Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Side 12
10
Kjötmeti 0,7-0,8 skammtar á dag (1938: 0,5 skammtar á dag)
Aðalkjötmetið er kindakjöt. Samfara minnkun fiskneyslu eykst
neysla kjötmetis. Aðallega er um að ræða kindakjöt og lítils
háttar af nautakjöti, en lítil neysla fugla og svínakjöts.
Þess ber að geta að steinefnainnihald fuglakjöts er mismunandi
eftir því hvar af skepnunni kjötið er. T.d. er meira af járni
í brjóstvöðvum flugfugla en aftur á móti meira járn í lærvöðvum
gangfugla eins og hænsnfugla o.s.frv.
Heildarneysla kjöts og fiskmetis hefur minnkað frá því á árunum
fyrir stríð.
Egg, slátur, harðfiskur 0,9-0,18 skammtar á dag
(1938: 0,5 skammtar á dag)
Þessar hollu fæðutegundir sjást sjaldan á borðum. Egg voru
raunar illfáanleg haustið 1977 en voru alls staðar fáanleg
vorið 1978 og var neyslan þó ekki nema 1 egg á viku. 1 Laugar-
nesi var eggjaneyslan heldur meiri.
Sláturneysla fer minnkandi og er nú sáralítil.
Harðfiskur sést varla á borðum nú orðið.
Mjólkurmatur 3,21 skammtar á dag (1938: 1,66 skammtar á dag)
Neysla er mikil miðað við fullfeitar mjólkurafurðir eða að
meðaltali 2,4 skammtar á dag. Skyr og undanrenna gefa aðeins
0,15 -0,18 skammta daglega. Þessi mikla notkun mjólkurafurða
er athyglisverð og samsvarar 600 g af nýmjólk á dag, en þar við
bætist skyr, ostur, rjómi, undanrenna og smjör. Ostanotkun er
töluverð. Neysla mjólkurafurða hefur tvöfaldast frá því á árun-
um 1938 - 40.