Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Qupperneq 14

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1982, Qupperneq 14
12 því minnkað um helming og ýmiss konar sælgæti og sætindi komið í staðinn. Grænmeti og ávextir 1,90 skammtar á dag (1938: 0,67 skammtar á dag) Aðalgrænmetið er nú eins og áður kartöflur og neyslan er um 150 g á dag. Heildarneysla í þessum flokki hefur aukist tals- vert frá fyrri könnunum enda voru ávextir nær óþekkt vara á Islandi 1938-39. Neysla mandarína, klementína og appelsína í desember gefur stóra C-vítamínskammta. Drykkir (gos, djús og kók) 1,18 skammtar á dag (1938: 0) Samkvæmt þessari könnun má segja að þessir drykkir skipi sér- stakan sess því að þeirra var ekki neytt fyrr á árum. Þessara drykkja er ýmist neytt heima eða á söluskálum. Líklegt má telja að neysla þessara drykkja komi til með að aukast meðal yngra fólks sem eldra. Kaffi og te. Þessir drykkir eru á borðum tæplega einu sinni í viku að jafnaði. Neysla þeirra er minni en áður. Kaffineysla hefur minnkað, en tedrykkja hefur aukist nokkuð. Sætindi, miðað við sykur 110,3 g á dag (1938: 38 g á dag) Sælgæti og önnur sætindi vega drjúgt í fæðunni, sérstaklega sætabrauð, súkkulaði og kex, t.d. "Prince-Polo". Þetta gefur til samans um einn heilan skammt daglega, en l^ skammt með sykri, sultu og hunangi. Hunang er lítill hluti af sætinda- venjunni. Árið 1938 var sælgæti ekki teljandi, en sykur út á grauta og í kaffi var áætlað 40 g á dag. Alegg er erfitt að meta vegna ónákvæmni í framtali og mati á stærð.skammtanna.

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.