik-
skáldum frá fyrstu hugmynd til full-
búinna verka,“ segir í tilkynningu.
Þjóðleikhúsið hefur áður aug-
lýst eftir nýjum verkum, fyrst
barnaleikritum, þá leikritum fyrir
Hádegisleikhús Þjóðleikhússins og
loks verkum þar sem áherslan var á
frumsamin leikverk eftir konur og
verk sem fjölluðu að einhverju leyti
um fjölbreytileika og fjölmenningu.
Að sögn Leikhússins hafa viðbrögð-
in verið afar sterk og þegar hafa
nokkur leikrit sem bárust verið sett
upp, auk þess sem fleiri eru í þróun
innan leikhússins.
Óskað er eftir handritum í fullri
lengd eða vel útfærðum hugmynd-
um með sýnishorni af leiktexta.
Stutt lýsing á verkinu skal fylgja,
þar sem kemur fram fjöldi persóna,
atburðarás verks og ætlunarverk
höfundar. Einnig skal fylgja stutt
ferilskrá höfundar og eru höfundar
af öllum kynjum og ólíkum upp-
runa hvattir til að senda inn verk.
Nánari upplýsingar má finna á vef
Þjóðleikhússins. n
Opið kall hjá Þjóðleikhúsinu
Þjóðleikhúsið óskar eftir nýjum leikverkum og hugmyndum til að setja á svið í leikhúsinu. MYND/AÐSEND
Aðgát og örlyndi er ný þýðing á einni
vinsælustu bók Jane Austen, Sense
and Sensibility. Silja Aðalsteinsdóttir
þýðir og skrifar eftirmála.
Innbundin Rafbók
„Silja þýðir þetta mjög
fallega og skemmtilega ...
strax orðin ein af mínum
uppáhaldsbókum
fyrir þessi jól.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / KILJAN
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 2022 Menning 15FRÉTTABLAÐIÐ