Fréttablaðið - 22.11.2022, Blaðsíða 36
Jesús sagði:
biblian.is
„Biðjið og yður mun gefast,
leitið og þér munuð finna,
knýið á og fyrir yður mun
upp lokið verða.“
Matt. 7.7
Svissneski pródúserinn Kurt
Uenala hefur unnið með
Depeche Mode, Erasure, The
Kills, Moby, Yelle og fleirum.
Hann er búsettur hér á landi
ásamt íslenskri eiginkonu
sinni og barni, og gefur út
nýja plötu í næsta mánuði
með Dave Gahan úr Depeche
Mode.
ninarichter@frettabladid.is
Í húsnæði Sankti Jósefsspítala í
Hafnarfirði er hljóðver sem Kurt
Uenala á og rekur. Sannkölluð
örlagasaga leiddi Grammy-til-
nefnda pródúserinn, forritarann
og lagahöfundinn Kurt til Íslands,
þegar ástin bankaði að dyrum fyrir
nokkrum árum. Áður bjó Kurt í
New York og vann þar með mörg-
um af þekktustu tónlistarmönnum
heims auk þess að sinna sólóverk-
efninu Null & Void. „Ég byrjaði að
vinna með þeim árið 2005,“ segir
Kurt um samstarf hans og Dave
Gahan, söngvara Depeche Mode.
„Við ferðuðumst mikið og rákum
saman stúdíó í New York þangað til
ég flutti til Íslands,“ segir hann.
Með glósubók við gluggann
Kurt lýsir því að hann og Dave
Gahan hafi verið fastir heima hvor
í sínu landinu í heimsfaraldrinum,
en spjallað á hálfsmánaðar fresti.
Þá var Kurt f luttur til Íslands og
Dave búsettur í New York. „Ég fór
að rifja upp að þegar við vorum að
ferðast saman, þá sat hann einn
með glósubók í kjöltunni og horfði
út um gluggann.“ Kurt segist ekki
hafa viljað hnýsast á þeim tíma, en
Kurt Uenala rekur hljóðver í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
á endanum hafi forvitnin bugað
hann. „Hann sagðist vera að rita
hugmyndir og bara svona það sem
honum datt í hug, ekkert mark-
visst.“
Í heimsfaraldrinum kom Kurt
svo í hug að biðja Dave að senda sér
einhverja texta, upplesna. „Ég elska
svona talaða kaf la í tónlist. Oft
þegar ég horfi á kvikmyndir enda
ég á að hlusta bara á hljóðrásina og
fylgist þannig með og það er mjög
ánægjulegt þegar hljóðmyndin er
góð,“ segir hann um fræið sem varð
að samstarfsverkefninu.
Dave tók upp fyrstu lesnu kaf l-
ana í bílnum sínum, fyrir utan
heimili sitt á Long Island. „Ég spil-
aði það í stúdíóinu og lék syntha-
tónlist yfir. Ég tók upp helling af
efni og klippti það svo bara niður
í framhaldinu,“ segir Kurt. „Mér
finnst það betra verklag en að vera
að hlaupa fram og til baka í tölv-
una, sem rífur mann úr f læðinu.
Maður er heldur ekki í neinum
vandræðum með stærðir á hörðum
diskum í dag, þannig að maður
nýtir bara tækifærið.“
Kurt útskýrir að þannig hafi
fyrsta lagið orðið til. „Ég sendi það
svo til baka og Dave elskaði það.
Þetta var samt frekar ómarkviss
framleiðsla, við stefndum ekkert
endilega á útgáfu en gerðum þetta
bara svona þegar við höfðum tíma,“
segir hann.
Afraksturinn er fimm laga plata
sem kemur út þann 16. desember.
Fyrsta lagið er nú þegar komið út.
Kannski algjör vonbrigði
Kurt segir þá Dave vera mjög með-
vitaða um að kannski vilji ekki
margir hlusta á söngvara Depeche
Mode tala inn á upptöku, í stað þess
að syngja. „Kannski finnst fólki það
algjör vonbrigði,“ segir hann og
hlær. „En mér finnst röddin hans
hitta einhverja taug innra með
mér og kannski hittir hún taug hjá
öðrum líka, þó að hann sé að tala
en ekki að syngja. Þetta er ekki
hljóðbók heldur svona milli tveggja
heima,“ segir hann.
Efnistökin segir Kurt snúast um
hugleiðingar Dave í heimsfaraldr-
inum. „Þessir textar voru skrifaðir
í upphafi heimsfaraldurs og síðustu
Um ástina á
Íslandi og plötu
með Dave Gahan
tvö ár. New York var mjög dystópísk
og það var samkomubann á götum
sem alltaf höfðu verið pakkaðar
af fólki. Hann lýsti þessu eins og
kvikmyndasetti, þegar enginn var
á götunum nema dúfurnar og rott-
urnar.“ Textar hins sextuga Dave
fjalli einnig um fáránleika lífsins
og eitthvað um eftirsjána. „Hann
er orðinn eldri og fólk í kringum
hann farið að deyja, hann skrifaði
líka um það.“
Aðdáandi Sykurmolanna
Kurt kom fyrst til Íslands árið 2006
sem ferðamaður. Hann segist alltaf
hafa hrifist af Íslandi og verið ein-
staklega mikill aðdáandi Sykur-
molanna. „Sykurmolarnir höfðu
gríðarleg áhrif á mig. Ég startaði
hér elektrónísku tónlistarverkefni
og ári seinna var ég kominn aftur til
Íslands að spila fyrir útvarpsþáttinn
Partýzone sem þá var,“ segir Kurt.
„Ég kom hingað tólf sinnum áður
en ég flutti hingað.“
New York-borg varð í huga Kurt
erfiður, dimmur og breyttur staður
eftir að Donald Trump tók við for-
setaembætti Bandaríkjanna í janúar
2017. „Það breytti borginni rosalega
og listaheimurinn fór að snúast í
auknum mæli um biðraðir og rauð
f lauelsreipi og fólk sem meinaði
öðrum aðgang ef þeim leist ekki
á andlitið á þeim. Manhattan og
Williamsburg urðu leikvöllur fyrir
ríka fólkið og nemendurna í New
York-háskóla sem áttu ríka foreldra.
Ég hafði þegar gert svo margt í New
York og mig langaði að byrja upp á
nýtt einhvers staðar, og ég ákvað að
fara til Berlínar,“ segir Kurt.
Síðasta daginn í New York
Hann ákvað að fara til Seyðis-
fjarðar áður en af f lutningunum til
Þýskalands yrði, og sótti um í lista-
mannadvöl þar sem hann ætlaði
að vinna að verkefni með laser-ljós
og tónlist. „Síðasta daginn í New
York fæ ég skilaboð frá íslenskri
vinkonu minni sem ég kynntist
fjórum árum áður. Við höfðum
alltaf talað um að hittast aftur en
tímasetningin var aldrei nógu góð.
Hún vann sem f lugfreyja og sagði
mér að hún væri stödd í New York
í eina nótt, og spurði hvort mig
langaði að hittast í kaffi,“ segir
hann. „Þetta var framtíðareigin-
kona mín og við eyddum nóttinni
saman. Tímasetningin var eins og
í bíómynd.“
Í dag rekur Kurt hljóðver í Sankti
Jósefsspítala í Hafnarfirði, sinnir
tónlistartengdum verkefnum og
kennir hljóðvinnslu og hljóð-
hönnun við Listaháskóla Íslands.
„Ég er að vinna með John Grant að
nýju plötunni hans núna. Hann er
svona synthabrjálæðingur eins og
ég,“ segir Kurt Uenala. n
Dave Gahan úr Depeche Mode
les upp hugleiðingar sínar á nýju
plötunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
16 Lífið 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 22. nóvember 2022 ÞRIÐJUDAGUR