Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Page 9
7
I. KAFLI
Aðferð og tilgangur fæðukönnunar Manneldisráðs 1977 - 78
Samin voru eyðublöð fyrir alla virka daga vikunnar og þeim
útbýtt í kennslustundum fyrir hádegi eða eftir hádegi í sam-
ráði við skólastjóra og kennara, en síðan áttu nemendur að
fylla út í þar til gerða reiti hvað þeir hefðu borðað um morg-
uninn og daginn áður. Sérstaklega var spurt um hvers neytt
var heima og hvers utan heimilis, sbr. mynd I. Ritari ráðsins
fór í alla skólana og fylgdist með útfyllingu blaðanna.
Fyrsta könnunin var gerð í fjórum skólum Reykjavíkur, Austur-
bæjarskóla, Hvassaleitisskóla, Hlíðaskóla og Breiðholtsskóla.
í þeim skólum voru blöðin á engan hátt merkt. Seinni atrennan
var gerð í apríl. I þeirri könnun þótti ástæða til þess að
spyrja nokkurra fleiri spurninga, t.d. um það hve mikils brauðs
væri neytt, til þess m.a. að afla vitneskju um hve mikils væri
neytt af viðbiti. Þessi könnun var þannig gerð, að hægt var
að rekja saman blöð nemenda og þannig hægt að fá hugmynd um
fæði einstakra nemanda á þessum 5 dögum, sem könnunin stóð.
Niðurstöður upplýsinga sem komu fram í seinni könnuninni voru
síðan notaðar til þess að auðvelda úrvinnslu fyrri könnunarinn-
ar með tilliti til orku og vítamínmagns í brauði og fitu.
Við úrvinnslu á þessum rannsóknareyðublöðum var talið hversu
oft hver matartegund kom fyrir, en það gaf upplýsingar um
hversu margir skammtar af hlutaðeigandi fæðutegundum voru í
fæðinnu vikulega og daglega að jafnaði.
Upplýsingar um daglegan skammtafjölda af hinum ýmsu fæðutegund-
um, en þær voru rúmlega 160, gefa miklar upplýsingar um matar-
æði Islendingar eða þeirra einstaklinga sem þátt tóku í rann-
sókninni.