Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Qupperneq 7
5
INNGANGUR
Fyrstu skipulegu rannsóknirnar á mataræði íslendinga fóru
fram árin 1938 -39: Neyslukönnun í skólum, einkum á Vest-
fjörðum en einnig í Reykjavík og fjölskyldukönnun víða um
land á vegum Manneldisráðs. Um fyrri könnunina sá Baldur
Johnsen,1^ þá héraðslæknir í Ögri, en um þá síðari Júlíus
Sigurjónsson, prófessor.^)
Manneldisráð varð til úr nefnd sem þáverandi forsætisráðherra
skipaði til undirbúnings manneldiskönnunar á Islandi 1939.
Lög um Manneldisráð voru þó ekki sett fyrr en á árinu 1945.
Þrátt fyrir það form sem ráðinu var gefið með lögunum lá
starfsemi þess niðri þar til á ný var skipað í það og þá
fyrir forgöngu landlæknis árið 1974. 1 þessu nýskipaða ráði
var landlæknir samkvæmt lögum forseti, en aðrir ráðsmenn voru
Baldur Johnsen yfirlæknir, prófessor Júlíus Sigurjónsson,
Snorri Páll Snorrason yfirlæknir og Örn Bjarnason skólayfir-
læknir. Þegar prófessor Júlíus Sigurjónsson lét af störfum,
tók prófessor Hrafn Tulinius við af honum í ráðinu, en seinna
var svo Jón óttar Ragnarsson dósent, skipaður í ráðið í sam-
bandi við sérstakar rannsóknir 1978.
Manneldisráð gat ekki tekið til starfa fyrr en á árinu 1977,
en þá fyrst var veitt nokkurt fé á fjárlögum til starfsemi þess
Meðlimir ráðsins gerðu sér fljótlega grein fyrir því, að til
þess að hægt væri að sinna aðalhlutverki ráðsins, þ.e. ráðgjöf
fyrir almenning og stjórnvöld, yrði að hefja manneldisrannsókn
á breiðum grundvelli og vinna að því að teknar verði upp nær-
ingarfræðilegar rannsóknir á innlendum og erlendum matvælum
sem eru á borðum Islendinga.
Hvað snertir manneldisrannsóknir komu til greina ýmsar aðferðir
Fyrir valinu varð "skólarannsóknaraðferðin", sem er tiltölulega
auðveld í framkvæmd, enda til reynsla af slíkri rannsókn eins
og fyrr segir og því samanburðargrundvöllur fyrir hendi. Hins