Fréttablaðið - 22.11.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.11.2022, Blaðsíða 1
2 5 5 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 2 2 . N Ó V E M B E R 2 0 2 2 Villi sigrast á ofnæminu Ekki besta bók Arnaldar Lífið ➤ 18Menning ➤ 15 Samkvæmt nýrri könnun telja nú fleiri að Ísland veiti of mörgum flóttamönnum hæli en of fáum. Afstaða kvenna og landsbyggðarfólks hefur harðnað meira en karla og höfuðborgarbúa. kristinnhaukur@frettabladid.is ÚTLENDINGAMÁL 33 prósent svar- enda í nýrri könnun Prósents telja Ísland veita of mörgum f lótta- mönnum hæli. Fyrir tæpu hálfu ári var hlutfallið 22,5 prósent. Að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem telja Ísland taka við of fáum lækkað úr 40,4 prósentum í 31. Þrátt fyrir þessa miklu sveiflu er nokkurn veginn sama hlutfall svar- enda sem er sátt við stefnu stjórn- valda, það er telja að Ísland veiti hæfilega mörgum hæli hér á landi. Hlutfallið er 36 prósent en var 37,1 í júní þegar Prósent gerði sams konar könnun. Kjósendur Miðflokksins skera sig úr þegar kemur að harðri afstöðu til f lóttamanna. 77 prósent þeirra telja Ísland taka við of mörgum en aðeins 2 prósent of fáum. Þar á eftir koma kjósendur Flokks fólksins, en 58 prósent þeirra telja of mörgum flóttamönnum veitt hæli. 48 prósent Sjálfstæðismanna telja nú Ísland taka við of mörgum en 9 prósent of fáum. Þetta er umtals- vert harðari afstaða en í júní þegar 34 prósent Sjálfstæðismanna töldu Ísland taka við of mörgum en 19 prósent of fáum. Afstaðan hefur harðnað meira hjá Framsóknarmönnum. Í júní töldu 20 prósent þeirra Ísland taka við of mörgum flóttamönnum en 22 prósent of fáum. Nú er hlutfallið 41 og 13 prósent. Harðnandi afstaða sést einnig hjá öðrum flokkum. 24 prósent kjós- enda Viðreisnar telja Ísland veita of mörgum hæli, 15 prósent Sam- fylkingarfólks, 13 prósent Pírata, 12 prósent Vinstri grænna og 11 prósent Sósíalista. Afstaðan hjá þessum kjósendahópum er hins vegar enn jákvæðari í garð komu flóttafólks, mest hjá Pírötum en 59 prósent þeirra telja Ísland veita of fáum hæli. Ekki er mikill munur á afstöðu kynjanna, en afstaða kvenna hefur þó harðnað meira en karla. Öfugt við í júní eru nú f leiri konur sem telja Ísland veita of mörgum hæli, það er 34 prósent á móti 32 pró- sentum karla. Konur eru reyndar enn í meirihluta þeirra sem telja of fáum hleypt inn í landið en f leiri karlar telja fjöldann hæfilegan. Þegar litið er til aldurshópa hefur afstaðan harðnað mest hjá 45 til 54 ára. 38 prósent þeirra telja Ísland taka við of mörgum en hlut- fallið var 20 prósent í júní. Afstaðan hefur einnig harðnað meira á lands- byggðinni, úr 29 prósentum í 43. Könnunin var netkönnun fram- kvæmd 14. til 17. nóvember. Úrtakið var 2.600 og svarhlutfallið 51,3 pró- sent. n Afstaða til komu erlends flóttafólks harðnar verulega Afstaða til þess fjölda sem Ísland veitir hæli n Hæfilega mörgum n Of fáum n Of mörgum 36% 33% 31% 48 prósent Sjálfstæðis- manna og 41 prósent Framsóknarmanna telja Ísland veita of mörgum flóttamönn- um hæli. Fæst einnig fjórhjóladrifinn Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur Škoda Enyaq Coupé RS iV. Sportlegur og alrafmagnaður Framkvæmdir standa við Hallgrímskirkju og er ekki ólíklegt að þessi verkamaður rati inn í fjölskyldualbúm ferða- manna á Íslandi enda kirkjan einn helsti áfangastaður þeirra sem koma til landsins. Ljóst er að starfið er ekki fyrir lofthrædda þar sem kirkjan er með hæstu mannvirkjum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.