Fréttablaðið - 22.11.2022, Blaðsíða 6
Fundur í samráðsvettvangi um jafnrétti kynjanna verður haldinn mánu-
daginn 5. desember klukkan 9:00 – 12:00 í Hannesarholti.
Þema fundarins að þessu sinni verður stefnumótun í jafnréttismálum
sem endurspeglast í nýrri þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafn-
réttismálum fyrir árin 2024 – 2027.
Samráðsvettvangur um jafnréttismál - Jafnréttisráð starfar skv. 24. grein
laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Rétt til þátt-
töku á fundum samráðsvettvangs eiga fulltrúar frá samtökum sem vinna
að jafnrétti kynjanna, fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins og fræða-
samfélags. Þá eiga fulltrúar sveitarfélaga og samtaka þeirra einnig rétt
til þátttöku. Hlutverk samráðsvettvangsins er að vera ráðherra til ráð-
gjafar við faglega stefnumótun í málum sem tengjast jafnrétti kynjanna.
Lögaðilar sem starfa að jafnrétti kynjanna samkvæmt lögum um jafna
stöðu og jafnan rétt kynjanna önnur en þau sem tilgreind eru hér að
ofan geta óskað eftir þátttöku en gerð er sú krafa að um sé að ræða
lögaðila með stjórn og skráða kennitölu.
Umsóknir um þátttöku sendist á skrifstofu jafnréttis- og mannréttinda-
mála í forsætisráðuneytinu á netfangið for@for.is fyrir 1. desember nk.
merkt Samráðsvettvangur.
Samráðsvettvangur um jafnrétti
kynjanna – Jafnréttisráð
Valur Grettisson hættir um
mánaðamótin sem ritstjóri
The Reykjavík Grapevine.
Hann hefur gegnt stöðunni
frá árinu 2017. Hin kanadíska
Katherine Fulton tekur við
ritstjórninni. Bandarískur
hlaðvarpsframleiðandi hefur
keypt hlut í fyrirtækinu.
ninarichter@frettabladid.is
FJÖLMIÐLAR „Það eru umtalsverðar
breytingar að eiga sér stað hjá The
Reykjavík Grapevine,“ segir Valur
Grettisson, fráfarandi ritstjóri fjöl-
miðilsins. Blaðakonan Andie Sop-
hia Fontaine sem hefur unnið við
blaðið með hléum frá 2003 lætur
einnig af störfum. Hún lýsir upp-
sögninni sem óvæntri en segist
virða ákvörðun eigenda og óskar
þeim velfarnaðar í framhaldinu.
Valur segir samkomulag milli sín
og eigenda um að stíga til hliðar.
„Blaðið er að taka aðra stefnu og
endurnýja sig. Það er ekki óeðlilegt,“
segir hann og bætir við að fimm ára
líftími í starfi sé með besta móti
fyrir ritstjóra á Íslandi.
„Ég kem inn í Grapevine á tíma
þegar nokkur hneykslismál höfðu
komið upp, en svo voru mjög góðir
ritstjórar þarna inni á milli sem
voru skammlífir þó,“ segir Valur.
„Þá var kominn tími til að lyfta
Grapevine upp úr því að vera þetta
101 götublað upp í svona aðeins
borgaralegra menningarblað, eins
og ég fór með það.“
Að sögn Vals verður ný stefna
miðilsins tekin „í sterkari menn-
ingarlegar áttir og að minnka eitt-
hvað í fréttum og öðru eins“.
Valur náði óvæntum og gríðarleg-
um árangri á nýmiðlum Grapevine
í heimsfaraldrinum. „Ég asnaðist til
þess að verða að YouTube-stjörnu,“
segir hann og hlær. „Við vorum með
tvær milljónir notenda á einum
mánuði, í allnokkra mánuði. Það
var ofboðslega mikið áhorf á okkur
og mest tengt eldgosinu á sínum
tíma. Við höfum haldið því að miklu
leyti og erum með 60 þúsund áskrif-
endur,“ segir hann.
Að auki stofnaði Valur svokallað
newscast, fréttaþátt á netinu. „Sem
ég held að enginn viti hvað er, en
sem er með meira áhorf en Fréttir
RÚV.“
Valur segist ekki stefna á að stofna
sinn eigin fjölmiðil á næstunni eða
fara í samkeppni við Grapevine.
Ritstörf komi hins vegar til greina.
„Maður á eiginlega ekki að segja frá
þessu, það minnkar samviskubitið
hjá yfirmönnum. En í hvert skipti
sem ég er rekinn reyni ég að skrifa,“
segir hann. „Maður hefur verið
rekinn og ráðinn svo oft í gegnum
blaðamennskuna. En ég fæ ágætis
tíma til þess að finna mér eitthvað
annað að gera. Það langan að ég get
örugglega skrifað heila skáldsögu á
sama tíma.“
Jón Trausti Sigurðarson, einn
stofnenda og eigenda miðilsins,
hefur tekið við starfi framkvæmda-
stjóra. „Hilmar Steinn Grétarsson
var að hætta og selja sig út. Kaup-
andinn er bandarískur podcastari
sem heitir Marcus Parks sem gefur
út hlaðvarpsþættina The Last Pod-
cast On The Left og No Dogs In
Space,“ segir Jón Trausti. Fjórir aðil-
ar fara með eignarhald miðilsins.
Nýr ritstjóri Grapevine er hin kan-
adíska Katherine Fulton sem meðal
annars hefur unnið fyrir Toronto
Star og hefur starfað við Grapevine
með hléum í rúman áratug. n
Bandaríkjamaður kaupir í Grapevine
Valur Grettisson er fráfarandi ritstjóri Grapevine og hefur gegnt stöðunni frá
árinu 2017. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Í hvert skipti sem ég er
rekinn reyni ég að
skrifa.
Valur Grettisson
gar@frettabladid.is
INDÓNESÍA Tala látinna á eyjunni
Jövu í Indónesíu eftir jarðskjálfta
af styrkleikanum 5,6 sem varð þar
klukkan 13.21 að staðartíma í gær
var komin í 162 síðdegis í gær.
Að sögn Verdens Gang voru 326
alvarlega slasaðir eftir skjálftann
og 13 þúsund manns misstu heim-
ili sitt. Meðal hinna látnu hafi verið
40 börn. Ekki sé hægt að veita öllum
læknishjálp því starfsfólk skorti á
sjúkrahúsum. n
Fjölmargir látnir
eftir jarðskjálfta
Þrettán þúsund misstu heimilið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
kristinnhaukur@frettabladid.is
DÓMSMÁL Máli mæðgnanna í
schäfer-hundaræktinni Gjósku
gegn fimm einstaklingum sem
sitja í stjórn Hundaræktunar-
félags Íslands (HRFÍ) var vísað frá í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Var
mæðgunum, Örnu Rúnarsdóttur
og Rúnu Helgadóttur, gert að greiða
stjórnarmönnum 200 þúsund krón-
ur í málskostnað.
Er þetta í annað skiptið sem málið
kemur fyrir héraðsdóm en fyrra
máli var vísað frá þar sem ekki þótti
afgerandi hvort verið væri að stefna
félaginu eða stjórn þess. Gjósku var
vísað úr HRFÍ eftir að siðanefnd
úrskurðaði að röng ræktunartík
hefði verið skráð í goti.
Fréttablaðið greindi frá því þann
25. október að mikill hiti hefði verið
í málinu þegar lögmennirnir Jón
Egilsson, fyrir Gjósku, og Jónas Fr.
Jónsson, fyrir HRFÍ, tókust á. Jónas
sagði slíka ágalla á málatilbúnað-
inum að ekki væri hægt að grípa til
varna. Dómkrafan væri ódómtæk,
krafan vanreifuð og engin sönn-
unargögn lögð fram. Því ætti að vísa
málinu frá.
Jón sagði úrskurð siðanefndar
rangan og málið ætti að fá efnislega
meðferð. Arna gæti ekki stundað
atvinnu sína sem hundaræktandi.
Æran og fjármunir væru undir. n
Héraðsdómur vísar aftur frá máli schäfer-mæðgnanna
Málið hefur skekið hundaheiminn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HRFÍ vísaði Gjósku úr
félaginu vegna rang
skráningar á goti.
bth@frettabladid.is
AKUREYRI Óvenjuleg hreyfing hefur
verið á oddvitum stjórnmálaflokka
í bæjarstjórn Akureyrar frá kosn-
ingum.
Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir
sem leiddi Lista flokksins hefur sagt
skilið við flokkinn vegna óánægju
og ásakana og starfar nú sem óháð-
ur. Gunnar Líndal, oddviti L-list-
ans, hefur einnig ákveðið að láta af
störfum sem bæjarfulltrúi vegna
annríkis við önnur störf.
Halla Björk Reynisdóttir, bæjar-
fulltrúi L-listans, sem er gamal-
reynd í pólitíkinni, bendir á að þessi
tvö mál séu gjörólík.
„Bæjarfulltrúar hafa sagt sig
frá störfum áður, ekki reyndar
hjá okkur þannig að þetta er nýtt
fyrir L-listann," segir Halla Björk.
„Aðstæður hjá Gunnari breyttust
þannig að hann sér sér ekki fært að
sinna sínu verkefni.“
Hún segir að þótt Gunnar stigi til
hliðar færist aðrir upp.
„Þetta breytir engu um okkar
starf, maður kemur í manns starf,
hann verður áfram með okkur í
f lokksstarfi.“ n
Hreyfing á oddvitum Akureyrar
Halla Björk
Reynisdóttir
bæjarfulltrúi.
Tveir hafa
horfið úr starfi
pólitíkurinnar á
Akureyri.
FRÉTTABLAÐIÐ/
AUÐUNN
6 Fréttir 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ