Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Side 5

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Side 5
formAli Rannsókn sú sem hér er lýst hefur átt nokkurn aðdraganda, sem sagt er frá í inngangi. Verkið var unnið af Mannéldis- ráði eftir að það tók til starfa á árinu 1977. Niðurstöður rannsóknarinnar voru jafnharðan ræddar á fundum Manneldisráðs. Auk þeirra manna, sem skipaðir voru í Manneldisráð á tímabil- inu 1974 - 1978 og getið er hér á eftir, var haft samráð við Vigdísi Jónsdóttur skólastjóra og Önnu Guðmundsdóttur kennara, um mat á skammtastærðum, en aðallega var tekið mið af fyrri rannsóknum Baldurs Johnsens. Dr. Jón Óttar Ragnarsson rannsakaði C-vítamín og mjólkurvörur á Rannsóknastofnun landbúnaðarins og eiu niðurstöður birtar í viðauka I. Þá annaðist dr. Jón öttar næringarefnaúrvinnslu á grundvelli áætlaðra skammtastærða. Dr. Alda Möller stóð fyrir rannsóknum á næringarefnainnihaldi ýmissa matvæla á Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins, en þær ránnsóknir eru birtar í viðauka II. Ingibjörg Johannessen vann úr frumgögnum, en úr því efni var síðan skammtafjöldinn unninn í hverjum matvælaflokki . Ingi björg og Guðrún Björnsdóttir sáu einnig um vélritun greinar- gerðarinnar. Skólastjórar og kennarar sýndu verkinu áhuga og hjálpuðu til við framkvæmd þess. Öllum þessum aðilum og raunar fleiri ónefndum er að þakka að fæðukönnun þessi komst í höfn. Ef niðurstöður eru bornar saman við neyslurannsókn sem gerð var meðal skólabarna fyrir 40 árum kemur eftirfarandi í ljós: Neysla sælgætis og gosdrykkja er gífurleg. Neysla járns og fituleysanlegra vítamína er í lágmark Neysla máltíða í heimahúsum hefur minnkað verulega. Neysla ávaxta og grænmetis hefur aukist. Eitt brýnasta verkefnið í næringarmálum hér er að stuðla að

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.